4.9.2008 | 14:02
Tannálfurinn og stríðni í skólanum
Ég má til að segja ykkur litla sögu af dóttur minni. Þannig var að um daginn missti hún tönn og eins og reglur gera ráð fyrir setti hún hana undir koddann fyrir tannálfinn og bjóst auðvitað við miklum fjársjóði daginn eftir. Það lét ekki á sér standa og þegar hún vaknaði lágu nokkrir peningar undir koddanum og tönnin var farin. Stelpuskottið ákvað að setja peningana (án þess að mamman tæki eftir) í litla buddu sem fylgir nýju skólatöskunni og fór með peningana í skólann. Þegar hún kom heim sýndi hún mér langan renning af mjólkurmiðum sem hún hafði keypt fyrir peningana frá tannálfinum......... Henni hafði eitthvað leiðst að bíða eftir því að mamma hennar drifi sig í að kaupa mjólkurmiða (sem mér fannst óþarfi þar sem hún drekkur næstum alltaf bara vatn.....!!!) svo hún notaði tækifærið þegar henni áskotnaðist þessi litli fjársjóður og keypti bara mjólkurmiða sjálf..... he he he he he bara fyndið!!!!
Núna er aðal málið að fá að fara í skólarútunni í skólann og koma með rútunni heim aftur. Henni finnst það alveg hámark flottheitanna að fara með rútu í skólann svo ég neyðist líklega til að kaupa nokkra rútumiða og leyfa henni að prófa. Það getur nú líka stundum komið sér vel fyrir hana að kunna þetta, t.d. ef ég veikist en ekki hún (það er nú reyndar sjaldgæft en hver veit).
Ég varð hálf leið í fyrradag fyrir hennar hönd því það voru 2 stelpur að setja út á fötin hennar í skólanum. Hún var í flottum bleikum kvartbuxum en NEI bleikt er sko leikskólalitur og auk þess fannst þessum ungu dömum buxurnar hennar ekki nógu flottar. Mín dama varð auðvitað sár við bekkjarsysturnar en hún talaði við kennarann í gær sjálf og það var rætt við þessar tvær ungu tískulöggur!!!!! Þetta byrjar snemma.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Innlits kvitt vina. Takk fyrir fallegt komment á færsluna mína Alveg yndisleg viðbrögð sem ég hef fengið við þessari færslu.
Bestu kveðjur
Jac "Boi" Norðquist
Jac Norðquist, 4.9.2008 kl. 20:34
Mér finst nú stelpan þín dugnaðarforkur að hafa sjálf talað við kennarann :) en hver segir að bleikt sé LEIKSKÓLALITUR ? Ég á sjálf bleika peysu :)
Annað,,,, þarf barnið þitt að borga fyrir mjólk og í skólarútunua? Er ekki samfelldurskóladagur þarna á Sauðárkróki með mötuneyti osfrv?
Og ég sem hef hugsað að ég búi í shitt sveitarfélagi :(
Erna Friðriksdóttir, 4.9.2008 kl. 21:13
það er alveg ferlegt hvað það er byrjað snemma að setja út á föt og annað sem krílin eru með í skólanum -- því miður byrjar þetta heima hjá einhverjum og smitar svo út frá sér -- mínar dömur þora ekki að fara klæddar hvernig sem er í skólan af ótta við álit annara .. það virðist vera einhver stéttarskipting í þeirra skóla . það er þá hver er vinsælastur í það og það skiptið
Margrét M, 5.9.2008 kl. 13:23
Ég á líka nokkrar flíkur í bleiku en þetta er auðvitað bara eitthvað sem þeim hefur þótt sniðugt að segja á því augnabliki enda daginn eftir sá ég þær báðar í bleiku.... he he Hvað varðar mjólk og skólarútu þá er 1. - 3. bekkur í sér húsi og er ekki með aðgang að mötuneytinu. Þau taka með sér nesti í morgunmat og geta keypt sér mjólkurmiða eða drukkið vatn. Þau sem eru í gæslu eftir hádegi borða mat í því húsi (mjög góður matur). Skólarútumiði kostar heilar 25 krónur og gildir hver miði 1x. Það er ekki frítt í skólarútuna en flestir fá far í skólann með foreldrum á leið í vinnu. Að sjálfsögðu er svo samfelldur skóladagur í Árskóla og nemendur í 4 - 10 bekk borða í mötuneytinu bæði morgunmat og hádegismat en borga fyrir matinn.
Kristín Guðbjörg Snæland, 5.9.2008 kl. 13:24
Æji elsku kellingin, ég fæ bara sting.... djöf..... byrjar þetta snemma - óþolandi!! Og hvað á það að þýða að setja út á bleikan... það er bara girl power!!!!! Gott hjá henni að tala bara sjálf við kennaran, sýnir mikið þroskamerki, rétt eins og með mjólkurmiðareddinguna, hahahaha, brillian! Kveðja úr Garðabæ :)
Berglind Snæland (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.