Nýtt ár mikilvægt að horfa fram á við.

Við áttum góðan dag í gær. Sváfum lengi og lágum svo í leti fram undir hádegi. Alla granna (nágrannA) he he kíkti aðeins við og svo skruppum við í búð c.a. 2 mínútur í hádegi. Rétt náðum fyrir lokun. Fengum okkur svo hádegismat og eftir það kom Þorgerður i heimsókn. Krakkarnir nutu þess að leika sér saman og við fórum með þau út og leyfðum þeim að fá stjörnuljós. Við fórum svo og keyptum flugelda en vorum svo sein að flest var búið nema rándýrar kökur og stjörnuljós.... he he Siggi varð frekar fúll en ég benti honum á að nágrannar okkar eru sprengjuóðir og ekkert verra að  horfa á aðra kveikja í peningunum sínum!!!!! Við keyptum því frekar lítið en nóg fyrir Ölmu því hún var skíthrædd við þetta. Eftir þetta var farið i kirkjugarðinn að leita að nokkrum leiðum afa og ömmu Sigga og frænda hans. Við fundum þetta nú allt fyrir rest og vorum þá búin að ganga um stóran hluta garðsins. Alma hafði sérstaklega gaman af því að lesa á krossana og spá í hvað fólkið var gamalt þegar það dó. Hún hefur mikið verið að spá í Ölmu Kareni ömmu sína síðan við fórum með pabba út í kirkjugarð í Keflavík þegar við vorum þar og áðan fór hún að skæla yfir því að hafa ekki fengið að hitta hana..... voða sætt en ég verð að viðurkenna að ég táraðist við þessa umræðu! Við fengum okkur svo smá göngutúr í góða veðrinu og fórum svo heim að undirbúa kvöldmat og skipta um föt. Alma var í rosalega flottum prjónakjól sem ég prjónaði fyrir hana (ja svona á milli þess sem henni varð of heitt og fór þá úr honum og í pils!!!!). Afi og amma úr sveitinni komu í kvöldmat og svo fórum við niður að sjó þar sem var brenna og flugeldasýning. Maður hittir alltaf hálfan bæinn þar en núna komum við svo seint og Alma var svo hrædd við flugeldana að Siggi varð að fara með hana út í bíl. Við hittum samt nokkra og var það gaman. Þegar við komum heim náðum við réttsvo að ganga frá í eldhúsinu þegar Dóri frændi Sigga kom, Ásta Karen konan hans, Eysteinn Bessi og Björgvin ásamt Kötlu gelgju og Katrínu gelgjuvinkonu hennar. Við plötuðum þær til að taka Elínu með á áramótaball á Blönduósi. Þetta er árlegt 16. ára ball og krakkarnir í 10. bekk bíða alltaf spennt því þetta er  fyrsta alvöruballið sem þau komast á. Mér skilst á henni að það hafi verið gaman og er það hið besta mál. Við hin spjölluðum, átum osta og meðlæti, skutum upp og kjöftuðum svolítið meira. Gestirnir fóru klukkan 2 og þá fór Alma að sofa. Hún fékk að fara út með Eysteini sem er 10 ára og vini hans og voru þau (lesist þeir því hún var hrædd og stóð langt frá ) að skjóta upp allskonar smádrasli fyrir utan húsið. Henni fannst mest spennandi að fá að vera úti um nótt og það með spennandi stórum strákum....... hún verður einhverntíman góð :) he he he  he

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

tetta hafa verid yndisleg áramót hjá tér og tínu fólki kæra Kristín.

Megi árid 2009 færa ykkur áframhaldandi farsæld og gledi.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2009 kl. 07:53

2 identicon

Gleðilegt árið Stína mín og takk fyrir öll þau sem eru liðin.  Hafið það sem allra best á nýju ári..... knús og klemmmm úr kef..................

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband