17.7.2008 | 09:31
Ættarmót um helgina
16.7.2008 | 15:12
Heim í heiðardalinn....
Boy ohhh boy hvað það er hrikalega gott að koma heim!!!!! Ekki misskilja mig... það var rosalega gaman hjá okkur en við Alma erum búnar að vera í burtu í tæpan mánuð og við möluðum alveg í gærkvöldi þegar við komum heim. Hún átti að fara í dag á námskeið en vildi frekar vera heima og slaka á. Það er greinilegt að hún er þreytt því hún er búin að horfa á DVD (að vísu nýja mynd) og það gerir hún næstum aldrei um miðjan dag á sumrin þegar hún getur verið úti. Núna er Hildur hjá henni og þær liggja uppi í rúmi og borða MM kúlur..... psssshhh ekki segja Siggu Sóley!!!! he he he . Það var margt skemmtilegt sem við gerðum úti. Við fórum til Santa Cruz sem er höfuðborgin á eyjunni. Þar röltum við um miðbæinn og kíktum í HM til að versla. Við fórum einnig í tvo dýragarða. Annar heitir Loro Parque og er hinum megin á eyjunni. Þegar við fórum þangað fórum við hringinn í kringum eyjuna því við fórum um morguninn túristaleiðina sem liggur um fallegt en seinfarið fjalllendi. Þegar við fórum til baka fórum við hraðbrautina sem liggur hinum megin á eynni. Þessi garður var alveg frábær. Það sem stóð upp úr í ferðinni fannst okkur Sigga vera dýrasýningarnar sem við fórum á þarna. Það voru sýningar með háhyrninga, höfrunga og seli. Það var alveg magnað hvað var hægt að láta dýrin gera. Daginn eftir fórum við í annan garð rétt hjá hótelinu sem heitir Jungle Park. Í honum er stílað meira inn á frumskógardýr og þar voru tvær fuglasýningar. Önnur var með páfagauka og aðra minni fugla en hin með erni, fálka, gamma og aðra stærri fugla. Þennan dag fengum við mesta hitann því hann fór í 45 stig!!!!!! Sannkallaður frumskógarhiti og við föttuðum ekki neitt af hverju okkur var svona heitt fyrr en við sáum hitamæli á leiðinni aftur upp á hótel!!!! he he he. Gátum ekki einu sinni sest á seinni sýningunni nema setja fötin okkar á bekkina því þeir hitnuðu svo mikið að það kviknaði næstum í rassinum á okkur..... he he he. Fyrir utan þessar ferðir vorum við að mestu í því að slaka á. Við fórum í sundlaugargarðinn og lékum við Ölmu eða létum okkur fljóta á vindsængum. Það var étið ógrynni af ís og drukkinn slatti af bjór. Við fórum nokkrum sinnum á ströndina og ég varð sjóveik af því að leika mér í öldunum á vindæng!!!! Það var allt í lagi í smá stund en einn daginn var ég á vindsæng í 3-4 tíma og var með sjóriðu það sem eftir var dags!!! he he Við fórum einn daginn á markað í hinum enda bæjarins og gengum svo eftir ströndinni til baka með viðkomu í sjónum og á íssjoppum. Einn af síðustu dögunum ákváðum við að fara í siglingu með eldgömlu sjóræningjaskipi sem heitir Peter Pan. Þetta var 3ja tíma sigling þar sem við stímdum út á sjó og skoðuðum grindhvali og fórum svo í vík eina og þar var sjósund og grillmatur um borð. Þetta var mjög skemmtileg ferð í 98 ára gamalli skútu en ég varð það sjóveik að um kvöldið var ég ennþá með sjóriðu!!!!! Alger landkrabbi og lítið efni í sjómann. Þetta var samt þess virði. Á kvöldin fórum við yfirleitt út að borða, leyfðum Ölmu að fara í leiktæki í nágrenninu, fórum 2x í minigolf á geggjuðum golfvelli, fórum á hótelið á ýmsar sýningar (t.d. snákasýningu og arnarsýningu) og skemmtum okkur bara helv. vel. Ég set inn nokkrar myndir svo þið getið séð hvað við vorum að gera. Kvittið endilega í gestabókina.
11.7.2008 | 10:28
Sol og meiri sol
Vid erum buin ad hafa thad rosalega gott i solinni. Hun er stundum full sterk en eg er tho farin ad venjast henni that mikid ad mer er stundum full kalt a kvoldin!!!! Er ad fara i solbad og aetla svo a strondina seinnipartinn thegar hitinn hefur minnkad adeins. Bidjum ad heilsa ollum. Skal.... !!!!
4.7.2008 | 21:41
Gaman a solarstrond
Nenni ekki ad skrifa lengi med utlendska stafi en vildi bara lata ykkur vita ad thad er gaman ad sola sig, drekka bjor, fara i dyragard og ut ad borda. Gaman, gaman og meira seinna . Skal!!!!!!
1.7.2008 | 08:34
Tenerife here we come.....
29.6.2008 | 21:17
Bara tveir dagar eftir.....!!!!
27.6.2008 | 09:35
Sólbaðsveður í Keflavík
26.6.2008 | 10:54
Lífið í Keflavík
Við erum búnar að gera hitt og þetta síðustu daga. Í fyrradag tókum við algert letikast og gláptum á DVD í nokkra klukkutíma. Mikið var gott að slaka aðeins á og vera ekki á þessum stöðuga þeytingi. Við skruppum að vísu út í göngutúr með Sigurbjörgu og Kötlu litlu. Alma fékk að keyra vagninn í smá stund og fannst það ekki leiðinlegt. Siggi kom um kvöldmatarleytið og eftir mat skruppum við til Auðar. Þar fyrir utan hitt ég fyrir tilviljun Möggu Rán sem ég hef ekki hitt í nokkur ár og Ásdísi sem var með mér í bekk í grunnskóla. Við spjölluðum aðeins saman og var það mjög skemmtilegt. Auður var hress eins og venjulega. Við Siggi og Sibbi gláptum svo á Die Hard 4 og þið sem þekkið mig vitið hvað mér finnst Bruce Willis flottur gaur.... ohhhh það var ekki leiðinlegt að horfa... !!! he he he Í gær fórum við Alma og skoðuðum nýja húsið hennar Berglindar frænku. Því miður voru krakkarnir ekki heima svo Alma gat ekki leikið við þau en hún kíkti á dótið og það var gaman. Flott hús Berglind, til hamingju . Við skelltum okkur svo í Smáralindina, göngutúr og nesti í Elliðaárdalnum, heimsókn til Nönnu, gleymdum okkur í Just4kids og að lokum fórum við í IKEA. Þegar við komum til Sibba elduðum við kjúklingarétt og svo um kvöldið komu Sigrún og Sif með rauðvín, kex og osta. Mjög notaleg kvöldstund. Á eftir förum við í sund og ætlum að vera lengi lengi lengi í góða veðrinu og svo í kvöld er afmælisgrillveisla fyrir Friðrik Rúnar sem er yngsta krílið hans Friðriks bróðirs. Hann varð 8 ára í vikunni og nú er fjölskyldunni boðið í grill og næsheit. Frábært veður og grill á pallinum hljómar rosalega vel . Yfir og út allir saman!!!!
23.6.2008 | 22:01
Tæknierfiðleikar
22.6.2008 | 19:18