Vetrarfríið búið og alvaran tekin við

Við skemmtum okkur vel í vetrarfríinu. Á öskudeginum fórum við Alma og Elína ásamt Dóru, Örnu og Adrían í búðir að syngja og sníkja nammi. Við Dóra höfðum líka mjög gaman af þessu þrátt fyrir að verða ansi þreyttar fyrir rest. Ég lét það samt ekki aftra mér í að fara á skemmtun foreldrafélagsins í íþróttahúsinu með Ölmu að slá köttinn úr tunnunni og fylgjast með söngfuglunum sem skemmtu sér og öðrum. Nennti að vísu ekki að vera allan tímann enda vorum við að frá kl. hálf níu um morguninn fram til hálf fjögur seinnipartinn!!!!! Þá var rosalega gott að setjast upp í sófa, borða nammi og skella mynd í tækið.... he he

Á fimmtudeginum fórum við á Akureyri og byrjuðum á matarboði á Greifanum. Þaðan lá leiðin á skauta, í keilu og svo í sund í Glerárlaug. Kosturinn við hana er að hún er innilaug og ég þorði ekki í útilaug með okkur Ölmu í 8 stiga frosti!!!! Það var komið í 11 gráður þegar við komum uppúr....brrrrrr........

Við fengum okkur svo hamborgara og héldum heim á leið en vorum ekki komin fyrr en um 10 svo  þetta var langur en góður dagur.

Á föstudaginn vorum við latar og gerðum lítið en á laugardaginn fékk Alma vinkonu sína til sín en við Siggi undirbjuggum heimaþorrablót með Dóru, Hallgrími og pabba. Það gekk mjög vel, matur og félagsskapur góður og við sátum og blöðruðum fram til 3 um nóttina. Alma fékk að gista hjá Örnu og það fannst henni rosalega spennandi. Á sunnudeginum var ég að vinna, Siggi kúrði og Alma lék við vin sinn. Allir hálf latir samt. Pabbi hélt snemma heim en hafði held ég bara mjög gaman af því að skella sér norður.

Núna er daglega rútínan byrjðu aftur en þrátt fyrir það er nóg að gera hjá okkur. Meira seinna kæru  vinir......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra Maggý

Takk fyrir frábæran öskudag og frábært þorrblóts kvöld mín kæra... þetta var svo sannarlega blót í lagi vinkona hehehe.... Þorgerður missti af miklu híhíhí... en skilaðu kveðju til pabba þíns.. HANN ER SVOOOO SKEMMTILEGUR !!!!   love you !!!!

Dóra Maggý, 2.3.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir komuna á heimasíduan mína.

Ég er ad selja fyrir adra ...kemur allt frá íslandi.Madur er ordinn svo slappur í höndunum ad ekki er lengur hægt ad prjóna..

kvedja í kotid.KNús

Er ad selja tessar seríur á íslandi líka.Mjög flottar og hægt ad fá í öllum litum.Erum med tær gular nú um påskanna.

Gudrún Hauksdótttir, 9.3.2009 kl. 15:21

3 Smámynd: Þorgerður Eva Þórhallsdóttir

Já ég missti sko á besta partý ever hjá ykkur. Vona að þau verða fleiri á þessu frábæra ári okkur. Við verðum nú að fara að hittast við tækifæri. Ég ætla í ræktina á eftir og kannski í fyrramáli.

Heyri í þér síðar.

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, 9.3.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband