Jólin eru að koma...... trallalla....

Ég er ekkert betri en börnin. Helsti munurinn er sá að mér finnst meira spennandi að sjá aðra opna pakka frá mér en að opna mína eigin pakka. Alma er auðvitað orðin voðalega spennt. Á aðfangadag er hefð fyrir því að jólasveinar keyri um bæinn með hávaða og látum. Þeir stoppa síðan hjá sumum börnum og færa þeim gjafir við mikinn fögnuð. Í fyrra vissum við ekki um þennan sið sveinkanna svo þeir stoppuðu ekki hjá okkur en núna er ég viss um að þeir hringja hjá okkur bjöllunni og færa Ölmu gjöf. Ég hef góð sambönd og fékk fullvissu eins þeirra fyrir því Grin. Í gær fórum við í göngutúr um bæinn og hentum inn jólakortum. Við enduðum svo í bakaríinu og fengum okkur rúnstykki og heitt kakó. Engan langaði í köku enda flæðir út úr öllum skápum og dollum af bakkelsi heima. Í gærmorgun bakaði ég lagtertu fyrir Sigga eftir uppskrift sem ég fékk hjá Brynhildi vinkonu minni í Reykjavík. Þessi lagterta er einstaklega góð og í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Við skárum svo út laufabrauð seinnipartinn og Siggi steikti. Hann nennti ekki að skera og Elína og Alma voru svo smámunasamar að ég gerði flestar kökurnar. Hérna er annars búið að gera allt nema skúra gólf sem verður gert á Þorláksmessukvöld og elda jólamatinn. Það er því bara jólastemming og næs þessa síðustu daga fyrir jól.

Gleðileg jól öll sömul og njótið samvista við vini og fjölskyldu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Eva Þórhallsdóttir

jæja kona góð. Óska þér og þínum gleðileg jól og vona að þú getir notað baðsaltið sem ég gef þér...láttu mig vita. Jólakveðja! Þorgerður og börn

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 23.12.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband