Ættarmót um helgina

Er á fullu að þvo þvott, þrífa húsið og undirbúa ættarmót sem verður að Fossatúni í Borgarfirði um helgina. Síðustu 13-14 ár hafa verið haldin 4 ættarmót og þetta er það fimmta. Af þessum er bara eitt sem ég hef ekki komið nálægt skipulagningunni á!!!!! Ég held það sé löngu kominn tími til að einhver annar taki þetta að sér, bæði mín vegna og annarra Wink . Ég hef sagt þetta í síðustu þrjú skipti en þeir sem áttu að sjá um að koma þessu á koppinn bara hreinlega stóðu sig ekki í því!!! Þar sem mér finnst mjög gaman á ættarmótum ákvað ég að ræna völdum svo eitthvað myndi gerast. Ég verð samt að segja að ég efast um að ég geri það aftur. Þetta tekur tíma og ég finn að ég nenni þessu ekki lengur. Kannski breytist það einhverntímann en maður verður að hafa gaman að þessu. Ég hlakka mikið til að hitta alla og vildi að fleiri gætu komið en auðvitað eru alltaf einhverjir sem eru erlendis eða komast ekki af einhverjum öðrum ástæðum. Verð að halda áfram undirbúningnum og sé alla með brosi á vör annað kvöld. Áfram Snævæl!!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ vinkona takk fyrir innlitið, þú hefðir alveg getað tekið með þér kaffi á brúsa og setið fyrir utan íbúðina!!!!!! Þú hittir auðvitað á mína túristadaga, er þetta ekki líkt okkur!!!!! Við gerum betur síðar, ég hætti sem túristi eftir nokkrar vikur og þá lofa ég að vera heima og gefa þér "kaffi"  Knús á ykkur

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband