18.6.2008 | 14:23
Kuldagallaveður á 17. júní
16.6.2008 | 18:14
Annar ísbjörn!!!
Ég fékk nú bara hroll þegar ég frétti að það væri ísbjörn á Hrauni á Skaga. Tengdaforeldrar mínir búa á næsta bæ og í gær vorum við þar í heimsókn ásamt elstu dóttur hans Sigga, manni hennar og tveimur barnabörnum. Krakkarnir voru í marga klukkutíma að leika sér við að sulla í læknum sem staðsettur er aðeins örfáa metra frá sjónum!!!! Ég hefði ekki viljað fá kvikindið í land þar í gær þegar þau voru úti að leika. Maður þakkar bara sínum sæla fyrir að allir á Hrauni eru komnir inn og í öruggt skjól. Ég frétti af því fyrr í dag að þau horfðu á hann út um gluggann. Þá lá hann í einhverju barði rétt við bæinn og hafði það notalegt. Núna er hann hinsvegar á góðri leið með að eyðileggja fyrir fólkinu æðarvarpið sem er búið að byggja þarna upp síðustu árin. Ég væri líklega frekar pirruð ef ég væri í sporum Steina og Merritar núna. Það hlýtur að vera fúllt að horfa upp á kvikindið eyðileggja margra ára uppbyggingarstarf og mega svo ekki fara út að skjóta....
Allavegana... ég var að stússast í dag. Þurfti að fara á milljón staði sirka bát og mikið var ég glöð að eiga ekki heima í Reykjavík því eins og allir vita tekur óheyrilegan tíma að fara á nokkra staði þar. Ég tók þetta hinsvegar í nefnið á sirka þremur tímum og á þeim tíma kom ég miklu í verk. Ég fór líka að skoða hvað við hjónin ættum af stuttbuxum og suðrænum flíkum og kom þá í ljós að eiginmaðurinn á einar stuttbuxur (sem ég held að passi) og 3-4 boli sem eru sennilega of litlir!!! he he he Það er því nokkuð ljóst að annað hvort þarf ég að finna nektarbaðströnd þarna úti eða kaupa eitthvað á kallinn.... Spurning hvort væri skemmtilegra! Sennilega búðarferð þar sem krakkinn er með í för og nektarströndin kannski ekki alveg við hennar hæfi. Við förum svo suður á fimmtudaginn og verðum þar þangað til við förum út. Gerðum góðan díl við nágrannana... þið passið fyrir okkur húsið og svo pössum við ykkar. Mæli með nágrannagæslu þegar fólk fer í sumarfrí svo vondu kallarnir komi ekki og hreinsi allt út.
15.6.2008 | 12:33
Ein steikt!
13.6.2008 | 14:06
Smá könnun um sjálfa mig
1. Ertu skírður í höfuðið á einhverjum?
Já Kristínu móðurömmu minni og Guðbjörgu móður hennar.
2. Hvenær fórstu síðast að gráta?
Fyrir nokkrum dögum í samskiptum við hana dóttur mína.. ... J
3. Finnst þér þú skrifa vel?
Já já alveg ágætlega en sjálfsagt hægt að gera betur þar eins og annars staðar.
4. Áttu börn? Ef já, hve mörg?
Ég á eina dóttur, eina fósturdóttur og tvær skádætur og nokkuð af öðru tengdu liði. Meira að segja 4 skáömmu börn... he he
5. Ef þú værir einhver annar en þ ú ert, værirðu vinur þinn?
Alveg fáránleg spurning því það færi líklega eftir því hvernig persóna ég væri hvort mér myndi líka við mig eða ekki.
6. Notarðu kaldhæðni mikið?
Nei ég held ekki en það kemur samt fyrir.
7. Færirðu í teygjustökk?
Kannski uppdópuð svo það eru vist ekki miklar líkur á því.
8. Hvaða morgunmatur er í uppáhaldi hjá þér?
Ég borða oftast Kellogs kornflex um helgar eða HunangsCheerios. Virka dag fæ ég mér hálfan banana heima og svo hrökkbraut með osti og gúrkum eða tómötum og ávaxtabita í eftirrétt.
9. Reimarðu frá þegar þú ferð úr skónum?
Ekki ef ég slepp við það.
10. Telurðu þig andlega sterka?
Já það geri ég. Sumir myndu kannski kalla mig freka eða þrjóska og ég er það líka en sjálfstraust og sjálfsþekking finnst mér vera grunnurinn að andlegum styrk og af því hef ég nóg.
11. Hvernig ís er í uppáhaldi hjá þér?
Mér er eiginlega nokk sama ef það er bara ÍS!!!! Ég elska ís.... ég skal samt viðurkenna að almennt finnst mér mjólkurís betri en rjómaís svo ég er voðalega heppin að geta keypt alla þessa ódýru ísa því þeir eru yfirleitt mjólkurísar. Svo verður að vera sósa, karamellu eða súkkulaði....
12. Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks?
Ætli ég verði ekki að segja heildarsvipurinn. Hvort fólk er snyrtilegt og hugsar um hvernig það lítur út. Hvernig fólk ber sig. Ber það sjálfstraustið utan á sér eða skortir það sjálfstraust. Þannig hlutum tek ég fyrst eftir.
13. Rauður eða bleikur varalitur?
Einu sinni var það rauður varalitur en núna nota ég yfirleitt gloss og þá með rauðum tónum eða út í brúnt.
14. Hvað mislíkar þér mest við sjálfan þig?
Það er svo sem ekkert sérstakt sem ég velti mér uppúr dags daglega og fyrst ég er svona lengi að muna eftir einhverju sérstöku er best að sleppa þessu bara.
15. Hvaða manneskjur saknar þú mest?
Mömmu auðvitað en hún dó fyrir 13 árum. Ég sakna líka afa og ömmu sem eru dáin og þegar ég er hérna fyrir norðan sakna á ég pabba, Friðriks og Sibba að ógleymdum öllum vinum mínum fyrir sunnan. Þið sem fluttuð til útlanda eruð líka á þessum lista J.
16. Hvaða lit af buxum og skóm ertu í núna?
Ég er í hvítum buxum og svörtum inniskóm
17. Hvað var það síðasta sem þú borðaðir?
Pasta í hádegismat og ís í eftirrétt!!
18. Á hvað ertu að hlusta núna?
Allt fyrir ástina með Páli Óskari.
19. Ef þú værir litur, hvaða litur værir þú?
Þetta er gjörsamlega fáránleg spurning en ok....... rauður því ég er svo HOT.... J he he he
20. Hvaða lykt finnst þér best?
Þær eru nokkrar... lyktin af Ölmu og Sigga þegar þau eru nýkomin úr baði, nýslegið gras og lyktin af súkkulaði þegar ég er á túr....
21. Við hvern talaðirðu síðast í síma?
Sigga rétt áðan.
22. Uppáhaldsíþrótt sem þú horfir á?
Listdans á skautum, sterkasti maður í heimi J og formúlan
23. Þinn háralitur og augnlitur?
Augnlitur er gráblár og hárið er gangstéttarlitt með ljósum strípum þessa stundina en hefur verið rautt og brúnt.
24. Notarðu linsur?
Nei
25. Uppáhaldsmatur?
Ætli ég verði ekki að segja lambakjöt og ís, sérstaklega grillað með grænmeti á heitum sumardegi.
26. Hryllingsmynd eða góður endir?
Hvorugt... ég vil spennandi myndir með flottum gaurum og er næstum sama hvort þær enda vel eða illa.
27. Síðasta mynd sem þú sást í bíó?
Það mun vera teiknimyndin um Rattatovi eða hvernig sem maður skrifar þetta franska nafn. Þið vitið... rottan sem varð kokkur.... J
28. Knús og kossar eða lengra á fyrsta deiti?
Hef ekki mikla reynslu af deitum sérstaklega þar sem þau tíðkast nú ekki á Íslandi en ég myndi segja að almennt vil ég frekar koss og knús þó hitt kæmi til greina J
29. Uppáhalds eftirréttur?
Fullnæging !!!!!!!!! og svo ís .....
30. Hvaða bók ertu að lesa?
Ég var á bókasafninu í gær og tók þar m.a. bók sem heitir Játningar karlrembu og byrjaði aðeins á henni í gær. Fínt innlegg í jafnréttisumræðuna.
31. Hvað mynd er á músamottunni?
Ha... á að vera mynd á henni??? J Þetta er bleik músamotta með hjörtum sem fylgdi barnamús sem ég keypti handa Ölmu á tölvuráðstefnu sem ég fór á í London fyrir rúmum 2 árum.
32. Á hvað horfðirðu í sjónvarpinu í gær?
Fyrst svaf ég í um hálftíma en þegar ég vaknaði horfði ég á lokaþáttinn um Dr. Jekyll and Mr. Hyde og síðan kom þáttur um C.S. I. Specail unit og svo kíkti ég smá á Jay Leno fyrir háttinn.
33. Rolling Stones eða Bítlarnir?
Báðar úldnar gamlar hljómsveitir sem ég nenni aldrei að hlusta á ótilneydd. Ef ætti að pína mig yrði ég í vandræðum.....
34. Hvað er það lengsta sem þú hefur farið frá Íslandi?
Líklega þegar ég fór til Halifax í Kanada og svo förum við bráðum til Tenerife og það verður líklegast lengst sem ég hef farið.
35. Hverjir eru þínir helstu eiginleikar?
Ég er hreinskilin og heiðarleg og mér finnst erfitt að horfa upp á að öðrum líði illa. Ég er snyrtileg, sjálfstæð, ættrækin og reyni að halda sambandi við vini og ættingja.
36. Hvar fæddistu?
Ég fæddist á Landsspítalanum eins og flestir aðrir en pabbi og mamma bjuggu þá í Hafnarfirði.
37. Hver er ólíklegastur til að svara þessum spurningum?
Friðrik bróðir en hann reyndar kom mér einu sinni á óvart með því að svara J
11.6.2008 | 12:34
Alma týndist!!!!
Það eru komnir nokkrir dagar síðan ég skrifaði hérna en það sem er helst að frétta er að síðasta laugardag fórum við Alma og Marianna á vorhátíð Furukots (leikskólans). Þar voru hestateymingar, pylsupartý og auðvitað allir krakkarnir til að leika við. Þetta var ágætt nema í restina var mér farið að vera aðeins kalt því ég lét "lúkkið" ráða ferðinni en ekki skynsemina . Gott á mig. Ég kom svo heim og ákvað að skella súkkulaðiköku í ofninn og þið sem hafið smakkað súkkulaðikökuna sem Kristín amma gerði getið byrjað að slefa núna.... he he he he!!! Þetta var um eittleytið og Alma fór að leika við vinkonu sína. Allt gott um það að segja nema um fjögurleytið kemst ég að því að þær hættu að leika saman um hálf þrjú og þá var Alma á leiðinni heim. Mér stóð nú ekki á sama fyrst hún hafði ætlað heim svo ég fór í rúmlega klukkutíma bíltúr að leyta að henni eða hjólinu hennar en hvorugt fannst. Ég fór því heim að hringja í alla vinina og aðra sem mér datt í hug. Siggi var í útreiðartúr þegar þetta var og ég að byrja að hafa áhyggjur. Ekki fannst daman við það og klukkan að nálgast sex. Ég ákvað því að hinkra aðeins og sjá hvort hún væri ekki að leika heima hjá einhverjum nýjum þar sem hún yrði send heim þegar kvöldmaturinn nálgaðist. Klukkan varð rúmlega hálf sjö og ég gat ekki beðið meira heldur hélt aftur af stað að leyta. Fyrst fór ég þó til nágranna okkar og bað þá að kyrrsetja hana ef hún sæist. Þá frétti ég af henni í Háuhlíðinni og hafði hún verið með dökkri stelpu. Ég fer þangað og finn hana ekki en þá hringir Siggi og ég sæki hann í hesthúsin. Við förum aftur í Háuhlíðina og þræðum einnig botnlangana í næstu götum en engin Alma. Þá var klukkan orðin hálf átta og við ákváðum að hringja í lögguna sem setti strax mann í að ganga meðfram Sauðánni en hinn rúntaði um. Mér datt í hug að banka uppá hjá konu sem ég þekki í Háuhlíðinni og athuga hvort þau könnuðust eitthvað við þessa dökku stelpu og vegna upplýsinga frá þeim bankaði ég upp á hjá þremur öðrum þar sem hugsanlega gat verið dökkt barn en ennþá engin Alma. Þá hringir Dóra vinkona og segir mér að Alma hafi komið til hennar því enginn hafði verið heima hjá henni. Við höfðum samt farið á nokkurra mínúta fresti en hún farið á mis við okkur. Það kom í ljós að hún hafði verið að leika við dökka stelpu sem var barnabarn konu í Raftahlíðinni. Hjólið hafði hún teymt inní garð, bakvið girðingu svo við sáum það ekki. Hún hafði farið víða með nýju vinkonunni og m.a. annars farið að leika sér í Litla Skógi en þið sem hafið komið þangað vitið að þar rennur á sem enginn móðir vill að 6 ára barn sé að leika sér nálægt eftirlitslaust. Hún skildi ekkert í öllu þessu veseni, hún var jú ekkert týnd.... fannst henni!!! en lofar að gera þetta ekki aftur. Klukkan var farin að ganga níu þegar hún fannst og maður var orðin verulega órólegur.
Á sunnudaginn fórum við í afmæli til Sigga Lalla þeirra Ingu Láru og Stebba. Þar spjölluðum við og borðuðum góðar kökur í góðu yfirlæti. Alma ætlaði fyrst ekki að vilja fara í svona strákaafmæli en að lokum var svo gaman að hún gleymdi að fara á klósettið og ......... já ....
Í þessari viku er Alma búin að vera á reiðnámskeiði með 6 - 8 ára krökkum. Þau fá að fara ein á bak og fara í útreiðartúra. Hún var svolítið stressuð fyrst en svo var bara rosalega gaman. Hún fer líka í skólagarða og kofabyggð og mætir svo í hádeginu á leikskólann. Þegar hún kemur heim fer hún út að leika og er svo orðin úrvinda á kvöldin enda ekki skrýtið. Við Dóra ákváðum í gær að gista saman og tókum spólur fyrir okkur og krakkana, keyptum namm, snakk og gos og höfðum það ferlega næs. Krakkarnir skemmtu sér ekki síður og voru fljótir að sofna vegna þreytu.
9.6.2008 | 11:31
Þessu fylgja nokkur sannindi!!! he he
Hér er saga einnar sem er nýlega orðin 40 ára:
Þegar ég var 16, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast
kærasta. Þegar ég var orðin 18 eignaðist ég kærasta, en það var engin
ástríða.
Svo ég ákvað að finna mér ástríðufullan náunga með tilfinningu fyrir
lífinu og tilverunni. Á háskólaárunum var ég með ástríðufullum strák,
en hann var of tilfinningasamur. Allt var neyðarástand í hans augum.
Hann grét og hótaði að drepa sig. Ég fann fljótlega að mig vantaði
mann sem væri traustur og jarðbundinn.
Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundinn mann, en hann
var leiðinlegur. Hann var algjörlega útreiknanlegur og varð aldrei
spenntur yfir einu eða neinu. Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að
reyna að finna mér mann sem að væri spennandi.
Þegar ég var 28 fann ég mjög spennandi gaur, en ég gat engan veginn
haldið í við hann. Hann rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi
á sama stað eða verið lengi með sömu áhugamálin. Hann framkvæmdi allt
sem honum datt í hug, hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og
daðraði við allt sem hreyfðist. Hann var skemmtilegur en áttavilltur.
Þannig að ég ákvað að reyna að finna mann með metnað. Þegar ég var
orðin 31 fann ég loksins gáfaðan mann með metnað. Hann var með
fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hann var svo metnaðarfullur að
hann skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með bestu vinkonu minni.
Núna er ég 43 og er að leita að kalli með stórt typpi.
He he he he þetta er bara snilld.... takk Anna Maria fyrir að fá að stela þessum!!!
6.6.2008 | 17:12
Brjálaður hitaskúr
5.6.2008 | 12:24
Nýjar myndir
5.6.2008 | 11:33
Er byrjuð að vinna í bókinni
3.6.2008 | 10:42
Detta mér allar dauðar lýs úr höfði
Ísbjörn við Þverárfjall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |