Sólbaðsveður í Keflavík

Ég á því ekki að venjast að það sé sól og blíða dag eftir dag í Keflavík en þannig er það búið að vera núna í heila viku. Við erum búnar að hafa það gott mæðgurnar og fara í göngutúra, sundferðir og heimsóknir. Í gær grillaði Friðrik ofan í okkur og við sátum úti á palli fram á kvöld. Það var ákaflega notalegt enda pallurinn fallegur og skjólgóður. Ég kíktii líka smá stund á Mundu og klappaði sætasta hvolpi sem ég hef á ævi minni séð. Var að spá í að setja hann í töskuna mína og taka hann með mér heim!!!!! Siggi kom svo um kvöldið og við nutum þess að glápa á imbann en fórum snemma að sofa. Ég er búin að vera að fara seint að sofa flest kvöld enda í heimsóknum eða gestir fram á kvöld hérna. Svo höfum við Sibbi líka verið að glápa á DVD fram á nótt. Fínt að fara að sofa snemma eitt kvöld. Í dag ætla ég að hjálpa Sibba að pakka niður en einnig skella mér í sund í einhverja klukkutíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband