Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
6.11.2008 | 10:45
Prjónakaffi í gær
3.11.2008 | 08:24
Mamma Mía
29.10.2008 | 13:44
Snjór í Grænuklauf
28.10.2008 | 16:35
Pétur Pan og snjóævintýri
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2008 | 16:20
Alma lærir að lesa
18.10.2008 | 17:37
Nýjar myndir á facebook
Ég var að setja inn nýjar myndir á facebook ef ykkur langar til að kíkja á þær. Slóðin er:
http://www.facebook.com/photos.php?id=1079353242
Þarna eru 4 albúm en það nýjasta heitir Fall of 2008. Það er á "útlensku" svo ættingjar mínir og vinir í útlöndum fatti líka að kíkja á það.
Annars er ég búin að vera í heimilisstörfum í dag en einnig leyfði ég Ölmu, Elínu og frænku Ölmu sem býr í lengjunni að baka jólasmákökur!!! Já þið lásuð þetta rétt..... jólasmákökur!! he he Annars eru þetta engiferkökur sem við elskum öll og bökum stundum þegar eru ekki jól. Allir fengu að smakka og renndu volgum kökunum niður með ískaldri mjólk..... slurp... slef.... tókst mér að láta einhvern fá vatn í munninn........!! :)
12.10.2008 | 16:33
Slátur, gestir, afmæli og fleira
Þá er farið að síga á seinnihluta helgarinnar og maður byrjaður að slaka á. Þórdís og Bjarni komu á föstudaginn þegar við Elina og Alma vorum ennþá að klára sláturgerð. Ég tók tvöfalda uppskrift af blóðmör og einnig af lifrarpylsu og er þegar búin að smakka blóðmörina. Hún bragðaðist dásamlega eins og von var á. Það var mjög fyndið að fylgjast með Elinu hjálpa til því henni fannst þetta frekar ógeðslegt en herti sig upp og hjálpaði helling til.
Á laugardeginum fórum við í fjöruferð með krakkana og leyfðum þeim að sulla í sjónum. Þau léku sér annars saman eins og englar alla helgina. Maður þurfti rétt að gefa þeim að borða öðru hverju og svo ekki meir. Í dag fórum við svo í veislu til ömmu á Mallandi og fengum þar kökur og fleira. Amma fékk voðalega fallega teikningu frá Ölmu og var ánægð með hana.
9.10.2008 | 21:08
Alma veik í dag og ég eiginlega hálf slöpp líka
Þegar Alma vaknaði í dag var henni illt í maganum og lá og kúrði. Hún treysti sér ekki í skólann svo við mæðgur vorum heima. Það kom svo í ljós þegar ég var búin að borða morgunverð að ég var sjálf eitthvað slöpp í maganum. Dagurinn leið því þannig að við reyndum að svelta okkur og áttum þá nokkuð góða tíma. Svo fyrir rest náði hungrið tökum á okkur og við ákváðum að fá okkur að borða... viti menn... örskömmu síðar náði magakvölin tökum á okkur. Ég var nú reyndar ekki svo slæm að ég hefði þurft að vera heima frá vinnu en Alma greyið lagðist fyrir nokkrum sinnum í dag, kúrði, saug puttann og sagðist vera slöpp. Svo á milli vildi hún bara fara út að leika :) he he he
Eins og sönnum kvenmanni sæmir notaði ég tækifærið þar sem ég var heima til að ganga frá þvotti, setja í vél, taka til og þrífa. Auk þess bakaði ég og sinnti stelpuskottinu. Ef karlmaður hefði verið heima með veiku barni er það mín reynsla að í svona 90 % tilvika sitja þeir í sófanum og barnið búið að dreifa dóti út um allt hús, eldhúsið í rúst og ekkert verið þrifið eða tekið til!!!!! Ókey.... ég er að ýkja aðeins en SAMT......!
Það verður gaman um helgina því amma í sveitinni verður 75 ára svo við förum í kaffi á sunnudaginn. Auk þess koma Þórdís (elsta dóttir Sigga), Bjarni og krakkarnir í heimsókn og gista hjá okkur um helgina. Gísli (bróðir Sigga), Gerður og stelpurnar verða svo í íbúð tengdó hérna rétt hjá svo það verður nóg af gestum og boðum um helgina. Alma hlakkar mikið til að fá Sölva (elsta afabarnið) í heimsókn enda eru þau góðir vinir.
7.10.2008 | 16:59
Berum hag barnanna fyrir brjósti og hættum að vola fyrir framan þau!!!!
5.10.2008 | 14:22
Alma fær gleraugu og lepp...
Við fórum á Akureyri á fimmtudag og hittum augnlækni þar. Alma var skoðum miklu betur en áður og að lokum var tekin ákvörðun um að hún fengi gleraugu og ætti að prófa að nota lepp eftir skóla og þá með gleraugunum. Hún valdi rosalega falleg rauð Kello Kitty gleraugu og getur ekki beðið eftir því að fá þau. Við keyptum svo bara venjulegan sjóræningjalepp þar sem hún þarf ekki að nota hann í skólanum. Það er miklu þægilegra að smella honum bara af og á með teygju. Auk þess er það hrikalega kúl að vera sjóræningi..... he he he. Gellan fór á kóræfingu á föstudaginn og sat í fanginu á mér og þorði ekki að syngja. Ég var svo sem ekki mjög hissa. Stelpurnar sem voru mættar voru allar dálítið eldri en hún auk þess sem þær voru að læra nýtt lag og voru með nótnablöð með pínulitlum stöfum sem Alma gat auðvitað ekki lesið. Hún fékk því smá sjokk og þorði engu. Eftir æfinguna töluðum við við Alexöndru og tókum ákvörðun um að sjá bara til hvort hún mætir eða ekki. Það er ein ári eldri en hún sem hún þekkir vel og Alma hélt að hún myndi þora ef hin væri líka. Þetta kemur því allt í ljós. Í gær fórum við svo í sveitina að drepa hrút. Það átti að vísu að drepa tvo en skotin kláruðust. Við Alma fórum svo út í hús að skoða "vígvöllinn" og hún spáði mikið í innyflin. Í gær fórum við líka upp á tún að kíkja á hrossin og gefa þeim brauð. Klárarnir voru brauðinu fegnir þó þeir væru á góðu túni og komu um leið og þeir heyrðu skrjáfa í poka. Við fórum líka í fjöruferð, horfðum á brimið og tíndum kuðunga og fleira skemmtilegt í fjörunni.