Veikindi og vorið

Við mæðgur erum búnar að vera veikar til skiptis í allan febrúar. Fyrst hún, svo ég, svo sló henni niður og sama dag sló mér niður!!!!!! Ég segi nú bara að það er gott að febrúar er að renna sitt skeið á enda Pinch !!! Það er strax komin smá vorhugur í mig því maður er farinn að sjá ljósrönd á himni þegar maður skellir sér í vinnuna á morgnanna og svo er dagsbirtan orðin umtalsvert meiri seinnipartinn. Þetta er alveg að koma og ég, þetta mikla vorbarn sit spennt og stari í blómabeðin og bíð eftir að krókusarnir fari að skjóta upp kollinum. Ásamt björtum morgnum er það að mínu mati skemmtilegasti vorboðinn. Það er svo gaman að sjá náttúruna vakna til lífsins, fara í göngutúra með stelpunni í náttúruna og benda henni á brunhnappa og farfugla. Mhhhhh ég get ekki beðið en fyrst ætla ég á skíði um páskana. Stóra systir ætlar að vera heima og kenna litlu systur á skíði. Ég veit ekki alveg hvor þeirra er spenntari og svo má ekki gleyma skiptinemanum frá Þýskalandi sem hefur aldrei komið á skíði og ætlar að prufa líka. Það eru skemmtilegar vikur framundan og margt til að hlakka til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Ertu komin með skiptimiða frá Þýskalandi ? Aldrei fær maður neitt að frétta?

Jac

Jac Norðquist, 27.2.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Jac Norðquist

Ó svo er eitt sem ég rak augun í !!! Bruttfluttur Keflvíkingur ??? Ég vissi að Keflvíkingar væru Brútal en Brutt-Fluttur hef ég ekki heyrt áður...en mér til afsökunar er ég jú orðinn hálf útlenskur, hafði ekki einusinni heyrt orðið "Afflytja"

Jac

Jac Norðquist, 27.2.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Á ég að trúa því að ég hafi ekki sagt þér frá Mariönnu okkar frá Þýskalandi???? Indæl 17 ára stúlka sem Alma pínir og þrælar út þar sem hún hefur stundum ekki aðra til að leika við!!! Það er gott að hún er barngóð og þolinmóð enda væri hún ábyggilega flúin annars því Alma getur verið frek við hana og heimtar gjarnan athygli frá henni. Hvað varðar bruttfluttir þá þakka ég þér kærlega fyrir að vera með stækkunargler og reka augun í þessa prentvillu sem mér hafði yfirsést.....

Kristín Guðbjörg Snæland, 28.2.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Dóra Maggý

æjæj... ertu nú farin að eldast mín kæra  hehehe... allt beytist með aldrinum og þú átt eftir að gera miklu fleyri villur en þessa  ég er nefnilega ekki byrjuð á því ennþá ( ég er nefnilega svooo ung ) hahaha..... en gaman að þú skulir vera komin á blog.is og vertu velkomin dúllan mín !!!!! þetta er mjög skemmtilegt blogg verð ég að segja,ég hlakka til að lesa meira hér og vertu dugleg að blogga,en taktu samt ekki mið af mér í augnablikinu því ég hef í svo mörgu öðru að snúast en ég kem til með að laga það, LOFA !!!! enívei hafðu það gott og takk fyrir daginn í dag... luvv.....Dóran þín

Dóra Maggý, 29.2.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband