17.9.2008 | 15:20
Vetrarrok í gærkvöldi
Mér leið í gærkvöldi eins og það væri komin vetur og það væri stórhríð úti. Í morgun upplifði Alma það sama því þegar hún skreið uppí í morgun sagði hún: mamma, það er alveg eins og það sé vetur úti!!!!!
Alma er annars alveg að verða læs. Ég bað kennarann hennar í dag að senda hana fljótlega heim með léttlestrarbók til að örva hana enn frekar. Hún getur lesið fullt af orðum og er komin með flesta stafina á hreint. Hún er svo montin að það hálfa væri nóg. Ég er eiginlega ennþá montnari af litlu stelpunni minni.
Mér finnst hálf leiðinleg veðurspáin fyrir næstu daga og ég vona bara að maður þurfi ekki að fresta vesturferðinni vegna roks og rigningar. Þetta hlýtur að bjargast!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru yndisleg "kvekjendi" sem við eigum Stína mín ;)
Bestu kveðjur í veturinn á Íslandi
Jac
Jac Norðquist, 18.9.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.