Þorrablót og Dóra um helgina :)

Ég hlakka til helgarinnar enda nóg um að vera. Það er þorrablót á föstudaginn úti á Skaga og við skötuhjúin ætlum á það ef heilsan mín leyfir. Ég var að reyna að fá Sigga til að fara þó ég væri slöpp og vildi helst vera heima en nei nei bæði þurfum við að vera píslavottar því hann vill ekki fara nema ég komi líka og ég vil endilega að hann fari og gæti því pínt mig til að hann missi ekki af þorrablótinu..!!!! Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta fer. Ég er búin að pína mig í vinnu alla vikuna þrátt fyrir að ég hefði frekar átt að vera heima (samkvæmt læknisráði) og mig langar takmarkað til að mæta með rautt nef og þrútin og bólgin, rauðleit augu á þorrablót og hósta svo og hnerra yfir matinn hjá öðrum. Mátulega geðslegt :)

Á laugardaginn kemur svo Dóra vinkona loksins aftur á Krókinn og þá ætlum við að fá okkur smá rósavín á náttfötunum áður en hún skellir sér upp í rúm. Hún gistir hjá mér með helminginn af gríslingunum og Hallgrímur hjá pabba sínum með hinn helminginn. Á sunnudeginum verður svo nóg að gera að bera allt draslið inn í hús :) Á mánudaginn ætlum við Dóra og Þorgerður svo að kaupa okkur 3ja mánaða kort í ræktina (ég kalla það bikinikortið.... !!!!!!) og vera duglegar fram á vorið. Á sumrin er svo miklu skemmtilegra að fara bara í sund, út að hjóla, vinna í garðinum og fara í göngutúra.

Núna ætla ég í bælið með nýju bestu vinum mínum þeim hr. pensilíni og frú paratabs...... he he he góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vona að þú hressist hið fyrsta......... Hér er Þorrablót hjá okkur 7 febrúar ,,,,,, ég fer ekki, nenni því ekki , mér finst maturinn ekki góður.......... en þar sem ég er nú formaður félagsins sem að heldur Þorrablótið hér :)  Mun ég leyfa eiginmanninum að fara á blótið sem DYRAVÖRÐUR    he he heh eh

Hafið þið góða skemmtun um helgina .......

Erna Friðriksdóttir, 30.1.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband