7.1.2009 | 13:25
Helvítis fokking fokk....... :)
6.1.2009 | 08:46
Nýja árið byrjar vel
Ég er nokkuð ánægð með það sem liðið er af nýja árinu. Veðrið er búið að vera ágætt og ég er búin að vera dugleg að hreyfa mig, hitta fólk og hafa það gott. Hafði hugsað mér að láta restina af árinu einnig ganga vel.
Eftir tvær vikur fer ég með nemendur mína á Reyki í 5 daga. Ég átti að fara fyrir tæpum 7 árum en þá var ég kasólétt af Ölmu, greindist með meðgöngusykursýki viku áður en ég átti að fara og var kyrrsett... he he. Núna stefnir þó allt í að ég muni komast þangað og verður það örugglega gaman. Ég verð samt að viðurkenna að mig langar minna að fara núna en mig langaði fyrir 7 árum en það er bara vegna þess að nú á ég barn sem ég þarf að skilja eftir í 5 daga. Við mæðgurnar erum dálítið háðar hvor annarri svo ég kvíði aðeins fyrir. Það verður samt nóg um að vera svo ég veit alveg að ég fæ ekki mörg tækifæri til að sakna hennar.
Ég vaknaði í morgun með klýju dauðans en ákvað að hundsa hana og skellti mér í sturtu. Var nýkomin úr henni þegar ég þurfti að æla og í kjölfarið fór ég að finna fyrir magaverkjum. Ákvað því að sleppa því að mæta í vinnuna í dag enda óþarfi að smita alla og vera sjálfur að drepast. Engum er greiði gerður með því. Ætla samt að reyna að nota daginn eitthvað ef heilsan leyfir. Sit við tölvuna núna og ætla að kíkja á bókarskrudduna sem ég er að skrifa. Sé svo til hvað ég hangi í uppréttri stöðu.
2.1.2009 | 09:23
Áramótaheit eða ekki áramótaheit
Það eru komin mörg ár síðan ég setti áramótaheit síðast og ég setti svo sem ekki eitthvað formlegt áramótaheit heldur núna. Ég ákvað hinsvegar að það væru nokkrir hlutir sem mætti alveg endurskoða öðru hverju. Eitt af því sem ég ákvað að gera er að skammast í ræktina eftir áramót...... Verð að viðurkenna að ég var löt í haust og fór bara nokkrum sinnum en það er mér nauðsynlegt að hreyfa mig til að mér líði vel andlega og til að ég falli ekki aftur í offitu en það ætla ég ekki að láta gerast. Ég finn alltaf hvernig ég fæ meiri orku þegar ég hreyfi mig (Siggi vill meina að ég verði ofvirk ... hehe) og líður á allan hátt betur.
Ég ákvað einnig að rækta betur vini mína því samhliða skorti á hreyfingu hef ég verið dálítið löt að fara í heimsóknir í haust. Það er nú ekki eins og þeir eigi allir heima langt í burtu, ein býr t.d. í næstu götu og ég er c.a. tvær mínútur að rölta þangað. Hef samt farið sjaldan síðustu mánuði og bara af einhverri leti og doða sem ég þarf að rífa mig uppúr.
Mér finnast þetta eiginlega fjári góð markmið fyrir nýtt ár. Rækta líkama og sál. Verð hrikalega fit og skemmtileg þegar fer að líða á árið.... he hehe
Svo ákvað ég að halda áfram að vera dugleg að gera eitthvað skemmtilegt með Ölmu. Við höfum verið duglegar að fara saman í gönguferðir, fjöruferðir, spila og fleira og ég ætla að passa upp á að það breytist ekki. Það er mér mjög mikilvægt að eyða tíma með henni við eitthvað sem við höfum báðar gaman að.
Ég ætla líka að stressa mig minna á ryki, drasli og öðru sem mér finnst ég þurfa að ráða bót á núna strax..... Ég er ferleg með það að ég á erfitt með að slaka á og njóta lífsins fyrr en allt er orðið fínt!!!!! Þvílík della en svona var ég alin upp og það er hægara sagt en gert að breyta þessu. Ég byrjaði þó um jólin því ég nennti ekki að þurrka af og ákvað að sleppa því bara..... vá það var ekkert smá erfitt en vitiði bara hvað.... ég lifði það af (ekki að neinn hafi tekið eftir því þar sem það er yfirleitt ekkert svakalega skítugt heima hjá mér... he he he) og ætla að halda áfram að stíga svona baby steps... :)
1.1.2009 | 12:55
Nýtt ár mikilvægt að horfa fram á við.
29.12.2008 | 10:23
Heim í dag
24.12.2008 | 11:05
Gleðileg jól til allra sem ég þekki
Hjálparsveitin á Sauðárkróki er með sniðuga fjáröflun. Þeir eru í góðu sambandi við jólasveinana og taka á móti jólapökkum til barna og koma þeim til jólasveinanna sem fara um bæinn á aðfangadag og afhenda þá í eigin persónu!!! Rétt áðan bönkuðu með látum tveir jólasveinar og æddu úr einu herbergi í annað og vöktu gelgjurnar. Þeir hentu mandarínum í alla, sungu jólalag og gáfu Ölmu svo jólapakka sem hún opnaði og er núna að leika sér með innihaldið. Þetta vakti mikinn fögnuð hennar og er alveg bráðsniðugt finnst mér. Gerir biðina aðeins styttri og skemmtilegri. Núna er hún í óða önn að láta stóru stelpurnar stjana við sig svo tíminn verður fljótur að líða. Við verðum heima þessi jól eins og síðustu. Guðrún fósturdóttir mín kom á mánudaginn og í gær kom Waleska (skiptinemi númer eitt.... he he he) með unnustann hann Ægi. Við erum svo með skiptinema númer þrjú... Elínu svo við verðum 7 allt í allt. Ástæðan fyrir því að ég er að grínast með þessi númer er sú að stundum nefnum við Eínu Maríönnu eða ruglumst á einhvern annan hátt og því vorum við að fíflast með það að nú væri bara málið að nota einn, tveir og þrír... he he he ekki að maður myndi gera það í alvörunni en gaman að hlæja að því. Waleska var auðvitað voðalega sátt að vera númer eitt!!!!
Ég óska ykkur annars öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi ár og þakka fyrir öll samskipti á árinu sem er að líða.
22.12.2008 | 15:01
Ég bara á ekki til orð!!!
Jú reyndar á ég fullt af orðum en spurningin er hvernig maður kemur þeim frá sér á vitrænan hátt og án þess að móðga neinn!!!!
Í fyrsta lagi held ég að þetta sé ekki framkvæmanlegt þar sem eftirlitið með ósæmandi hegðun kennara yrði væntanlega óheyrilega dýrt. Þetta er ansi stór hópur fólks og hvernig ætti að skipuleggja þetta er ofar mínu ímyndunarafli!!!
Í öðru lagi er það stundum smekksatriði hverskonar hegðun er í lagi og hver ekki. Það fer einnig eftir aldri og þroska nemenda svo reglurnar hlytu að verða fáránlega flóknar ef þær ættu að verða þannig að einfalt væri að fara eftir þeim.
Í þriðja lagi er til svolítið sem heitir siðareglur kennara og þar eru leiðbeiningar um hegðun og framkomu sem flestir þurfa ekki að hafa mikið fyrir að fara eftir. Þetta er svona "kommon sence" leiðbeiningar um góða og gilda siði sem flestir tileinka sér hvort eð er og ég held að dugi í flestum tilfellum ágætlega.
Í fjórða lagi eru fleiri starfsstéttir en kennarar sem eru fyrirmyndir barna. Ætlum við næst að setja reglur um hegðun íþróttaálfsins, íþróttafólks, söngvara eða Mikka músar?????
Sér einhver fáránleikann í þessu?????
Flest fólk kann að hegða sér almennilega og veit hvað er við hæfi og hvað ekki. Þeir sem ekki geta það geta lent í erfiðleikum en að taka eina starfstétt á þennan hátt er býsna fáránlegt. Ætli þetta sé uppástunga frá "góðvini" Íslendinga Gordon Brown??????
Kennarar séu fordæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2008 | 11:15
Jólin eru að koma...... trallalla....
Ég er ekkert betri en börnin. Helsti munurinn er sá að mér finnst meira spennandi að sjá aðra opna pakka frá mér en að opna mína eigin pakka. Alma er auðvitað orðin voðalega spennt. Á aðfangadag er hefð fyrir því að jólasveinar keyri um bæinn með hávaða og látum. Þeir stoppa síðan hjá sumum börnum og færa þeim gjafir við mikinn fögnuð. Í fyrra vissum við ekki um þennan sið sveinkanna svo þeir stoppuðu ekki hjá okkur en núna er ég viss um að þeir hringja hjá okkur bjöllunni og færa Ölmu gjöf. Ég hef góð sambönd og fékk fullvissu eins þeirra fyrir því . Í gær fórum við í göngutúr um bæinn og hentum inn jólakortum. Við enduðum svo í bakaríinu og fengum okkur rúnstykki og heitt kakó. Engan langaði í köku enda flæðir út úr öllum skápum og dollum af bakkelsi heima. Í gærmorgun bakaði ég lagtertu fyrir Sigga eftir uppskrift sem ég fékk hjá Brynhildi vinkonu minni í Reykjavík. Þessi lagterta er einstaklega góð og í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Við skárum svo út laufabrauð seinnipartinn og Siggi steikti. Hann nennti ekki að skera og Elína og Alma voru svo smámunasamar að ég gerði flestar kökurnar. Hérna er annars búið að gera allt nema skúra gólf sem verður gert á Þorláksmessukvöld og elda jólamatinn. Það er því bara jólastemming og næs þessa síðustu daga fyrir jól.
Gleðileg jól öll sömul og njótið samvista við vini og fjölskyldu.
18.12.2008 | 18:07
Alma syngur Heims um ból....
Alma Karen er í söngskóla Alexöndru ásamt fleiri stelpum. Þær tóku núna fyrir jólin upp video við jólalagið Heims um ból. Alma var viðstödd þegar þær sungu en þegar upptakan fyrir myndina var gerð var hún veik í sveitinni hjá afa og ömmu. Það var auðvitað frekar svekkjandi fyrir hana en ef þið farið á Youtube og hlustið á lagið getið þið heyrt hana syngja aðra línuna í laginu en hún hljómar svona: helg eru jól :)
Slóðin er:
http://www.youtube.com/watch?v=hPRv-k1pvNA
17.12.2008 | 12:32