20.11.2008 | 16:30
10 blessanir
Það var skorað á mig að skrifa 10 blessanir í lífi mínu og koma þær hér á eftir. Þær eru ekki raðaðar eftir mikilvægi heldur í hvaða röð þær koma upp í kollinn.
1. Frábæra foreldra sem studdu mig í flestu (skynsömu) sem ég vildi gera.
2. Bræður mína þá Friðrik og Sibba sem eru ákaflega skemmtilegir drengir og við hlæjum og fíflumst alltaf þegar við hittumst.
3. Frábæran eiginmann, Sigurð Leó sem er ákaflega þolinmóður maður. Það er góður eiginleiki þegar við svona óþolinmótt trippi eins og mig er að eiga!!! he he
4. Dásamlega dóttur, Ölmu Kareni sem er skírð í höfuðið á mömmu en hún er látin. Næsta þriðjudag eru komin 14 ár þó það virðist lengra síðan.
5. Fósturdóttur mína hana Guðrúnu sem er að blómstra þessa dagana.
6. Vini sem eru margir og fjölbreyttir og búa dreift um heiminn.
7. Góðan vinnustað þar sem mórallinn er góður og börnin frábær!
8. Góða heilsu að mestu leyti.
9. Heimili sem er friðsamlegur griðarstaður og mér líður vel á.
10. Að eiga heima á Íslandi þrátt fyrir allt því kostirnir eru ennþá fleiri en gallarnir!!!
Ég skora á Bóa, Sibba og Dóru Vestjarðarmær að koma með sínar blessanir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Fallegar blessanir, ég tel að við öll höfum vonandi einhverjar blessanir til að gleðjast yfir :)
Já okkur stóð einmitt til boða að fara á jólahlaðborð með Vörumiðlun en þar sem að ég haga mér alltaf svo illa á slíkum borðu, förum við ekki he he he he................ Nei nei við ákváðum bara að fara ekki. Þó það hefði nú verið gaman til að hitta nú amk þig, bloggvin :)
Er þinn einkamaki ekki bara kallaður Leó ? Þá hefur hann nú drukkið kaffi hjá okkur í mínum húskofa :) fyrir ca ári síðan :)
Kv á þig
Erna Friðriksdóttir, 20.11.2008 kl. 17:30
Kíkti við á síðunni hjá þér. Man eins og gerst hafi í gær kvöldið sem mamma þín dó. þegar við vorum að jólaföndra í Bólstaðahlíðinni. Samt svo langt síðan að það gæti hafa verið í öðru lífi. Hafðu það sem best, kv Ragna
Ragna (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:49
Jú Erna, maðurinn minn heitir Sigurður Leó. Sumir þekkja hann sem Leó en aðrir sem Siggi og meira að segja nokkrir sem Siggi Leó .... he he he Sjálf kalla ég hann Sigga en tala um hann sem Leó við þá sem eru vanir því. Þetta veldur samt stundum nokkrum ruglingi. Verst að þið ætlið ekki að koma á djammið en það nær bara ekki lengra. Við erum boðin í skírn hjá nýjasta barnabarninu hans sömu helgi svo það verður líka gaman.
Já Ragna ég man þetta kvöld líka eins og það hefði gerst í gær. Það var eitthvað sem stoppaði mig í að fara á föndrið svo ég var sem betur fer heima þegar hún dó. Það er orðið ótrúlega langt síðan en ég held minningu hennar lifandi með því að segja dóttur minni frá henni. Bestu kveðjur. Kristín
Kristín Guðbjörg Snæland, 24.11.2008 kl. 09:27
Hæ hæ ! Já þá er þetta örugglega hann Leó enda engin annar hjá Vörumiðlun sem að heitir það :) Ég hefði alveg verið til í að koma á djammið :) en það er nú ekki alltaf hægt sem að mig langar he he he
Oh það verður yndislegt fyrir ykkur að fara í skírnarveisluna :) eru komin mörg barnabörn??
Er mamma þín fyrir stuttu látin ??? Bestu kveðjur á þig vina
Erna Friðriksdóttir, 24.11.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.