Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Össur og vandræði hans

Ég skil eiginlega ekki hvað manninum gengur til með skrifum sínum um Gísla Martein. Það er örugglega margt hægt að setja út á hann eins og ýmsa aðra en mér hefur aldrei þótt það góður leikur að drulla á ómálefnalegan hátt yfir fólk eins og hann gerir í grein sinni. Mér finnst það vera fólki til vansæmdar að vera með hálfkveðnar vísur og leiðindi út í fólk án þess að hægt sé að svara dónaskapnum af einhverju viti. Hvernig á Gísli Marteinn að geta svarað svona sandkassavitleysu án þess að detta ofan í sama far og Össur. Ef ég væri hann myndi ég segja að þetta væri einfaldlega ekki svara vert og ef Össur ætti eitthvað vantalað við mig gæti hann komið og rætt við undir fjögur augu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband