29.1.2009 | 22:38
Þorrablót og Dóra um helgina :)
Ég hlakka til helgarinnar enda nóg um að vera. Það er þorrablót á föstudaginn úti á Skaga og við skötuhjúin ætlum á það ef heilsan mín leyfir. Ég var að reyna að fá Sigga til að fara þó ég væri slöpp og vildi helst vera heima en nei nei bæði þurfum við að vera píslavottar því hann vill ekki fara nema ég komi líka og ég vil endilega að hann fari og gæti því pínt mig til að hann missi ekki af þorrablótinu..!!!! Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta fer. Ég er búin að pína mig í vinnu alla vikuna þrátt fyrir að ég hefði frekar átt að vera heima (samkvæmt læknisráði) og mig langar takmarkað til að mæta með rautt nef og þrútin og bólgin, rauðleit augu á þorrablót og hósta svo og hnerra yfir matinn hjá öðrum. Mátulega geðslegt :)
Á laugardaginn kemur svo Dóra vinkona loksins aftur á Krókinn og þá ætlum við að fá okkur smá rósavín á náttfötunum áður en hún skellir sér upp í rúm. Hún gistir hjá mér með helminginn af gríslingunum og Hallgrímur hjá pabba sínum með hinn helminginn. Á sunnudeginum verður svo nóg að gera að bera allt draslið inn í hús :) Á mánudaginn ætlum við Dóra og Þorgerður svo að kaupa okkur 3ja mánaða kort í ræktina (ég kalla það bikinikortið.... !!!!!!) og vera duglegar fram á vorið. Á sumrin er svo miklu skemmtilegra að fara bara í sund, út að hjóla, vinna í garðinum og fara í göngutúra.
Núna ætla ég í bælið með nýju bestu vinum mínum þeim hr. pensilíni og frú paratabs...... he he he góða nótt
26.1.2009 | 11:47
Tíðindalítil helgi
Um helgina "naut" ég þess að vera veik án þess að þurfa líka að vera að vinna innan um fullt af fólki. Hékk í rúminu fram að hádegi og las og tók því svo rólega yfir daginn. Það breytti engu... ég er alveg jafn lasin og ég er búin að vera síðustu viku en mætti samt í vinnuna . Þetta er óþolandi, ég er búin að vera hóstandi og með kvef í rúma viku og ekkert gengið að batna.... arg... garg... óp...´öskur.... vein .. og læti :) he he he
Ég fór á Ífufund í gærkveldi þar sem við ákváðum 6 að fara í vorferðina. 2 eru óákveðnar eða búast ekki við að fara. Þetta eru snilldarferðir þar sem dekri, mat, menningu, víni og óvæntum atburðum er raðað saman í frábæra húsmæðraorlofsferð í 3 nætur...... !!!!! Mæli hiklaust með þessum ferðum þar sem þær hlaða batteríin í marga mánuði á eftir. Þar sem margt er gert eru ferðirnar hins vegar ekki sérlega ódýrar og við erum vanar að safna frá hausti en núna höfum við mun skemmri tíma til að safna en það verður ekki vandamál. Í fyrra fórum við á Akureyri, vorum í bústað, fórum með snjótroðara á Kaldbak og renndum okkur niður á snjóþotum, fórum í leikhús, út að borða, pottinn, föndur og söfn ásamt fleiru. Ég hlakka mikið til að fara næstu ferð sem verður væntanlega 23. - 26. apríl. Afmælið hennar Ölmu er einmitt 26. svo það verður nóg að gera hjá mér þegar ég kem heim aftur að undirbúa afmælið hennar og taka á móti gestum.
Á morgun er svo prjónakaffi og þá er ekki spurning að maður mætir og spjallar við vinnufélagana yfir prjónunum.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2009 | 00:08
Umskurður er sorglegur
Danmörk: Dæmd fyrir að láta umskera dætur sínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 18:50
Helgarfrí
Ég kom heim í gær frá Reykjum eftir vel heppnaða ferð. Krakkarnir höguðu sér vel og skemmtu sér frábærlega. Þessi reynsla á örugglega eftir að fylgja þeim lengi og minningarnar ylja þeim þegar þau hella sér út í að fjölga vinunum á msn :)
Ég var veik allan tímann á Reykjum en hélt því þokkalega niður með Paratabs.... takk þeim sem fann það upp :) Skellti einnig í mig hóstamixtúru og hálstöflum eftir þörfum. Í dag er ég búin að vera hálf slöpp og því gert lítið af viti. Skellti mér þó í Skaffó að skoða myndavélar því ég fékk nóg af minni á Reykjum. Hún er bara einfaldlega orðin frekar slöpp greyið. Ég ætti að eiga fyrir nýrri um næstu mánaðarmót en annars um þarnæstu svo mér datt í hug að skreppa og kíkja svo ég vissi hvað ég þyrfti mikinn pening. Væri svo sem alveg til í að eiga rándýra "professional" vél en tími því örugglega ekki í þessu lífi :) he he
Er búin að vera að prjóna Baby Born peysur fyrir Ölmu til að gefa í afmælisgjafir. Hún á eftir að fara í slatta af stelpuafmælum í bekknum sínum og það má bara kaupa afmælisgjöf fyrir 500 kall. Það er mjög erfitt að finna eitthvað fyrir þann pening svo mér datt í hug að búa til svona gjafir fyrir hana. Ég er þegar búin að búa til peysu og buxur fyrir hana og Örnu dúllu (vinkonu hennar) og svo eru komnar 7 peysur aukalega.
Jæja þá er bóndinn kominn heim og vinur hans á leið í mat... já Dóra.. Hallgrímur ætlar að borða með okkur lambabóg og kindahrygg... nammi nammi namm.... bráðum getur þú líka borðað með okkur :) he he he
20.1.2009 | 12:18
Reykjaskóli í Hrútafirði
Þá er ég stödd á Reykjum og það er dagur 2 !!! Fyrsti dagurinn gekk alveg bráðvel þó fyrirsjánlegir hlutir eins og einhver veikindi og heimþrá hafi örlítið gert vart við sig. Krakkarnir hafa verið að blandast hinum skólunum sem eru jú alltaf eitt aðalmarkmiðið og þau eru stillt og hegða sér vel. Við vorum ægilega ánægð í morgun þegar okkar skóli var sá eini sem mætti stundvíslega í morgunmat!!!! Það þurfti að bíða í 10 mínútur eftir nokkrum syfjuðum úr hinum skólunum :) he he he svo sem ekki skrýtið eftir fyrstu nóttina... þá er spennandi að pískra fram eftir nóttu :)
Við erum líka búin að vera ótrúlega heppin með veður. Það er milt, stillt og bjart!!!!! Gerist ekki betra í janúar og við vonum bara að það haldist svona. Meira seinna, það er að koma hádegismatur og það er eins gott að sýna gott fordæmi og mæta á réttum tíma... he he
18.1.2009 | 14:23
Ég skrifa og skrifa og svo er að pakka á eftir
Ég er búin að vera dugleg um helgina, hef skrifað og leiðrétt og lagað í bókinni enda þarf ég að skila af mér því sem ég er búin með í kvöld :)
Þarf svo að pakka á eftir svo allt draslið sem fer á Reyki verði tilbúið. Ég er viss um að þetta verður miklu meira dót en ég á von á þegar allt er komið í töskuna. Mér finnst nefnilega betra að hafa of mikið með mér en of lítið svo ég á von á að fylla a.m.k. heila ferðatösku... he he he
Ég ætla að taka með mér bunka af verkefnum til að fara yfir því það styttist í annarskil og ég var að fá verkefni hjá 9. bekk sem er mjög seinlegt að fara yfir. Það tekur mig óratíma að fara yfir þetta en svona er það bara,... partur af programmet!!
Þegar ég kem heim frá Reykjum býst ég við að við skreppum í sveitina til að sækja Ölmu þar sem hún verður þar mestalla næstu viku. Það er svo erfitt að hafa hana heima því Siggi er að vinna svo óreglulega og stelpurnar eru oft í skólanum langt fram á dag og lengur heldur en hún er í gæslu. Ætli við gistum ekki eina nótt eða jafnvel tvær í sveitinni og slöppum af. Ég hugsa að ég þurfi að sofa og sofa og sofa og sofa :) he heh e
15.1.2009 | 14:23
Bloggleti
11.1.2009 | 12:12
Einhverfa og einhverfa
Einhverf börn greinast loks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 13:44
Þetta er eins og atriði í lélegri bíómynd!!!!
Kveikti í eiginmanninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 13:35
Fyrirhyggjulausir ferðamenn
Sluppu naumlega þegar Geysir gaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)