Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
6.8.2008 | 14:43
Mikligarður og húsaleiga um helgina

29.7.2008 | 11:54
Nóg að gera

24.7.2008 | 14:12
Ég á ekki til orð!!
![]() |
Drukkinn elgur réðist á stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2008 | 10:53
Geggjað veður
Mikið er nú gott þessa dagana að búa fyrir norðan. Hérna er búið að vera rosalega gott veður í gær og dag og spáin fyrir næstu daga er eins. Ég ætla að skreppa í Varmahlíð í sund seinnipartinn og það verður frábært. Það er svo æðisleg sundlaugin þar. Hún er tvískipt, annars vegar köld sundlaug og hinsvegar mátulega heit barnalaug þar sem maður getur dúllað sér allan daginn með krökkunum án þess að frjósa úr kulda og þurfa að fara í heita pottinn reglulega til að hita sig. Hún er svo mátulega heit að það er bara snilld!!!! Þegar við Alma förum þangað notum við oft tækifærið og fáum okkur göngutúr í skógræktinni, leikum okkur á róló og fáum okkur ís. Jæja ætla að halda áfram að vinna svo ég geti með góðri samvisku hætt snemma og farið í sund. Þið hin sem þurfið að hanga í rigningunni fyrir sunnan..... það er að koma helgi.... skellið ykkur í útilegu!!!!! Við verðum á ættarmóti hérna rétt hjá um helgina og ég ætla að gera nákvæmlega ekki neitt!!!!!!
22.7.2008 | 00:10
Skiptinemar
21.7.2008 | 23:58
18. júlí var merkisdagur

21.7.2008 | 13:52
Snævæl um helgina
Þá er maður komin heim eftir ættarmót og hálf þreyttur eftir þeyting síðustu vikna. Það var mjög gaman um helgina. Flestir komu á föstudagskvöldinu svo þá var fólk að koma sér fyrir en svo plataði ég nokkra í Boccia og Kubb. Það var skemmtilegt en svo var bara verið að spjalla og láta sér líða vel í góðra vina/ættingja hópi. Langt síðan maður hefur séð suma eins og t.d. Steinunni frænku sem kom alla leið frá Kongó í Afríku og geri aðrir betur!!! Litlu börnin á fyrstu ættarmótunum eru orðin fullorðin og komin ný lítil börn og sum "börnin" meira að segja búin að eignast barn eða börn..... úfffff maður fílar sig aðeins gamlan að hugsa um þetta en lítur svo í spegil og sér þá hvað maður er svakalega unglegur og fínn.... he he he he... þýðir ekkert annað en að halda jákvæðninni!! Á laugardeginum var byrjað á minigolfi og tóku margir þátt í því, svo var hádegishlé en eftir það fórum við í útikeilu og svo eftir kaffi var keppt í tilþrifum á trampólíni. Fyrst voru unglingarnir og börnin. Ekkert af fullorðna fólkinu þorði svo ég skellti mér og skoraði á hina og fyrir rest voru nokkrir sem prófuðu. Sá elsti sem fór var Pétur bróðir pabba sem er að nálgast 60. Hann er samt eins og hinir krakkarnir og klifrar upp í rjáfur á partýtjöldum, rúllar sér í kollhnísum og stekkur heljarstökk. Ég bíð eftir að hann fljúgi burt eins og Pétur Pan!!! Ég skipti svo liðinu í 4 hópa og gaf þeim 10 mínútur til að koma með atriði á kvöldvöku. Það voru veitt verðlaun fyrir keppnir dagsins og svo var djúsað, sungið og djammað fram eftir nóttu. Bara gaman. Í gær var fólk bara að taka saman í rólegheitum og við skelltum okkur í sund í Borgarnesi á leiðinni heim. Það eina sem skyggði aðeins á helgina var að við lentum í veseni við Seglagerðina Ægi. Við leigðum hjá þeim partýtjald og þegar það var tekið úr bílnum hjá pabba kom í ljós að hælana vantaði. Var þá hringt í hina og þessa og meðal annars framkvæmdastjórann. Til að gera langa og leiðinlega sögu styttri þá fengum við ekki hæla fyrr en seint á laugardeginum og tjaldið komst upp um 6 leytið. Við fengum þó verulegan afslátt á leigunni enda hefði annað verið fáránlegt. Til að bæta um betur var það svo bæði rifið, blautt og skítugt þegar við fengum það. Ég mæli með því ef þið ætlið að leigja svona græju að tékka vel á að allt sé með þegar þið fáið þetta í hendurnar.
18.7.2008 | 08:51
Marianna á afmæli í dag.....



17.7.2008 | 09:31
Ættarmót um helgina

16.7.2008 | 15:12
Heim í heiðardalinn....
Boy ohhh boy hvað það er hrikalega gott að koma heim!!!!! Ekki misskilja mig... það var rosalega gaman hjá okkur en við Alma erum búnar að vera í burtu í tæpan mánuð og við möluðum alveg í gærkvöldi þegar við komum heim. Hún átti að fara í dag á námskeið en vildi frekar vera heima og slaka á. Það er greinilegt að hún er þreytt því hún er búin að horfa á DVD (að vísu nýja mynd) og það gerir hún næstum aldrei um miðjan dag á sumrin þegar hún getur verið úti. Núna er Hildur hjá henni og þær liggja uppi í rúmi og borða MM kúlur..... psssshhh ekki segja Siggu Sóley!!!! he he he
. Það var margt skemmtilegt sem við gerðum úti. Við fórum til Santa Cruz sem er höfuðborgin á eyjunni. Þar röltum við um miðbæinn og kíktum í HM til að versla. Við fórum einnig í tvo dýragarða. Annar heitir Loro Parque og er hinum megin á eyjunni. Þegar við fórum þangað fórum við hringinn í kringum eyjuna því við fórum um morguninn túristaleiðina sem liggur um fallegt en seinfarið fjalllendi. Þegar við fórum til baka fórum við hraðbrautina sem liggur hinum megin á eynni. Þessi garður var alveg frábær. Það sem stóð upp úr í ferðinni fannst okkur Sigga vera dýrasýningarnar sem við fórum á þarna. Það voru sýningar með háhyrninga, höfrunga og seli. Það var alveg magnað hvað var hægt að láta dýrin gera. Daginn eftir fórum við í annan garð rétt hjá hótelinu sem heitir Jungle Park. Í honum er stílað meira inn á frumskógardýr og þar voru tvær fuglasýningar. Önnur var með páfagauka og aðra minni fugla en hin með erni, fálka, gamma og aðra stærri fugla. Þennan dag fengum við mesta hitann því hann fór í 45 stig!!!!!! Sannkallaður frumskógarhiti
og við föttuðum ekki neitt af hverju okkur var svona heitt fyrr en við sáum hitamæli á leiðinni aftur upp á hótel!!!! he he he. Gátum ekki einu sinni sest á seinni sýningunni nema setja fötin okkar á bekkina því þeir hitnuðu svo mikið að það kviknaði næstum í rassinum á okkur..... he he he. Fyrir utan þessar ferðir vorum við að mestu í því að slaka á. Við fórum í sundlaugargarðinn og lékum við Ölmu eða létum okkur fljóta á vindsængum. Það var étið ógrynni af ís og drukkinn slatti af bjór. Við fórum nokkrum sinnum á ströndina og ég varð sjóveik af því að leika mér í öldunum á vindæng!!!! Það var allt í lagi í smá stund en einn daginn var ég á vindsæng í 3-4 tíma og var með sjóriðu það sem eftir var dags!!! he he Við fórum einn daginn á markað í hinum enda bæjarins og gengum svo eftir ströndinni til baka með viðkomu í sjónum og á íssjoppum. Einn af síðustu dögunum ákváðum við að fara í siglingu með eldgömlu sjóræningjaskipi sem heitir Peter Pan. Þetta var 3ja tíma sigling þar sem við stímdum út á sjó og skoðuðum grindhvali og fórum svo í vík eina og þar var sjósund og grillmatur um borð. Þetta var mjög skemmtileg ferð í 98 ára gamalli skútu en ég varð það sjóveik að um kvöldið var ég ennþá með sjóriðu!!!!! Alger landkrabbi og lítið efni í sjómann. Þetta var samt þess virði. Á kvöldin fórum við yfirleitt út að borða, leyfðum Ölmu að fara í leiktæki í nágrenninu, fórum 2x í minigolf á geggjuðum golfvelli, fórum á hótelið á ýmsar sýningar (t.d. snákasýningu og arnarsýningu) og skemmtum okkur bara helv. vel. Ég set inn nokkrar myndir svo þið getið séð hvað við vorum að gera. Kvittið endilega í gestabókina.