Áramótaheit eða ekki áramótaheit

Það eru komin mörg ár síðan ég setti áramótaheit síðast og ég setti svo sem ekki eitthvað formlegt áramótaheit heldur  núna. Ég ákvað hinsvegar að það væru nokkrir hlutir sem mætti alveg endurskoða öðru hverju. Eitt af því sem ég ákvað að gera er að skammast í ræktina eftir áramót...... Verð að viðurkenna að ég var löt í haust og fór bara nokkrum sinnum en það er mér nauðsynlegt að hreyfa mig til að mér líði vel andlega og til að ég falli ekki aftur í offitu en það ætla ég ekki að láta gerast. Ég finn alltaf hvernig ég fæ meiri orku þegar ég hreyfi mig (Siggi vill meina að ég verði ofvirk ... hehe) og líður á allan hátt betur.

Ég ákvað einnig að rækta betur vini mína því samhliða skorti á hreyfingu hef ég verið dálítið löt að fara í heimsóknir í haust. Það er nú ekki eins og þeir eigi allir heima langt í burtu, ein býr t.d. í næstu götu og ég er c.a. tvær mínútur að rölta þangað. Hef samt farið sjaldan síðustu mánuði og bara af einhverri leti og doða sem ég þarf að rífa mig uppúr.

Mér finnast þetta eiginlega fjári góð markmið fyrir nýtt ár. Rækta líkama og sál. Verð hrikalega fit og skemmtileg þegar fer að líða á árið.... he hehe

Svo ákvað ég að halda áfram að vera dugleg að gera eitthvað skemmtilegt með Ölmu. Við höfum verið duglegar að fara saman í gönguferðir, fjöruferðir, spila og fleira og ég ætla að passa upp á að það breytist ekki. Það er mér mjög mikilvægt að eyða tíma með henni við eitthvað sem við höfum báðar gaman að.

Ég ætla líka að stressa mig minna á ryki, drasli og öðru sem mér finnst ég þurfa að ráða bót á núna strax..... Ég er ferleg með það að ég á erfitt með að slaka á og njóta lífsins fyrr en allt er orðið fínt!!!!! Þvílík della en svona var ég alin upp og það er hægara sagt en gert að breyta þessu. Ég byrjaði þó um jólin því ég nennti ekki að þurrka af og ákvað að sleppa því bara..... vá það var ekkert smá erfitt en vitiði bara hvað.... ég lifði það af (ekki að neinn hafi tekið eftir því þar sem það er yfirleitt ekkert svakalega skítugt heima hjá mér... he he he) og ætla að halda áfram að stíga svona baby steps... :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Gleðilegt ár :)   Ég gerði nú engin áramótaheit  .........  en hló er ég sá hvað þú ert alin upp við he he heh e    ég er líka alin upp við að á laugardögum var mamma alltaf að skúra, þrífa osfrv,,,,,,,,,, ég hef greinilega EKKI erft þetta.............   Mér finst heimilisverk hundleiðinleg     og ef að fólki langar til að heimsækja mig er það VELKOMIР en ef það ætlar að húsið mitt og þolir ekki  ryk eða skúm getur það átt sig  he he he ....................... er reyndar sammála þér ,, maður á að vera duglegri að hitta vini sína ........ ég var duglegri hér áður fyrr en er orðin eitthvað svo værukær hér heima við ??????

Erna Friðriksdóttir, 2.1.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gód markmid hjá tér Kristín mín.Ég hafdi einnig ákvedid tad sama enda aldrey verid eins tung í mínu lífi eins og núna.Vid tökum á tessu. Med brosi á vör.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 06:36

3 Smámynd: Margrét M

áramótaheit er að ná heilsu hjá mér

Margrét M, 5.1.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband