Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Njótum blíðunnar þegar hún gefst

Í dag var snilldarveður. Upp úr eitt var hitinn kominn í 14 gráður og sólin skein svo ég ákvað að taka vinnuna með heim og klára hana í kvöld en nota frekar blíðuna úti. Ég fór og sótti Ölmu í leikskólann og við fórum í Varmahlíð, fengum okkur ís, röltum um skógræktina og skoðuðum náttúruna og skelltum okkur svo í sund í einni bestu laug landsins. Þetta var verulega næs. Eftir sundið vorum við svo svangar að við fórum og fengum okkur pylsu og slökuðum aðeins á. Stelpuskottið var svo þreytt að hún var sofnuð korteri yfir 8 Cool . Á morgun förum við af stað suður og hún gistir hjá Guðrúnu stóru systir og fer með henni í vinnuna á leikskólann á meðan ég hef öðrum hnöppum að hneppa. Þegar ég sæki hana förum við í búðir og skemmtum okkur við að eyða peningum. Um kvöldið gistum við svo hjá Köllu og Jonna en meira um það síðar.

Hvítasunnuhelgin

Mikið er það dásamlegt að vera búin með tvo helgardaga og eiga samt einn eftir......LoL . Foreldrar Mariönnu komu hingað í gærkvöldi og ég var bara nokkuð ánægð með að geta aðeins sprechað deutch... he he he. Það eru að vísu komin 9 ár síðan síðast svo það vantar stundum orð inn á milli og stundum fæ ég Mariönnu til að þýða ef það er eitthvað flóknara sem ég þarf að segja en miðað við aldur og fyrri störf gengur mér bara vel. Við ætlum með þau á hestbak á eftir og í sund í Varmahlíð. Svo verður að sjálfsögðu troðið í þau mat. Það er bráðnauðsynlegt að þau prufi bæði fisk og lamb svo í hádeginu verður steiktur fiskur og í kvöldmat lambalæri. Þau eiga eftir að vella héðan út. Á þriðjudagsmorgun fara þau af stað hringinn og fljúga svo heim næstu helgi. Þetta verður örugglega gaman hjá þeim þó þau séu dálítið snemma á ferðinni. Ölmu semur vel við bróðir hennar sem er 9 ára. Þau leika sér saman og babla bara eitthvað. Mesta furða hvað þau skilja hvort annað.  Við fórum í sveitina á laugardaginn og í gær þurfti auðvitað að baka og taka til en einnig fórum við út að leika við Ölmu. Jæja ætli það sé ekki best að koma sér í föt og koma sér á fætur.

Blóm í vinnuna

Í dag er síðasti formlegi kennsludagur hjá 10. bekk í skólanum hjá okkur. Eftir helgi fara þeir í viku til Danmerkur og svo taka við starfskynningar, skyndihjálparnámskeið og ýmislegt þannig. Síðasta kennsludag er hefð fyrir því að taka á móti starfsmönnum með söng og blómum og er það ákaflega notalegt að mæta fullt af brosandi andlitum á þennan hátt. Það er heldur ekki verra að þegar inn er komið býður manns morgunverðarhlaðborð sem nemendur hafa útbúið og svo fara þeir í 2-3 manna hópum og kenna hinum nemendum skólans í fyrstu 2 kennslustundirnar. Alveg brilliant!!!! Best að fara aðra umferð og gúffa í sig gúmolaðinu!!! Happy

Flott hjá Begga og Pecasi

Svo hommarnir unnu á hæðinni. Ég var að lesa það að ef þeir ynnu ætluðu þeir að fá dætur Pecasar í heimsókn til Íslands. Frábær hugmynd og ég vil bara óska þeim til hamingju. Flott íbúð hjá þeim og litskrúðugir, athyglisverðir persónuleikar sem gaman var að fylgjast með. Ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni.

Léttgeggjaður..... eða ekki!

Nei, eiginlega er ég eiginlega á því að hann sé verulega mikið geggjaður. Æi já ég vissi að þetta væri rangt en samt hélt ég því áfram... Komm on af hverju í ósköpunum gerði hann þetta í upphafi!!!! Mann hefur nú kannski einhverntímann langað til að loka inni óstýrilátan ungling en að framkvæma það og misþyrma síðan í ofanálag til fjölda ára er svo allt annar handleggur. Maðurinn er skrýmsli og á ekkert gott skilið.
mbl.is Fritzl: „Vissi að þetta var rangt af mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá mar... meira húsmæðraorlof!!!!

Sauðburður er skemmtilegt fyrirbæri. Vegna hans fæ ég tveggja sólarhringa húsmæðraorlof frá og með kl. 15 í dag.....LoL . Alma og Marianna ætla með póstbílnum seinnipartinn í sveitina til afa og ömmu að fylgjast með lömbunum fæðast. Við Alma sáum eitt fæðast síðasta sunnudag en Alma vildi endilega fá að fara með Mariönnu í sveitina í dag og fyrst þau voru til í að hafa hana fram á föstudag þegar amma þarf í bæinn þá var tækifærið notað. Ég er að hugsa um að nota tækifærið og fara í ræktina, slappa svo af í ljósum og bjóða mér svo í mat til vinkonu minnar sem er flutningabílsstjóraekkja eins og ég og því borðum við stundum saman á kvöldin. Það er miklu skemmtilegra að elda saman með krakkana en einar í sitthvoru horninu. Ég fer svo á morgun út í sveit eftir vinnu til að hitta konu sem setur á hunangsneglur sem eiga að fara vel með manns eigin neglur. Ég fíla mig betur með gervineglur og eftir að ég átti Ölmu hafa mínar verið glataðar. Eintómt dekur næstu daga... mmmmmm Cool .

Helvítis fokking þokudrusla.......

Mikið hata ég þoku.... !!!! Ég man eftir að það hafi verið þoka tvisvar sinnum í Keflavík öll mín uppvaxtarár en hérna fyrir norðan kemur þetta helvíti reglulega og eyðileggur annars ágæta sólardaga....arg.... garg...óp og öskur!!!!!!!!!!! Maður horfði í gær út um gluggana á sólina og það passaði... hálftíma eftir að ég var búin að vinna var komin þoka !!!!! Ótrúlegur andskoti Angry. Svo þegar maður vaknaði í morgun, spenntur eftir 12 - 15 stiga hitanum sem var búið að spá, sá maður bara helv. þokuna og það var 3 stiga hiti.... Pinch. Er nokkuð skrýtið þó maður þoli þetta fyrirbæri ekki?


Samræmt próf í samfélagsfræði á mánudaginn og nokkrar skammir!

Þá er alveg að koma að því að nemendur mínir taki samræmt próf í samfélagsfræði. Ég vona bara að þeim gangi vel. Ég var með aukatíma áðan og sat með nokkrum gaurum og fór yfir helstu atriði í söguhlutanum. Maður er alltaf aðeins stressaður með krakkagreyjunum þegar samræmdu prófin nálgast en það er að minnsta kosti gott að veðrið er ekki búið að vera neitt ferlega spennandi. Ég man ennþá þegar við Sigurbjörg lágum á stéttinni undir þvottasnúrunum heima hjá henni að læra undir stærðfræðiprófið í glampandi sól og góðu veðri. Hún bjargaði því sem bjargað varð hjá mér því ég var með svo mikla unglingaveiki í 9. bekk (núna 10. bekk) að ég hafði nú ekki lært mikið þann veturinn!!!!!! Í gær fór Alma á sundnámskeið með pabba sínum og var í því að monta sig. Hún sleppti  handkútunum í fyrsta sinn og var bara með mittiskút. Eftir hádegi fórum við niður í reiðhöll þar sem krakkarnir í hestamannafélögunum í Skagafirði voru að fagna lokum vetrarstarfsins. Þeir verða svo með sýningu í reiðhöllinni á laugardaginn og þá ætlum við að fara til að horfa á þau. Við fórum einnig í gær í félagsheimilið Ljósheima þar sem verkalýðsfélögin voru með ókeypis kaffiveitingar, ræðu og skemmtiatriði. Þegar leikatriðin og tónlistaratriðin byrjuðu fór Alma með vinkonu sinn og tveimur öðrum krökkum og settist fyrir framan sviðið. Þegar tvær stelpur spiluðu á fiðlu stóð mín dama upp og stakk puttum í eyrum og hélt höndunum út frá hausnum!!!!!! Ég skammaðist mín nett......... Undecided og það var ekki til að bæta  það að ég þekkti  báðar stelpurnar því önnur er nágranni okkar og hin er dóttir samstarfskonu minnar.... frekar pínlegt!!! Alma fékk kurteisisfyrirlesturinn þegar út í bíl var komið..  he he he Þegar við komum heim fórum við aðeins út í garð og þá tók ég eftir því að hún dóttir mín hafði fundið svartan áberandi (permanent marker) tússpenna úti og ákvað að búa til listaverka á húsvegginn bakvið hús....... Angry Ég varð þokkalega brjáluð og þá kom annar fyrirlestur... he he he

Well er að fara á eftir í "sjæningu", ætla svo út að borða með liðið á Ólafshús í pizzu og svo á ball með Geirmundi.


Geiri gæi á föstudaginn

Þá er komið að því.... Geirmundur kallinn heldur upp á 50 ára tónlistarafmæli sitt næsta föstudag í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og auðvitað mætum við Siggi á það. Tengdó ætla víst að bjóða okkur því þau eru að syngja með Rökkurkórnum og hann tekur líka lagið. Karlakórinn Heimir, Magni og einhverjir fleiri verða þarna líka og allir syngja lög Geirmundar. Á eftir skemmtuninni verður síðan ball og væntanlega dansað fram eftir nóttu. Ég fer í klippingu og strípur sama dag svo maður verður líklega ægilega flottur. Ég var búin að bíða eftir að komast í klippingu og það er auðvitað bara snilld að panta tíma sama dag og maður fer á ball. Á morgun er svo frídagur og þá ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ég reikna með að fara í Reiðhöllina því þar eru krakkar að sýna listir sínar og reiðhjálmar verða gefnir. Ég vonast til að fá hjálm fyrir Ölmu. Svo er kaffi í Ljósheimum í boði verkalýðsfélaganna og einhver skemmtiatriði í boði og við vorum að spá í að kíkja þangað. Bið annars að heilsa og gleðilegan 1. maí.

Ný vinna

Ég sótti um spennandi vinnu fyrir páska og fékk að vita um daginn að ég fengi hana. Þetta er ekki full vinna svo ég mun sinna þessu í sumar og sem aukavinnu framan af næsta vetri. Ég vil ekki segja of mikið ennþá því þegar ég fer suður í 25 ára fermingarafmælið mun ég skrifa undir ráðningarsamning vegna þessa verkefnis. Það sem ég get sagt ykkur er að mig hefur dreymt um að gera þetta lengi og þetta tengist því sem ég gerði í lokaritgerðinni minni í Kennó ef einhver fattar. Ég fæ ágætis aukapeninga fyrir þetta en að vísu er alveg ljóst að ég mun þurfa að vinna fyrir hverri krónu. Við erum samt búin að ákveða að láta ganga frá planinu í haust og helluleggja það en einnig ætlum við að laga baðherbergið. Svo verður hægt að eyða án samviskubits þegar við förum til Tenerífe í sumar. Boy oh boy mikið hlakka ég til þess ..... W00t


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband