Gleðileg jól til allra sem ég þekki

Hjálparsveitin á Sauðárkróki er með sniðuga fjáröflun. Þeir eru í góðu sambandi við jólasveinana og taka á móti jólapökkum til barna og koma þeim til jólasveinanna sem fara um bæinn á aðfangadag og afhenda þá í eigin persónu!!! Rétt áðan bönkuðu með látum tveir jólasveinar og æddu úr einu herbergi í annað og vöktu gelgjurnar. Þeir hentu mandarínum í alla, sungu jólalag og gáfu Ölmu svo jólapakka sem hún opnaði og er núna að leika sér með innihaldið. Þetta vakti mikinn fögnuð hennar og er alveg bráðsniðugt finnst mér. Gerir biðina aðeins styttri og skemmtilegri. Núna er hún í óða önn að láta stóru stelpurnar stjana við sig svo tíminn verður fljótur að líða. Við verðum heima þessi jól eins og síðustu. Guðrún fósturdóttir mín kom á mánudaginn og í gær kom Waleska (skiptinemi númer eitt....  he he he) með unnustann hann Ægi. Við erum svo með skiptinema númer þrjú... Elínu svo við verðum 7 allt í allt. Ástæðan fyrir því að ég er að grínast með þessi númer er sú að stundum nefnum við Eínu Maríönnu eða ruglumst á einhvern annan hátt og því vorum við að fíflast með það að nú væri bara málið að nota einn, tveir og þrír... he he he ekki að maður myndi gera það í alvörunni en gaman að hlæja að því. Waleska var auðvitað voðalega sátt að vera númer eitt!!!!

Ég óska ykkur annars öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi ár og þakka fyrir öll samskipti á árinu sem er að líða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Svona smá kvedja úr tokunni og frostinu í Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 26.12.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gleðileg jól.  Við hér hjá Umf.Kormáki höfum í mörg ár verið í samstarfi við jólasveinana á aðfangadag, sem er mjög skemmtilegt þegar þeir heimsækja börnin. Einn sveinkinn keyrir rútuna , svo er rúntað um bæinn og út á Laugabakka og börnin heimsótt, við mikin fögnuð. Þetta er mjög skemmtilegt, verst að hann er hættur að heimsækja mitt heimili   Hafðið það sem allra best um áramótin og bestu kveðjur

Erna Friðriksdóttir, 29.12.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband