Nýtt lag frá Leoncie......

Já flest dettur henni í hug að gera

 

http://www.youtube.com/watch?v=7AJpfwvIez8

 


Allir að taka skiptinema

Þá eru bara 5 dagar þar til Elina frá Helsinki Finnlandi kemur til okkar og verður hluti af fjölskyldunni. Hún er skiptinemi og ætlar að vera hjá okkur næstu 10 mánuði. Alma (6 ára) hlakkar mikið til enda hefur hún ágæta reynslu af því að hafa skiptinema. Þetta er þriðji skiptineminn sem við tökum og mælum við eindregið með þessu. Fyrst kom til okkar stelpa frá Venesúela og svo tókum við okkur árs pásu en síðasta vetur var stelpa frá Þýskalandi á heimilinu. Ég veit að það eru ennþá nokkrir krakkar sem koma núna um helgina sem eiga eftir að fá fjölskyld svo ef einhver er að spá þá skuluð þið endilega hafa samband við AFS. Þið munið líklega ekki sjá eftir því. Það er ekki nauðsynlegt að vera kjarnafjölskylda, hafa stórt hús og heita máltíð í hvert mál. það er ekki heldur nauðsynlegt að vera með einhverja skemmtidagskrá fyrir skiptinemann heldur á hann að taka þátt í daglegu lífi á Íslandi og kynnast þannig nýrri menningu. Núna er bara að taka til í aukaherberginu og opna heimilið fyrir frábærri reynslu LoL

Frábær helgi liðin að lokum

Ég mætti fyrsta dag haustsins í skólann á föstudaginn og það var gaman að hitta alla aftur, sólbrúna og sæta eftir sumarfríið. Ég dreif mig svo heim seinnipartinn, skellti í eina skúffuköku, gekk frá fjalli af þvotti og þreif húsið frá toppi til táar því Friðrik bróðir var á leiðinni með allt liðið sitt. Hann á konu og þrjá stráka, 19 ára, 14 og 8 ára. Ég grillaði fyrir þau folaldakjöt og því voru gerð góð skil. Við sátum svo og spjölluðum fram eftir kvöldi og komum þessum elsta á rúntinn með stelpu sem ég þekki hérna á Króknum. Á laugardaginn fórum við á Kántrýhátíð á Skagaströnd. Þar byrjaði Jón Stefán á að reyna að veiða eitthvað en veiddi bara hafnargróður!!!!!! he he he he Við röltum um bæinn, settumst fyrir utan Bjarmanes (kaffihús niður við sjó) og þar komu gítarlistamenn og spiluðu fyrir okkur. Við settumst á grasbala og horfðum á krakkana leika sér í hoppuköstulum og fórum svo upp að klettaborg í útjaðri bæjarins og borðuðum nesti. Svo var rölt upp að útsýnisskýfu sem var þar og svo lágum við á meltunni í brekkunni og höfðum það verulega næs. Hitinn var 18 gráður og þó sólin skini ekki var alveg logn og mannlífið einhvernveginn rólegt eftir því. Næst var kominn tímí til að kíkja í kaffi hjá Sigrúnu og Sigga í Breiðabliki. Sigrún er af næsta bæ við þann sem Siggi ólst upp við og þau léku sér saman í æsku. Dóttir hennar er síðan vinkona mín... he he he. Við hittum margar sem við þekktum og skemmtum okkur vel. Um kvöldið var borðað lambakjet með grænum baunum og þurfti að ýta Friðriki út í hjólbörum því hann var orðinn svo saddur..... he he smá ýkjur :) en ekki miklar!!!! Við gláptum á sjónvarpið og spjölluðum fram eftir kvöldi. Í dag fórum við í sund í Varmahlíð og borðuðum svo nesti í skógræktinni fyrir ofan sundlaugina. Á eftir fengum við okkur auðvitð ís í eftirréttt og slöppuðum af. Þegar við komum heim flatmöguðum við á pallinum og þau fóru svo af stað rúmlega fimm og þá fórum við Alma að þrífa vinnubílinn hans Sigga. Málið er að hann þarf að nota hann næstu 5 daga í hestaferð til að draga fellíhýsið og keyra með farangur fyrir nokkra hestamenn og konur sem eru núna í truntutúr fyrir Skaga og inn Svartárdal og niður í Mæifellsrétt. Ég samþykkti bílaskiptin með því skilyrði að Siggi myndi þrífa vinnubílinn (held hann hafi aldrei verið þrifinn að innan síðan við fengum hann fyrir rúmu ári......) en hann gleymdi því auðvitað svo ég gat ekki látið sjá mig á þessu braki nema þrífa það aðeins!!! Núna slaka ég á og hlakka til að fá skiptinemann næstu helgi. Kannski skrepp ég suður að sækja hana, hver veit!!!!!

Alltaf gaman á Akureyri

Við mægður komum seinnipartinn á Akureyri og byrjuðum á að leyta uppi Office one til að skila þangað inn einhverjum snepli í von um að vinna flugmiða til London. Þá kom í ljós að þeir voru fluttir í Glerártorg og við þangað. Ég uppgvötaði svo að ég hef greinilega ekki komið þangað mjög lengi því búið var að breyta þar mjög miklu. Rúmfatalagerinn er kominn á annan stað og fullt af nýjum búðum í stækkuninni sem hafði líka farið fram hjá mér FootinMouth . Þetta er orðið miklu flottara og ég sé fram á að þegar maður fer að kaupa jólagjafir verði fínt að geta verslað í "mollinu" he he he.... Alma fékk svo að velja sér eina stílabók í A4 með fígúrum (samkvæmt bókalista átti hún að koma með eina þannig í skólann). Hún valdi sér rosalega flotta stílabók með Littlest Pet Shop fígúrum framaná enda er það flottast þegar maður er 6 ára stelpa!!!!  Við fórum svo í Kjarnaskóg og lékum okkur og röltum um skóginn og fengum okkur svo nesti. Það var mjög skemmtilegt enda hægur vindur og milt veður. Við fórum svo í jólahúsið og skelltum okkur að lokum í sund. Alma er rosalega montin því hún er farin að sleppa kútum oftast nær og fer meira að segja í stóru rennibrautina án þeirra. Hún getur synt nokkra metra í einu án þess að setja fæturnar í botninn og er agalega ánægð með sjálfa sig. Hana vantar bara herslumuninn í að vera búin að læra að synda. Hún kafar t.d. langar leiðir ef hún er með sundgleraugu og fer létt með það. Það er aðeins erfiðara að halda hausnum uppúr vatninu W00t . Það var þreytt lítil stúlka sem sofnaði í bílnum á leiðinni heim eftir að hafa fengið pulsu í kvöldmatinn!!!!!

Akureyri

Við mæðgur ætlum að skreppa á Akureyri núna seinnipartinn og ég var að klára að smyrja nesti. Það er nefnilega svo miklu skemmtilegra (að ég tali nú ekki um ódýrara!!!!) að taka með sér nesti og borða það svo bara í Kjarnaskógi og hafa það notalegt. Við ætlum að fara í göngutúr í skóginum og leika okkur í leiktækjunum. Svo er planið að kíkja í jólahúsið og skella sér í sund. Mig langar líka að fara í skrúðgarðinn og sýna Ölmu falleg blóm og jurtir en við sjáum til hvað við komumst yfir að gera margt. Þetta verður örugglega mjög skemmtilegt hjá okkur og ég læt ykkur vita á morgun hvernig var.

Ha ha við unnum Þjóðverja!!!!

Jæja Marianna..... við unnum ykkur... ligga ligga lái.... Tounge . Í dag fórum við í berjamó og týndum helling af bláberjum í dollu. Ég keypti svo vanilluskyr og rjóma og það verður kvöldmaturinn í dag. Nammi namm .... mikið hlakka ég til. Ég er að spá í að drífa mig út í kvöld og bera viðarvörn á pallinn því það er svo gott veður en ég veit ekki alveg hvort ég nenni því. Það kemur í ljós. Á morgun ætlum við mæðgur að skella okkur á Akureyri um hádegi og vera eitthvað fram eftir degi. Það verður örugglega gaman. Bið að heilsa í bili.

Arg....

Alltof gott veður til að sitja inni og vinna en ég má til.... arg, garg, óp og öskur, vein og læti... !!!!! Angry  Ætla út í berjamó á eftir með Ölmu og svo er planið að bera á pallinn seinnipartinn eða í kvöld. Maður verður að nota góða veðrið þegar það kemur.

Ný vika og nóg að gera

Þá eru fiskidagarnir búnir og við skemmtum okkur mjög vel. Það eina sem hefði mátt vera öðruvísi var að Siggi var ekki búinn að vinna fyrr en seint á föstudeginum svo við vorum ekki búin að koma okkur fyrir fyrr en um hálf eitt um nóttina. Það stoppaði okkur þó ekki í því að kíka í súpu í eitt hús, svona aðeins til að fíla stemminguna. Þar var spilað og sungið og bragðgóð súpa í boði. Á laugardeginum fórum við í sund og skelltum okkur svo niður í bæ að smakka á kræsingunum. Það var heill hellingur í boði og við smökkuðum lang flest. Það voru vissulega nokkrar biðraðir en við létum það ekki á okkur fá og skiptumst bara á að sinna Ölmu og fara í biðraðir. Það gekk ágætlega. Um kvöldið grilluðum við og fórum svo á rúntinn inn í Svarfaðardal en þangað hafði ég aldrei komið. Það undraði okkur hve reisulegir og snyrtilegir bæirnir voru allir saman. Seinna um kvöldið var svo bryggjusöngur sem mér fannst frekar glataður því í fyrsta lagi var forsöngvarinn falskur (þegar ég heyri það er það slæmt.....), í öðru lagi voru sum lögin þannig að fólk kunni ekki textana við þau og í þriðja lagi eru þetta fiskidagar og mér hefði þótt eðlilegast að syngja lög eins og Þegar Stebbi fór á sjóinn og þannig lög. Bara smá röfl í mér en annars var flugeldasýning á eftir sem var sú flottasta sem ég hef séð. Það var svo flott litasamsetningin og svo skutu þeir upp flugeldum af sjónum. Hef aldrei séð það áður og fullt af flugeldum sem maður hefur ekki séð fyrr. Við fórum svo á Akureyri og skelltum okkur í sund og Bónus á heimleiðinni. Fín helgi að baki og nú er bara alvaran tekin við aftur.

Fiskidagar á Dalvík

Þá er enn ein helgin komin og nú ætlum við að skella okkur á fiskidaga á Dalvík. Við erum búin að vera á leiðinni þangað nokkuð lengi en nú er loksins komið að því. Það var ekki neinn smá léttir í gærkvöldi að skila símanum á gistiheimilinu. Hann hringir stanslaust þessa dagana vegna fólks sem ætlar á Króksmótið en hefur ekki haft fyrirhyggju með að leyta sér að gistingu. Öll herbergi voru uppbókuð fyrir mörgum vikum en fólk er að hringja nokkrum dögum áður í tonnavís. Síðustu 4-5 daga hringdu líklega um 20 manns á sólarhring svo ég hefði getað fyllt mörg svona gistiheimili. Ég er að nota tækifærið í dag og halda áfram með bókina og ætla að gera það núna þar til ég byrja að kenna. Það er nú bara vika þangaðtil svo þetta verður fljótt að líða. Auðvitað ætti maður bara að liggja í leti og slaka á og kannski geri ég það eitthvað með ef vel viðrar til sólbaða. Það má þá líka alltaf skrifa á kvöldin í staðinn.

Mikligarður og húsaleiga um helgina

Komið sæl og blessuð kæru vinir og aðrir flakkarar. Ég er búin að vera að leysa Selmu af á Gistiheimilinu Miklagarði á Sauðárkróki og það er búið að vera vægast sagt geðveikt að gera hjá mér. Ritgerð um það síðar. Er núna á leiðinni með Ölmu í búningaafmæli og er hún klædd eins og sjóræningi, bara flott. Ætlum svo um helgina að skreppa á fiskidaga á Dalvík og mikið verður gott að slaka aðeins á eftir þessa vinnutörn, svona áður en alvöru vinnan mín byrjar Wink . Um helgina er Króksmótið í fótbolta og það eru margir sem verða á Króknum um helgina. Ég er mikið að spá í að leigja húsið mitt á meðan ég fer í burtu því ég veit að það eru margir ansi seinir að redda sér húsnæði og nenna ekki að vera í tjaldi um helgina. Ég sé til ef ég dett ofan á eitthvað gott fólk. Meira seinna gæskurnar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband