Ég bara á ekki til orð!!!

Jú reyndar á ég fullt af orðum en spurningin er hvernig maður kemur þeim frá sér á vitrænan hátt og án þess að móðga neinn!!!!

Í fyrsta lagi held ég að þetta sé ekki framkvæmanlegt þar sem eftirlitið með ósæmandi hegðun kennara yrði væntanlega óheyrilega dýrt. Þetta er ansi stór hópur fólks og hvernig ætti að skipuleggja þetta er ofar mínu ímyndunarafli!!!

Í öðru lagi er það stundum smekksatriði hverskonar hegðun er í lagi og hver ekki. Það fer einnig eftir aldri og þroska nemenda svo reglurnar hlytu að verða fáránlega flóknar ef þær ættu að verða þannig að einfalt væri að fara eftir þeim.

Í þriðja lagi er til svolítið sem heitir siðareglur kennara og þar eru leiðbeiningar um hegðun og framkomu sem flestir þurfa ekki að hafa mikið fyrir að fara eftir. Þetta er svona "kommon sence" leiðbeiningar um góða og gilda siði sem flestir tileinka sér hvort eð er og ég held að dugi í flestum tilfellum ágætlega.

Í fjórða lagi eru fleiri starfsstéttir en kennarar sem eru fyrirmyndir barna. Ætlum við næst að setja reglur um hegðun íþróttaálfsins, íþróttafólks, söngvara eða Mikka músar?????

Sér einhver fáránleikann í þessu?????

Flest fólk kann að hegða sér almennilega og veit hvað er við hæfi og hvað ekki. Þeir sem ekki geta það geta lent í erfiðleikum en að taka eina starfstétt á þennan hátt er býsna fáránlegt. Ætli þetta sé uppástunga frá "góðvini" Íslendinga Gordon Brown??????


mbl.is Kennarar séu fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Sammá þér Kristín. Þetta er með því heimskulegra sem maður hefur lesið lengi. Ég er ráðinn til að kenna börnum en ég hlýt að eiga mér einkalíf.

Og hvað er að detta í það?

Ef maður fer út á laugardagskvöldi, þarf maður þá að koma við hjá skólastjóranum á heimleiðinni og blása í áfengismæli?

Sigurður Haukur Gíslason, 22.12.2008 kl. 17:15

2 identicon

Sæl og Blessuð Krístín ég vildi óska að  ég hefði e-mailið þitt svo ég geti sent þér og þínum jólakveðjuna frá okkur sá svo hvað þú ert dugleg að blogga og varð að  kíkja á það er svo sniðugt hvað hægt er að finna marga bara í gegnum netið ekki leiðinlegt það.

Sendi þér og þínum jólakveðju Drífa hans Manna

Drífa (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Jólakvedja til  tín og tinna.Takk fyrir gód kinni sem ég hef notid.

Hjartanskvedjur.

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 09:49

4 Smámynd: Margrét M

gleðileg jól , hafið það sem best ..

Margrét M, 24.12.2008 kl. 10:13

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ég á heldur ekki til orð eða varla. Má fólk ekki eiga prívat líf fyrir utan vinnuna og gera sem því þóknast ?? Það vill svo til að það er ekki bara verið að orða þetta við kennara, líka td þjálfara í íþróttum og fleiri.  Mér finst þetta ekki í lagi.    

Erna Friðriksdóttir, 29.12.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband