Komið sæl kæru vinir og gleðilegt sumar

Það er orðið langt síðan ég hef skrifað eitthvað hérna og er það fyrst og fremst tímaleysi en einnig verð ég að viðurkenna að facebook togar meira þegar ég kíki á netið. Við erum annars búin að hafa það mjög gott fjölskyldan. Við Alma héldum upp á afmælið okkar um páskana með kökuboði fyrir gesti og gangandi. Það var mjög fínt. Við gáfum Ölmu nýtt hjól í afmælisgjöf og hún var mjög fúl í rúman mánuð áður.. he he Hún vildi sko sannarlega ekki nýtt hjól. Sagði að það gamla (og alltof litla) væri bara fínt ennþá. Það var samt farið og nýja hjólið stóð á ganginum niðri í veislunni og sú stutta laumaði sér á það öðru hverju en fullvissaði okkur samt um að hún myndi aldrei þora að hjóla á svona stóru hjóli sem þar að auki væri bara með handbremsum og svo allir þessir gírar. Það er skemmst frá að segja að á páskadag fórum við með þá stuttu út í næstu götu (þar sem er engin brekka) og á sirka 10 mínútum var hún búin að læra á hjólið og ná fullu valdi á því. Núna dást jafnaldrarnir að henni og finnst hún svakalega hugrökk að hjóla á þessu stóra hjóli!!!! Hún er svo stór að þau eru öll á minna hjóli. Síðustu helgi var ég svo með afmælispartý sem tókst frábærlega. Saknaði þess að vísu að fá ekki neinn að sunnan en svona er það bara. Ég mun sennilega ekkert frekar fara í þær veislur sem eru þar framundan svo ég skil þau svo sem. Næstu helgi munum við hvort eð er hittast hjá Jónu á Kleppjárnsreykjum í hennar djammi svo þetta er allt í góðu. Í dag fögnuðum við sumri með skrúðgöngu og svo seinnipartinn vorum við á hátíðarhöldum Kaupfélags 'Skagfirðinga. Þetta er víst elsta starfandi fyrirtæki á landinu eða 120 ára. Það voru svo svakaleg ræðuhöld að við gáfumst loks upp á sjá ekkert og heyra lítið og fórum að Minjahúsinu. Þar voru Maddömmurnar að bjóða gestum heitt kakó, bakaðar lummur og skúffukökur. Eftir að hafa hlýjað okkur þar fórum við inn í Svarta húsið og skoðuðum hvað var þar í boði. Við keyptum fullt af glösum merktum Skagafirði og fórum svo að skoða Minjahúsið. Eftir það fórum við aftur í Kaupfélagshátíðarhöldin og skoðuðum nýjar höfuðstöðvar bíladeildarinnar. Stórglæsilegt húsnæði og flottar veitingar. Komum svo heim uppfull af kökum og bakkelsi :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband