Ljón éta mann

Verði þeim að góðu. Skil samt ekki alveg af hverju þau voru að hafa fyrir því að skilja eitthvað eftir. Fingurnir eru greinilega ekki mjög gómsætir.... nammi namm... he he he Sorgleg frétt en skiljanleg frá sjónarhóli ljónanna. Ég hefði gert það sama.
mbl.is Ljón átu starfsmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjálað stuð í allan dag

Ég þurfti að vera heima í dag því Sölvi afastrákur var í heimsókn og fór með afa sínum suður seinnipartinn. Það var auðvitað ekkert vit í því að láta strákgreyið hanga í vinnunni með honum allan daginn svo ég hafði Ölmu bara heima enda 18 stiga hiti, sól og blíða. Krakkarnir sváfu til hálf níu enda þeytt eftir sunnudaginn. Þau voru fljót að drífa sig út að hjóla og leika sér á trampolíninu. Í hádeginu borðuðum við úti og svo ákvað ég að vökva garðinn og leyfa þeim að hlaupa í vatninu. Það var mjög vinsælt og á tímabili voru 4 naktir gríslingar í garðinum....he he he bara brjálað stuð hjá þeim. Við skelltum okkur svo í sund með Dóru vinkonu og krökkunum hennar og eftir sundið fengum við okkur ís og skúffuköku við miklar vinsældir krakkanna. Þau hoppuðu svo næstu klukkutímana á meðan við sleiktum sólina. Hún fór því miður um 5 leytið en þá fórum við bara að elda kjúkling og með því. Ég dró upp Eurovisiondisk og við spiluðum lögin fá 1980 til 2005 aftur og aftur og aftur!!!! LoL . Við Dóra fórum í algert banastuð og dönsuðum m.a. villtan magadans við Ruslönu og tjúttuðum við Diggiley diggiló og fleiri góð lög. Eftir tveggja tíma dans með alla gríslingana keyrði ég Dóru heim og ég veit svei mér ekki hvort við eða krakkarnir voru þreyttari eftir daginn...... he he

Vá maður hvað það er geggjað að fara upp í Drangey...

Ég fór í gær með vinnufélögunum og einhverjum mökum í ferð út í Drangey. Það var búið að vera smá stress í mér yfir því að fara upp í eynna því ég hafði einu sinni komið að bryggjunni þar og horft upp. Það er ansi bratt skal ég segja ykkur. Þegar við komum í land byrjuðum við á að príla neðsta hlutann þar sem er búið að setja tréstiga. Hann var stundum nokkuð skrautlegur því það vantaði þrep og stundum ruggaði hann. Sem betur fer gat maður á flestum stöðum haldið sér í kaðal og á leiðinni upp notaði ég hann til að draga mig upp og á leiðinni niður hékk maður í honum!!!! Tounge  Þegar upp mesta brattann var komið hvíldum við okkur aðeins og héldum svo áfram. Þar þufti að ganga einstigi með þverhnípt niður. Þar var einnig kaðallinn góði sem veitti manni öryggi. Næst komum við að platta með faðirvorinu en þar er hefð fyrir því að biðja til að maður komist öruggur niður aftur. Við gerðum það auðvitað enda fengum við að heyra sorgarsögu um mann sem nennti því ekki og kom jú að vísu niður en ekki á þann hátt sem hann vildi!!!! Frown  Síðasta spottann upp fer maður í járnstiga sem er þannig að maður sé í gegnum hann og voru þá nokkrir lofthræddir sem krossuðu sig aðeins en mér fannst það ekkert mál því hann var vel festur og maður hljóp hann bara upp. Þegar við komum upp blasti við kofi með gistiaðstöðu og skrifuðum við í gestabókina og settumst síðan í grasið og fengum okkur nesti. Það hafði ekki litið vel út með veðurspá daginn áður en við fengum frábært veður allan daginn. Rögnvaldur organisti og Arna kennari fræddu okkur um Grettissögu og við gengum um alla eyjuna og skoðuðum m.a. Grettisbæli og fylgdumst með fuglalífinu. Ég kveið því aðeins að fara niður aftur en þar kom kaðallinn góði í góðar þarfir því maður hékk eiginlega bara í honum á leiðinni niður svo þetta var ekkert mál. Þegar við komum út í bátinn fengum við siglingu í kringum eynna og Jón Drangeyjarjarl (mig minnir að hann heiti Jón...Errm  ) stoppaði þrisvar á leiðinni og sagði okkur ýmsar sögur af sér og öðrum. Við fengum svo að grípa í sjóstangveiði á leiðinni heim og þegar í land var komið fóru sumir í gönguferð í Glerhallarvík og aðrir í Grettislaug og einhverjir sátu og drukku bjór á bakkanum... he he Nú eftir rúmlega klukkutíma kom seinni hópurinn sem fór út í eynna aftur í land og rútan kom með þá sem ætluðu bara að vera í grillinu svo smám saman fjölgaði í pottinum ....ja eða endurnýjaðist hópurinn. Eftir pottinn fengum við svo frábæran grillmat frá Kaffi Krók og spiluðum svo Kubb nokkur saman. Ég hafði bara einu sinni áður spilað þennan leik og á örugglega eftir að kaupa hann í suma fyrir ættarmótið. Við vorum svo komin á Krókinn klukkan hálf átta og sumir fóru í partý en ég fór heim svo Siggi kæmist á hestbak. Hann er að fara næstu helgi í lengri reiðtúr og er að þjálfa hestana. Þannig lauk frábærum degi og ég mæli með því við alla sem hafa tök á að fara upp í Drangey. Þetta er miklu minna mál en ég hélt í fyrstu.

Óþekktir eða hvað.....?

Ég fór bara að spá.... óþekktir.....! Ég er viss um að við erum ekki síður óþekktur ættbálkur í þeirra augum en þeir eru í okkar Wink  Það er samt merkilegt að ennþá skulu vera svæði á jörðinni þar sem fólki tekst að fela sig fyrir uppáþrengjandi vesturlandabúum. Gangi þeim vel og öðrum óþekktum að fá að lifa lífi sínu í friði fyrir hvíta manninum Whistling
mbl.is Myndir nást af óþekktum ættbálki í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trampólínið loksins komið

Í gær kom trampólínið sem við vorum að gefa Ölmu og fór Siggi í það í gærkvöldi að setja það upp. Ég skrapp í saumaklúbb og á meðan dunduðu þau sér, hann, Marianna og Alma, við að setja þetta saman. Stelpuskottið fór auðvitað ekki að sofa fyrr en allt var komið upp og búið að hoppa svolítið. Það var bara rétt áður en ég kom heim rúmlega ellefu!!!! Sumar voru því dálítið syfjaðar í morgun. Það kom svo í ljós áðan að Alma er að fá gest í heimsókn um helgina. Sölvi frændi hennar (elsta afabarnið) ætlar að koma með afa sínum norður í kvöld á flutningarbílnum og vera fram á mánudag. Hann var að missa föðurömmu sína og er víst eitthvað lítill í sér. Það var því ákveðið að hjálpa honum með því að skipta um umhverfi. Vonandi fer honum að líða betur. Ég er svo að fara á morgun út í Drangey með Drangeyjarjarlinum sjálfum og svo ætlar organgistinn að sjá um leiðsögn uppi í eynni. Ég hlakka mikið til enda ekki á hverjum degi sem maður fer í svona ferðalag. Á eftir ætlar skólinn að bjóða upp á grill og bað í Grettislaug. Ekki amalegt það.

Jarðskjálftinn fyrir sunnan

Mikið er ég fegin að það urðu ekki alvarleg meiðsl á fólki. Við getum þakkað fyrir Íslendingar að hafa efni á að byggja sterkbyggð hús því svona stór skjálfti hefði valdið mun meiri skaða á mörgum öðrum stöðum í heiminum þar sem fólk hefur ekki tök á góðu húsnæði. Ég fann mikið til með konunni sem lenti í því að sonur hennar var lokaður inn í húsinu en hún fyrir utan. Ég hefði fríkað út, sérstaklega á meðan ég væri að komast að því hvort barnið væri óhult. Aumingja barnið einnig að geta ekki hlaupið beint í fangið á mömmu eða einhverjum öðrum fullorðnum. Ég vona bara að eftirskjálftarnir ríði yfir sem fyrst svo fólk geti farið að anda rólega. Maður átti eiginlega ekki von á öðrum svona sterkum skjálfta svona stuttu eftir Suðurlandsskjálftann sumarið 2000 þannig að þegar ég heyrði fréttirnar í útvarpinu í gær hélt ég fyrst að mér hefði misheyrst eða það væri verið að fjalla um eitthvað gamalt. Það þekkja sennilega flestir Íslendingar einhverja sem eiga heima á þessu svæði og hugsanir okkar eru með ykkur öllu. Vonandi fáið þið tjón ykkar metið og ég vona að það verði ekki frekari meiðsli á fólki.
mbl.is 28 slösuðust í skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarveður

Í dag skín sólin og allir eru brosandi út að eyrum. Ég bauð nemendum mínum áðan heim í "bröns" í staðinn fyrir að sitja inni í skóla og reyna að finna eitthvað til að gera þessar síðustu mínútur. Ég bauð þeim upp á veitingar og frostpinna í eftirrétt sem féll í góðan jarðveg. Krakkarnir fóru síðan sumir upp á róló, eða í körfu, sátu á pallinum, spiluðu á hljómborðið hennar Ölmu eða léku sér að dótinu hennar. Rennibrautin á rúmminu var vinsæl og ekki síður dúkkuhornið uppi á lofti. Þar voru á tímabili Alma, 4 stelpur og 2 strákar!!!! he he he Grin . Ég skellti mér svo aftur í vinnuna til að klára að ganga frá einkunnum fyrir skólaslitin á föstudaginn. Ég á bara smá eftir og þá ætla ég að fara heim og liggja aðeins sólbaði en koma bara aftur seinnipartinn þegar fer að kólna og klára þá Cool . Þetta er meginkosturinn við að kenna, eftir að kennslu lýkur á daginn þá getur maður stundum fært vinnuna aðeins til. Það er að vísu ekki alltaf hægt en í þessu tilfelli get ég það... jibbí.... Talandi um annað. Kíkið endilega inn á fermingarafmælissíðuna og skoðið nýju myndirnar sem Kristín (hin .... ekki ég.... ) setti inn.

Fleiri myndir af fermingarafmælinu

Kíkið og skoðið því það eru komnar fleiri myndir. Látið mig endilega vita ef einhver er með myndir á heimasíðu hjá sér. Grin

Sumarið er komið!!

Núna er sumarið loksins komið. Í tilefni dags barnsins leyfði ég Ölmu að velja hvað hana langaði að gera í dag og hún valdi að fara í sund í Varmahlíð. Við skelltum okkur eftir hádegi en því miður komst pabbi ekki því hann var að gera við bílinn. Við skemmtum okkur vel í sundinu og fengum okkur svo ís í sjoppunni í Varmahlíð. Það er algert möst að koma þar við eftir sund því maður hittir alltaf einhvern sem maður þekkir. Það hefur aldrei klikkað hjá mér. Í dag hitti ég nágranna okkar úr Víðihlíðinni og við skiptumst á fréttum. Á sumrin förum við Alma oft í Varmahlið því laugin þar er miklu skemmtilegri en sú á Króknum. Mér fannst því sumarið vissulega vera komið enda var 20 stiga hiti í dag. Það spáir svipuðu veðri næstu daga svo ég á alveg eins von á því að maður skelli sér aftur í Varmahlíð. Við skelltum svo lambakjeti á grillið og átum með góðrir lyst. She la vie eða thats live...Cool

Nýjar myndir og Áfram Ísland!!!

Ég setti inn nokkrar myndir frá 25 ára fermingarafmælinu. Sumar voru ekki nógu skýrar..... Halo  en ég bæti kannski fleirum við seinna. Ég hélt smá partý í kvöld með Dóru vinkonu. Bauð henni í kjúlla, fransar og salat. Fengum okkur ís í eftirrétt og horfðum á Eurovision með krökkunum. Þegar við komumst áfram fengu krakkarnir kast og görguðu Áfram Ísland í hálftíma eða svo.... he he he. Mikil stemming en ég hefði viljað sjá Hvíta Rússland og Austurríki komast áfram. Hvað var annars málið með Portúgal.....??? Þvílík hörmung... he heLoL  Á laugardaginn verður líklega svaka partý þar sem Waleska, Ægir og Nanna frænka hennar verða hjá okkur og við verðum þá 7 að fylgjast með. Ætlunin er að grilla eitthvað gott me me í kvöldmatinn og það verður líklega heimtað að "pabbi" geri það. Það er í lagi mín vegna, fæ mér bara bjór á pallinum og horfi á rassinn á honum..... úllalla.....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband