Snilldarveður

Í dag skín sólin og allir eru brosandi út að eyrum. Ég bauð nemendum mínum áðan heim í "bröns" í staðinn fyrir að sitja inni í skóla og reyna að finna eitthvað til að gera þessar síðustu mínútur. Ég bauð þeim upp á veitingar og frostpinna í eftirrétt sem féll í góðan jarðveg. Krakkarnir fóru síðan sumir upp á róló, eða í körfu, sátu á pallinum, spiluðu á hljómborðið hennar Ölmu eða léku sér að dótinu hennar. Rennibrautin á rúmminu var vinsæl og ekki síður dúkkuhornið uppi á lofti. Þar voru á tímabili Alma, 4 stelpur og 2 strákar!!!! he he he Grin . Ég skellti mér svo aftur í vinnuna til að klára að ganga frá einkunnum fyrir skólaslitin á föstudaginn. Ég á bara smá eftir og þá ætla ég að fara heim og liggja aðeins sólbaði en koma bara aftur seinnipartinn þegar fer að kólna og klára þá Cool . Þetta er meginkosturinn við að kenna, eftir að kennslu lýkur á daginn þá getur maður stundum fært vinnuna aðeins til. Það er að vísu ekki alltaf hægt en í þessu tilfelli get ég það... jibbí.... Talandi um annað. Kíkið endilega inn á fermingarafmælissíðuna og skoðið nýju myndirnar sem Kristín (hin .... ekki ég.... ) setti inn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

mikið er örugglega gaman að vera nemandi sem fær að fara í bröns

Margrét M, 28.5.2008 kl. 15:22

2 identicon

Vildi að ég væri nemandi þinn Stína mín Knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband