Jarðskjálftinn fyrir sunnan

Mikið er ég fegin að það urðu ekki alvarleg meiðsl á fólki. Við getum þakkað fyrir Íslendingar að hafa efni á að byggja sterkbyggð hús því svona stór skjálfti hefði valdið mun meiri skaða á mörgum öðrum stöðum í heiminum þar sem fólk hefur ekki tök á góðu húsnæði. Ég fann mikið til með konunni sem lenti í því að sonur hennar var lokaður inn í húsinu en hún fyrir utan. Ég hefði fríkað út, sérstaklega á meðan ég væri að komast að því hvort barnið væri óhult. Aumingja barnið einnig að geta ekki hlaupið beint í fangið á mömmu eða einhverjum öðrum fullorðnum. Ég vona bara að eftirskjálftarnir ríði yfir sem fyrst svo fólk geti farið að anda rólega. Maður átti eiginlega ekki von á öðrum svona sterkum skjálfta svona stuttu eftir Suðurlandsskjálftann sumarið 2000 þannig að þegar ég heyrði fréttirnar í útvarpinu í gær hélt ég fyrst að mér hefði misheyrst eða það væri verið að fjalla um eitthvað gamalt. Það þekkja sennilega flestir Íslendingar einhverja sem eiga heima á þessu svæði og hugsanir okkar eru með ykkur öllu. Vonandi fáið þið tjón ykkar metið og ég vona að það verði ekki frekari meiðsli á fólki.
mbl.is 28 slösuðust í skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband