Komin aftur í körfuboltann og ætla vestur um helgina!!

Ég mætti á fyrstu körfuboltaæfingu vetrarins í gær og það gekk bara vel. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er ég ekki að fara að æfa með meistaraflokki eða að taka þátt í Evrópumeistaramótinu en ég veit að þið bjuggust öll við því miðað við þann stórkostlega árangur sem ég hef náð síðustu árin á þessu sviði..... lol.... hrossahlátur......!!

Nei það væri synd að segja að ég brillaði sérstaklega í körfunni en það eru örugglega einhverjir til sem eru verri en ég.... (þeir eru að vísu ekki með mér á æfingum!!!!). Ég hef samt gaman af þessu og geri þetta fyrst og fremst til að fá tilbreytingu í hreyfingu og hitta skemmtilegar konur. Alma fékk að fylgjast með æfingunni og það gaf mér tækifæri til að útskýra fyrir henni mikilvægi hreyfingar og að maður þyrfti ekki að vera bestur til að hafa gaman af íþróttinni (hver sem hún væri). Hún er líka ansi óþolinmóð og vill alltaf vera best í öllu um leið svo ég notaði tækifærið og benti henni á að þó ég væri lélegust Blush þá væri það bara allt í lagi og ég gæti ekki orðið betri nema mæta og æfa mig. Hún ætlar að fara á fótboltaæfingar í vetur og það var gott veganesti fyrir hana að fá þennan fyrirlestur. Málið er að hafa gaman af þessu.

1. október byrjar Alma í söngskóla Alexöndru Chernycovu (held ég hafi skrifað þetta rétt en er ekki alveg viss ). Hún verður í hálftíma á viku í tónfræði, hálftíma í "einkakennslu" með einni annarri og það vill svo til að þær hafa þekkst í nokkur ár og eru góðar vinkonur svo það verður bara gaman. Auk þess verður hún í klukkutíma á viku á kóræfingum með stelpum 6 - 9 ára. Hún er mjög spennt enda hefur barnið sungið dag og nótt næstum frá fæðingu.

Ég er svo að fara á kennaraþing á Hvammstanga á föstudaginn. Siggi mætir svo þangað með Ölmu, Elínu og Guðrúnu. Við skellum okkur svo á Hnífsdal að heimsækja Dóru vinkonu og dúllurnar hennar. Það verður þröngt á þingi með 10 manns í lítilli íbúð en þröngt mega sáttir sitja!!!! Við munum auðvitað sötra smá rauðvín og skella okkur aðeins út á lífið ásamt því að skoða okkur aðeins um og sýna Elínu svæðið. Alma og Arna hlakka rosalega til að hittas og leika saman. Þetta verður náttúrlega bara STUÐ!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vantar elinu ekki vini hérna ? ;) Finnst hún vera dáldið ein alltaf..

Ingvar (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Hún segist vera ánægð en það er alltaf erfitt fyrst á meðan þau eru að ná tökum á tungumálinu. Hún er alltaf ein eftir skóla en vonandi lagast það sem fyrst. Í Finnlandi er hún mikið í félagslífinu en það er erfitt að vera mállaus. Hjá flestum skiptinemum eru fyrstu 1-2 mánuðirnir svolítið erfiðir.

Kristín Guðbjörg Snæland, 17.9.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband