Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.5.2008 | 22:15
Njótum blíðunnar þegar hún gefst

12.5.2008 | 07:50
Hvítasunnuhelgin

9.5.2008 | 08:30
Blóm í vinnuna

8.5.2008 | 21:53
Flott hjá Begga og Pecasi
8.5.2008 | 19:55
Léttgeggjaður..... eða ekki!
![]() |
Fritzl: Vissi að þetta var rangt af mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2008 | 11:05
Vá mar... meira húsmæðraorlof!!!!


6.5.2008 | 09:16
Helvítis fokking þokudrusla.......
Mikið hata ég þoku.... !!!! Ég man eftir að það hafi verið þoka tvisvar sinnum í Keflavík öll mín uppvaxtarár en hérna fyrir norðan kemur þetta helvíti reglulega og eyðileggur annars ágæta sólardaga....arg.... garg...óp og öskur!!!!!!!!!!! Maður horfði í gær út um gluggana á sólina og það passaði... hálftíma eftir að ég var búin að vinna var komin þoka !!!!! Ótrúlegur andskoti . Svo þegar maður vaknaði í morgun, spenntur eftir 12 - 15 stiga hitanum sem var búið að spá, sá maður bara helv. þokuna og það var 3 stiga hiti....
. Er nokkuð skrýtið þó maður þoli þetta fyrirbæri ekki?
2.5.2008 | 14:53
Samræmt próf í samfélagsfræði á mánudaginn og nokkrar skammir!
Þá er alveg að koma að því að nemendur mínir taki samræmt próf í samfélagsfræði. Ég vona bara að þeim gangi vel. Ég var með aukatíma áðan og sat með nokkrum gaurum og fór yfir helstu atriði í söguhlutanum. Maður er alltaf aðeins stressaður með krakkagreyjunum þegar samræmdu prófin nálgast en það er að minnsta kosti gott að veðrið er ekki búið að vera neitt ferlega spennandi. Ég man ennþá þegar við Sigurbjörg lágum á stéttinni undir þvottasnúrunum heima hjá henni að læra undir stærðfræðiprófið í glampandi sól og góðu veðri. Hún bjargaði því sem bjargað varð hjá mér því ég var með svo mikla unglingaveiki í 9. bekk (núna 10. bekk) að ég hafði nú ekki lært mikið þann veturinn!!!!!! Í gær fór Alma á sundnámskeið með pabba sínum og var í því að monta sig. Hún sleppti handkútunum í fyrsta sinn og var bara með mittiskút. Eftir hádegi fórum við niður í reiðhöll þar sem krakkarnir í hestamannafélögunum í Skagafirði voru að fagna lokum vetrarstarfsins. Þeir verða svo með sýningu í reiðhöllinni á laugardaginn og þá ætlum við að fara til að horfa á þau. Við fórum einnig í gær í félagsheimilið Ljósheima þar sem verkalýðsfélögin voru með ókeypis kaffiveitingar, ræðu og skemmtiatriði. Þegar leikatriðin og tónlistaratriðin byrjuðu fór Alma með vinkonu sinn og tveimur öðrum krökkum og settist fyrir framan sviðið. Þegar tvær stelpur spiluðu á fiðlu stóð mín dama upp og stakk puttum í eyrum og hélt höndunum út frá hausnum!!!!!! Ég skammaðist mín nett......... og það var ekki til að bæta það að ég þekkti báðar stelpurnar því önnur er nágranni okkar og hin er dóttir samstarfskonu minnar.... frekar pínlegt!!! Alma fékk kurteisisfyrirlesturinn þegar út í bíl var komið.. he he he Þegar við komum heim fórum við aðeins út í garð og þá tók ég eftir því að hún dóttir mín hafði fundið svartan áberandi (permanent marker) tússpenna úti og ákvað að búa til listaverka á húsvegginn bakvið hús.......
Ég varð þokkalega brjáluð og þá kom annar fyrirlestur... he he he
Well er að fara á eftir í "sjæningu", ætla svo út að borða með liðið á Ólafshús í pizzu og svo á ball með Geirmundi.
30.4.2008 | 10:48
Geiri gæi á föstudaginn
28.4.2008 | 15:22
Ný vinna
Ég sótti um spennandi vinnu fyrir páska og fékk að vita um daginn að ég fengi hana. Þetta er ekki full vinna svo ég mun sinna þessu í sumar og sem aukavinnu framan af næsta vetri. Ég vil ekki segja of mikið ennþá því þegar ég fer suður í 25 ára fermingarafmælið mun ég skrifa undir ráðningarsamning vegna þessa verkefnis. Það sem ég get sagt ykkur er að mig hefur dreymt um að gera þetta lengi og þetta tengist því sem ég gerði í lokaritgerðinni minni í Kennó ef einhver fattar. Ég fæ ágætis aukapeninga fyrir þetta en að vísu er alveg ljóst að ég mun þurfa að vinna fyrir hverri krónu. Við erum samt búin að ákveða að láta ganga frá planinu í haust og helluleggja það en einnig ætlum við að laga baðherbergið. Svo verður hægt að eyða án samviskubits þegar við förum til Tenerífe í sumar. Boy oh boy mikið hlakka ég til þess .....