1.7.2008 | 08:34
Tenerife here we come.....
Þetta er að skella á... núna eru bara tveir og hálfur tími þar til við ætlum að fara upp í flugstöð. Siggi og Alma eru enn sofandi en ég var svo spennt að ég vaknaði fyrir allar aldir...
. Í gær fórum við í sund í Keflavík og Alma montaði sig á sundhæfileikum sínum við pabba sinn og afa. Við fórum svo í Reykjavík þar sem ég hitti Hörpu og Guðrúnu sem eru með mér í saumaklúbbi. Við hittumst reyndar ekki nógu oft þar sem þær eru 3 í Reykjavík, svo ég á Króknum og ein í Skotlandi. Þegar við brottfluttu erum í bænum hóum við í hinar og hittumst og það er alltaf gaman. Það þýðir það reyndar að ég hef ekki hitt Brynju síðan ég flutti norður en maður fréttir svo sem af henni. Ég sendi Siggi á meðan í burtu enda ekki boðið í saumaklúbbinn
. Þegar við komum til Keflavíkur fórum við til Friðriks bróðirs og þar var sameiginleg grillveisla í boði Sibba (klára úr ísskápnum dæmið áður en ég fer til útlanda.... he he) og pabba. Við Anna gerðum salat og opnuðum dósir og Friðrik grillaði með stuðningu Sibba og Sigga. Þetta var ósköp gaman og ég held að allir hafi skemmt sér mjög vel. Við fórum seint en kíktum samt aðeins til Köllu og Jonna á heimleiðinni og tókum pabba með. Núna er svo bara að skella sér í sturtu og loka töskunum. Ég ætla að hitta Ingu Sif og fjölskyldu sem er einnig að fara í sólina uppi í flugstöð og við vinkonurnar ætlum að fá okkur einn kaldan saman í hádeginu.... svona á lífið að vera mar.....
SKÁL!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
skemmtið ykkur vel ... vinnufélagi minn er líklega að fara með sömu vél og þú
Margrét M, 1.7.2008 kl. 10:32
vaááá !!! maður finnur fyrir spenningnum í gegnum skrifin,geggjað en ég heyri í þér áður en að þú flýgur frá okkur mín kæra og góða ferð og góða skemmtun, og mundu allavega einn kaldan fyrir mig íhaaa... síja..knússss.....
Dóra Maggý, 1.7.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.