Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
27.4.2008 | 10:29
Afmælisveisla Ölmu Karenar
Prinessan varð 6 ára í gær og það var haldið upp á það með pompi og prakt. Þegar mest var voru 13 krakkar og eitthvað af foreldrum svo það var eins gott að við mæðgur vorum búnar að baka helling af góðgæti. Alma var komin í senjorítukjólinn sem afi keypti á Tenerífe snemma um morguninn og setti svo bara upp svuntu þegar hún var að hjálpa mömmu í eldhúsinu. Krakkarnir skemmtu sér hið besta og það kom sér vel að hafa stórt hús í gær. Ekki verra að Alma á eiginlega tvö herbergi því leikloftið er eins og sér herbergi. Þar er allt dúkkudótið, barbídúkkurnar og hægt að elda og leggja á borð og svoleiðis. Þar voru stelpurnar því mikið í mömmó. Svo er nú ekki verra að hafa rennibraut inni og margir notuðu hana. Við höfðum einnig kveikt á dvd í okkar herbergi og þar var vinsælt að setjast smá stund og horfa. Um kvöldið fékk Alma svo að vaka lengi og sofa alla nóttina í mömmu og pabba rúmi enda var þetta nú afmælisdagurinn hennar og allt gert til að dekra hana sem mest. Hún fékk fullt af gjöfum og var mjög ánægð með þær. Við ákváðum að gefa henni pening sem hún ætlar að fara með í Toy´s r us þegar við komum suður til að fara í 25 ára fermingarafmælið í Keflavík. Þá verður farið í stóru dótabúðina (eins og hún kallar hana) og þá á að versla. Hún fékk í aukabónusgjöf að Guðrún stóra systir kom heim um helgina og það er búið að vera mikið knús hjá þeim.
23.4.2008 | 09:27
Flensuleiðindi

21.4.2008 | 15:15
Ífuferð
Jæja þá er helgin búin og það var geggjað stuð. Það skyggði reyndar á gleðina að á miðvikudagskvöldinu veiktist Alma og ég fór með hana til læknis. Það kom í ljós að hún hafði fengið flensuna sem er víst í hámarki núna. Versta var að ég fór sjálf að finna fyrir slappleika þegar leið á daginn svo ég fór og keypti sólhatt og paratabs sem ég bruddu samviskusamlega næstu daga. Ég ákvað að fara í ferðina þó ég væri aðeins slöpp í þeirri von að það yrði ekkert meira en mér varð ekki að þeirri ósk minni. Núna erum við Alma saman heima veikar og ég veikari en hún því það er auðvitað ekki það besta fyrir heilsuna að vera á svona flækingi eins og ég gerði. Á fimmtudagskvöldinu klæddum við okkur upp sem prinsessur og veitt voru búningaverðlaun. Eftir það var Sigga Kára með leðurföndur. Hún kom með risastór lambsskinn sem hún hafði límt sjávarleður á. Við fengum allar mismunandi útfærslur. Ég fékk ólitaðan hlýra og svo fórum við að hanna töskur, skera leðrið og sauma það saman með leðuról. Þetta var hrikalega gaman og flottar töskurnar sem urðu þarna til. Á föstudeginum fengum við leiðsögn um Gása sem er fornleifasvæði rétt norðan við Akureyri. Það var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Á eftir var borðað á tælenskum veitingastað á Akureyri og svo lá leiðin á kynningu í Purity Herbs. Þar fengum við að skoða húsnæði, var sagt frá framleiðslunni og fengum að kaupa með afslætti. Allar keyptum við Unaðsolíu og fleira skemmtilegt!!! Næst fórum við í Hár og heilsu þar sem við dúlluðum okkur í heita pottinum og gufunni á milli þess sem við fengum andlitsmaska og axlanudd. Tvær fóru í lengra nudd og ein í klippingu og næringu. Þetta var ákaflega notalegur dagur og þar sem þetta var afmælisdagurinn minn fékk ég mér bjór með matnum í hádeginu og svo vorum við flestar að sulla í freyðivíni í pottinum. Um kvöldið pöntuðum við bara pizzu og fórum frekar snemma í háttinn þar sem allar voru svo slakar eftir allt dekrið. Á laugardeginum var byrjað á nammibar Hagkaupa og síðan haldið inn á Grenivík. Þar fengum við að skoða harðfiskverkunina Eyjabita og keyptum allar slatta. Síðan var haldið í einhverja þá geggjuðustu ferð sem ég hef farið. Við fórum með snjótroðara upp á topp á Kaldbaki sem er 1174 m yfir sjávarmáli. Það var stundum skuggalega bratt. Þegar við komum upp á toppinn var stoppað í u.þ.b. korter en svo fengum við að fara niður á snjóþotum ef við vildum. Sumir höfðu tekið með sér bretti eða skíði og margir voru líka með Stigasleða en við "kellingarnar" sátum á einföldum snjóþotum sem maður gat rétt svo troðið sér ofaní. Mér leist nú ekki nema svona mátulega á blikuna fyrst til að byrja með því fyrsta brekkan var frekar brött en fjallið var samt þannig að maður þurfti alltaf að ganga öðru hverju að næstu brekku. Þegar ég kom að síðustu brekkunni fékk ég nett sjokk því það var líklega um 80° halli í henni. Það endaði með því að ég tók snjóþotuna og festi bandið á henni á úlnliðinn og renndi mér á rassinum. Þá rann ég á mátulegri ferð fyrir minn smekk. Þetta var alveg geggjað. Nú næst fórum við í Safnasafnið á Svalbarðseyri og svo í bústaðinn að græja okkur fyrir kvöldið. Þá var farið út að borða á La Vita El Bella og svo í leikhús á leikritið Fló á skinni. Það var virkilega skemmtilegt leikrit og ég mæli með því við alla. Þegar við komum heim í bústaðinn var sungið fram á nótt og daginn eftir haskað sér heim.
15.4.2008 | 08:39
Forsetinn í heimsókn og Alma lærir að hjóla

13.4.2008 | 22:18
Ífuskemmtun næstu helgi
11.4.2008 | 15:46
Launapirringur


8.4.2008 | 13:51
Skanna myndir á milljón!

5.4.2008 | 17:50
Fermingarafmæli

3.4.2008 | 22:01
Bílstjórar að pirra vegfarendur

Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2008 | 10:22
Vorið kemur vonandi einhverntímann
