29.7.2008 | 11:54
Nóg að gera
24.7.2008 | 14:12
Ég á ekki til orð!!
Drukkinn elgur réðist á stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2008 | 10:53
Geggjað veður
Mikið er nú gott þessa dagana að búa fyrir norðan. Hérna er búið að vera rosalega gott veður í gær og dag og spáin fyrir næstu daga er eins. Ég ætla að skreppa í Varmahlíð í sund seinnipartinn og það verður frábært. Það er svo æðisleg sundlaugin þar. Hún er tvískipt, annars vegar köld sundlaug og hinsvegar mátulega heit barnalaug þar sem maður getur dúllað sér allan daginn með krökkunum án þess að frjósa úr kulda og þurfa að fara í heita pottinn reglulega til að hita sig. Hún er svo mátulega heit að það er bara snilld!!!! Þegar við Alma förum þangað notum við oft tækifærið og fáum okkur göngutúr í skógræktinni, leikum okkur á róló og fáum okkur ís. Jæja ætla að halda áfram að vinna svo ég geti með góðri samvisku hætt snemma og farið í sund. Þið hin sem þurfið að hanga í rigningunni fyrir sunnan..... það er að koma helgi.... skellið ykkur í útilegu!!!!! Við verðum á ættarmóti hérna rétt hjá um helgina og ég ætla að gera nákvæmlega ekki neitt!!!!!!
23.7.2008 | 15:42
Hvað er eiginlega málið?
Ég átti ekki til orð yfir þessari frétt. Í fyrsta lagi velti ég fyrir mér hvert samfélagið stefnir þegar við erum farin að verðlauna mótmælendur. Í öðru lagi: hvað hélt maðurinn að myndi vinnast við það að líma sig við einhvern og að lokum fór ég að efast um geðheilsu mannsins þegar ég fór að spá í hvernig hann fór með límið. Hann geymdi það í nærfötunum.... eins gott að umbúðirnar héldu, hefði ekki viljað láta lím leka þarna niður. Nú svo getur það varla verið mjög þægilegt fyrir húðina að láta hana límast við eitthvað. Maðurinn á greinilega eitthvað bágt og ætti kannski að endurskoða þær leiðir sem hann notar til að mótmæla. Ég styð rétt fólks til að mótmæla en stundum finnst mér mótmælendur fara offörum í aðferðum sínum og frekar fá fólk upp á móti sér heldur en að fá það til liðs við málstað sinn sem hlýtur að vera markmið allra mótmælenda.
Límdi sig við forsætisráðherrann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 09:31
Gott að kallinn náðist
Í strætisvagni í dulargervi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2008 | 00:10
Skiptinemar
21.7.2008 | 23:58
18. júlí var merkisdagur
21.7.2008 | 13:52
Snævæl um helgina
Þá er maður komin heim eftir ættarmót og hálf þreyttur eftir þeyting síðustu vikna. Það var mjög gaman um helgina. Flestir komu á föstudagskvöldinu svo þá var fólk að koma sér fyrir en svo plataði ég nokkra í Boccia og Kubb. Það var skemmtilegt en svo var bara verið að spjalla og láta sér líða vel í góðra vina/ættingja hópi. Langt síðan maður hefur séð suma eins og t.d. Steinunni frænku sem kom alla leið frá Kongó í Afríku og geri aðrir betur!!! Litlu börnin á fyrstu ættarmótunum eru orðin fullorðin og komin ný lítil börn og sum "börnin" meira að segja búin að eignast barn eða börn..... úfffff maður fílar sig aðeins gamlan að hugsa um þetta en lítur svo í spegil og sér þá hvað maður er svakalega unglegur og fínn.... he he he he... þýðir ekkert annað en að halda jákvæðninni!! Á laugardeginum var byrjað á minigolfi og tóku margir þátt í því, svo var hádegishlé en eftir það fórum við í útikeilu og svo eftir kaffi var keppt í tilþrifum á trampólíni. Fyrst voru unglingarnir og börnin. Ekkert af fullorðna fólkinu þorði svo ég skellti mér og skoraði á hina og fyrir rest voru nokkrir sem prófuðu. Sá elsti sem fór var Pétur bróðir pabba sem er að nálgast 60. Hann er samt eins og hinir krakkarnir og klifrar upp í rjáfur á partýtjöldum, rúllar sér í kollhnísum og stekkur heljarstökk. Ég bíð eftir að hann fljúgi burt eins og Pétur Pan!!! Ég skipti svo liðinu í 4 hópa og gaf þeim 10 mínútur til að koma með atriði á kvöldvöku. Það voru veitt verðlaun fyrir keppnir dagsins og svo var djúsað, sungið og djammað fram eftir nóttu. Bara gaman. Í gær var fólk bara að taka saman í rólegheitum og við skelltum okkur í sund í Borgarnesi á leiðinni heim. Það eina sem skyggði aðeins á helgina var að við lentum í veseni við Seglagerðina Ægi. Við leigðum hjá þeim partýtjald og þegar það var tekið úr bílnum hjá pabba kom í ljós að hælana vantaði. Var þá hringt í hina og þessa og meðal annars framkvæmdastjórann. Til að gera langa og leiðinlega sögu styttri þá fengum við ekki hæla fyrr en seint á laugardeginum og tjaldið komst upp um 6 leytið. Við fengum þó verulegan afslátt á leigunni enda hefði annað verið fáránlegt. Til að bæta um betur var það svo bæði rifið, blautt og skítugt þegar við fengum það. Ég mæli með því ef þið ætlið að leigja svona græju að tékka vel á að allt sé með þegar þið fáið þetta í hendurnar.
18.7.2008 | 09:12
Klikkað lið
Reyndi að opna flugvélahurð í lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2008 | 08:51