Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Einhverfa og einhverfa

Mér hefur þótt sjónvarpið gera góða hluti undanfarið með umfjöllun sinni um einhverfu því margir vita lítið um hana. Ég held að það sem flestir átti sig ekki á er að einhverfan er mjög misjafnlega alvarleg hjá fólki og því hefur hún mismikil áhrif á líf fólks. Á síðasta ári greindist einstaklingur í minni fjölskyldu með einhverfu og þá fór ég á netið og fleiri staði til að afla mér upplýsinga um einhverfu. Ég vissi svo sem eitt og annað því sem kennari hafði ég kennt einhverfum einstaklingum en ég vissi að þeir voru mjög ólíkir. Það sem kom mér mest á óvart þegar ég fór að kynna mér málið var að um helmingur einhverfra einstaklinga nær ekki góðum tökum á málinu og verður það að teljast ansi mikil fötlun ein og sér. Það að gera sig skiljanlegan er svo stór hluti af lífi okkar að maður á bágt með að setja sig í þau spor að geta lítið átt samskipti við aðra eða kannski bara einhverja sem eru sérþjálfaðir eða vanir samskiptum við mann. Annað sem kom mér á óvart var að tæpur helmingur einhverfra greinist með einhver þroskafrávik þó ég vilji leyfa mér að setja fram þá tilgátu að kannski eigi tjáningarhamlanirnar einhvern þátt þar. Þannig að burtséð frá endurteknum hreyfingum og erfiðleikum sumra einhverfra að mynda tengsl við aðra þá er ljóst að einhverfan getur haft heilmikil áhrif á líf fólks, mismikil, en alltaf þónokkur. Ég fagna því að fleiri sem hafa beðið greiningar fái hana því það er heilmikið hægt að gera fyrir einhverfa til að gera líf þeirra betra ef fagfólk er með í ráðum. Til þess að svo sé þarf hinsvegar greininguna.
mbl.is Einhverf börn greinast loks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlar áhættusæknari eða hvað.......

Það var athygslisvert að lesa þessa grein enda endurspeglar hún umræðu sem verður háværari í samfélaginu eftir sviftingar síðustu vikna. Ég er ekki svo viss um að hlutirnir hefðu farið öðruvísi þó konur hefðu verið við stjórnvölinn í fjármálaheiminum. Þær konur sem sækjast eftir þeim störfum hljóta að eiga eitthvað sameiginlegt með körlunum sem vinna þar. Það er auðvitað möguleiki á að þær hafi samt farið varfærnislegar í áhættufjárfestingar en ég trúi ekki að þær hefðu alveg sleppt þeim. Ég held samt að helsta vandamálið hafi verið hve fáar konur starfa í fjármálaheiminum. Ef þær væru fleiri væri oftar hlustað á skoðanir þeirra og sjónarmið beggja kynjanna yrðu frekar ráðandi. Svarið er ekki að skipta út öllum körlunum og setja konur í staðinn heldur hlýtur að vera best að hafa þetta í jafnvægi. Bæði kynin hafa ákveðna kosti fram að færa og saman erum við ósigrandi :) !!!!!! he he he
mbl.is Baksvið: Karlhormónin og hrun markaðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skil ekki þetta virðingarleysi

Mér finnst með ólíkindum hvað virðingarleysið gagnvart lögreglunni hefur aukist en kannski tengist það aukinni drykkju og fíkniefnaneyslu. Þegar ég hugsa til baka þegar ég var unglingur þá finnst mér eins og flestir hafi sýnt lögreglunni ákveðna virðingu. Það hafa auðvitað alltaf verið svartir sauðir innan um en nú er eins og þeim fari fjölgandi. Annars held ég að virðingarleysi almennt í þjóðfélaginu sé að aukast. Maður heyrir gamla kennara tala um að þeir sjái mikinn mun og virðing fólks fyrir eigum annarra minnkar. Þetta er samfélagslegt mein sem bitnar á m.a. lögreglunni. Manni finnst skrýtið að fólk skuli leyfa sér að koma fram við annað fólk á þennan hátt. Mér finnst í rauninni ekki eðlismunur á lögreglunni eða fjölskyldunni. Myndi þetta sama fólk hrækja á foreldra sína, börn eða systkini????? Af hverju þá að hrækja á lögregluna? Það er líka fólk sem auk þess er bara að sinna vinnunni sinni. Mér finnst þetta algerlega óskiljanlegt hömluleysi að leyfa sér svona framkomu og maður veltir fyrir sér uppeldinu sem þetta fólk hefur fengið. Ég vona bara að það ali ekki eigin börn upp á sama hátt!!!!!!
mbl.is „Ég skal drepa konuna þína!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég styð ljósmæður í baráttu sinni!!!

Ég styð ljósmæður en verð þó að viðurkenna að þær konur sem eru að eiga börnin sín núna eiga samúð mína alla. Það getur ekki verið þægilegt að eignast barn eða eiga von á  barni og þurfa að búa við þá óvissu sem þetta ástand veldur. Það getur heldur ekki verið þægilegt fyrir ljósmæður að þurfa að senda konur heim áður en þær eru tilbúnar til þess. Það langar engan að þurfa að grípa til svona aðgerða en þar sem kvennastéttir á Íslandi hafa alla tíð þurft að berjast fyrir hverri krónu þá er bara ekki annað í boði. ÁFRAM LJÓSMÆÐUR!!!!!!
mbl.is Fæddi og fór strax heim til sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega málið?

Ég átti ekki til orð yfir þessari frétt. Í fyrsta lagi velti ég fyrir mér hvert samfélagið stefnir þegar við erum farin að verðlauna mótmælendur. Í öðru lagi: hvað hélt maðurinn að myndi vinnast við það að líma sig við einhvern og að lokum fór ég að efast um geðheilsu mannsins þegar ég fór að spá í hvernig hann fór með límið. Hann geymdi það í nærfötunum.... eins gott að umbúðirnar héldu, hefði ekki viljað láta lím leka  þarna niður. Nú svo getur það varla verið mjög þægilegt fyrir húðina að láta hana límast við eitthvað. Maðurinn á greinilega eitthvað bágt og ætti kannski að endurskoða þær leiðir sem hann notar til að mótmæla. Ég styð rétt fólks til að mótmæla en stundum finnst mér mótmælendur fara offörum í aðferðum sínum og frekar fá fólk upp á móti sér heldur en að fá það til liðs við málstað sinn sem hlýtur að vera markmið allra mótmælenda.


mbl.is Límdi sig við forsætisráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að kallinn náðist

Alltaf gott þegar stríðsglæpamenn nást. Ég vona að hann fái dóm í samræmi við glæpi sína. Verst hvað margir sleppa við refsingu sem fremja glæpi en þegar maður er að tala um fleiri þúsundir sem hann hefur á samviskunni þá er eins gott að maðurinn fái dóm. Ekki það, ég efa að fjölskyldum fórnarlamba hans líði eitthvað betur en ef svo er þá óska ég þeim til hamingju með að maðurinn er fundinn og að nú sé hægt að fara að rétta yfir honum.
mbl.is Í strætisvagni í dulargervi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta fólk......!!!!

Alveg getur það drepið mig að hlusta á fólk tjá sig í fjölmiðlum um innflytjendur þegar það kallar það ÞETTA FÓLK!!!!! Algengasti frasinn er... já ég hef sko ekkert á móti ÞESSU FÓLKI... og svo hugsar það eða jafnvel segir... bara ef það er einhvers staðar annars staðar en nálægt mér.  Ég veit að sumir sem nota þetta orðalag eru raunverulega ekki á móti innflytjendum en mikið yrði ég glöð ef fólk vandaði mál sitt betur og notaði jákvæðara orðalag. Ég leyfi mér t.d. að stinga upp á orðinu innflytjandi nú eða nýbúi í staðinn fyrir ÞETTA FÓLK sem mér finnst ótrúlega neikvætt orð. Smá pirringsútrás... he he Halo


Frábær hugmynd

Langt síðan ég hef séð jafn jákvæða frétt frá samfélagi Litháa á Íslandi. Frábær hugmynd og ég óska þeim alls hins besta.
mbl.is Litháar á Íslandi stofna félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

500 millur fyrir lóð

Já það væri ekki amalegt að eiga svona eins og 500 milljónir sem ég væri ekki að gera neitt annað við. Þá gæti ég keypt mér lóðina á Arnarnesinu og byggð eins og eina höll.. já eða tvær. Ekki verra að geta haft margra metra heimkeyrslu. Datt einhverjum í hug Dallas eða er það bara ég???? Mér finnst svo sem ágætt að einhver skuli vera svo efnaður að hann hafi efni á þessu en á sama tíma er það sorglegt að bilið á milli fátækra og ríkra á Íslandi hafi aukist svona mikið. Á kennaralaununum mínum væri ég meira en 100 ár að vinna mér inn fyrir lóðinni og það væri með því að borga ekkert annað. Það er komin skýr stéttaskipting á Íslandi í dag. Það eru öryrkjar, atvinnuleysingjar og aðrir slíkir hópar. Svo höfum við almenna launþega hjá ríki og sveitarfélögum. Næst koma þeir sem eru svo heppnir að vinna hjá einkareknum fyrirtækjum og fá yfirborganir og ýmsar sporslur ofan á taxtana. Ekki má gleyma banka og fjárfestingarfólkinu og á toppnum eru síðan fremur fáir en vellauðugir einstaklingar sem af ýmsum ástæðum hafa efnast á uppsveiflunni í íslensku atvinnulífi síðustu ár. Æi hvað maður var nú vitlaus að fara ekki í viðskiptafræði hérna um árið. Þá hefði maður haft möguleika á að vera í efstu tveimur hópunum. En svona er þetta bara. Við sem vinnum með fólk en ekki peninga erum minna virði í augum þeirra sem ráða launum okkar. Ég lifi í útópíu hugsun og vonast til að lifa þann dag þegar þetta breytist en verð að viðurkenna að ég er ekkert sérstaklega bjartsýn á það.


Innflytjendur

Mér eru innflytjendamál nokkuð hugleikin þessa dagana. Ástæðan er m.a. annars sú að í fjölskyldunni er stúlka frá Venesúela og við höfum tekið þátt í því með henni að fylla út pappíra og eiga samskipti við Útlendingastofnun. Það kom mér nokkuð á óvart að það væri jafn flókið fyrir fólk utan Schengen að fá dvalarleyfi á Íslandi og raun ber vitni. Það þarf ógrynni af pappírum og smámunasemin hjá stofnuninni er stundum með ólíkindum. Þess utan er afgreiðslutíminn nokkuð langur og gerðar miklar kröfur til þeirra sem hingað koma. Sem dæmi get ég nefnt að þess er krafist að námsmenn utan Schengen geti framfleytt sér fyrstu önnina í námi án þess að vinna. Þetta eru meiri kröfur en við gerum til íslenskra háskólastúdenta. Flestir vinna þeir með námi en nei við skulum gera meiri kröfur til fátækari landa.... !!! Ótrúlegt. Með þessu er næstum ógjörningur fyrir flesta utan Shcengen að koma til Íslands sem námsmenn því það er svo dýrt að lifa á Íslandi. Erlendir námsmenn fá ekki atvinnuleyfi fyrr en eftir eina önn og þurfa þá að ná 75% námsárangri.

Það er sorglegt hvað umræða um innflytjendur hefur verið á neikvæðum nótum síðustu mánuði. Sérstaklega vegna þess að flestir gera sér grein fyrir því að þetta er hávær minnihlutahópur sem samanstendur að stórum hluta að ungu fólki sem hefur ekki hugsað málið til enda eða hefur hlustað of mikið á foreldra eða aðra sem hafa neikvæðar skoðanir. Flestir þeir sem skoða í alvöru kosti þess og galla að hafa á Íslandi fólk frá mismunandi löndum sjá að þetta fólk auðgar menninguna og gerir mannlífið skrautlegra og skemmtilegra. Innflytjendur eru auk þess EKKI líklegri en aðrir Íslendingar til að brjóta lög og hefur reyndar verið sýnt fram á það í fjölmiðlum að það gagnstæða er rétt. Það er heldur ekki rétt að innflytjendur reyni ekki að læra íslensku. Lang flestir sem á annað borð hafa tækifæri til þess gera það en það tekur einhvern tíma og þá þurfum við að vera þolinmóð og sýna skilning. Við viljum geta farið til útlanda og sest þar að. Við myndum ætlast til þess að fá aðlögunartíma að öðru tungumáli og annarri menningu og eigum að veita þeim sem koma hingað sömu tillitssemi. Áfram alþjóðavætt Ísland!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband