15.6.2008 | 12:33
Ein steikt!
Ég lá í leti í gær og var í sólbaði í 4 klukkutíma. Ég var búin að vera mikið í sundi og úti við en þóttist samt passa mig og setti á mig sólarvörn. .... en Nei það dugði ekki. Ég er eins og kreistur karfi í framan, eins og það er nú getnaðarlegt!!!! he he
Núna er sem betur fer skýjað svo ég get jafnað mig án þess að vera með móral yfir því að vera inni við. Við fengum "afa og ömmu" börnin í heimsókn í gær og þau gistu hjá okkur. Það gekk mjög vel og þegar foreldrarnir koma að sækja þau ætlum við öll að fara í sveitina. Það er langt síðan við fórum og svo þarf Marianna að kveðja. Hún fer heim næsta sunnudag svo það er ekki seinna vænna að byrja að kveðja alla. Við förum svo af stað suður á fimmtudaginn og í brúðkaup á laugardaginn. Friðrik og Anna eru að fara að gifta sig AFTUR. Til Lukke með það
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þrautsegja í þér Stína ! Fjóra klukkutíma í sólbaði... og það á íslandi ? Ég geri bara ráð fyrir að húðin hafi verið svona rauð af kulda... þú mátt bara vera heppin að hafa ekki kalið illilega hehehehehehe
Kveðja
Jac
PS... hér er bara um 20°c og við erum að krókna úr kulda.
Jac Norðquist, 15.6.2008 kl. 21:31
Well það var nú 30° í sólinni á pallinum þó það hafi verið kaldara þar sem ekki var skjól. Mér leið alla vegana ákaflega vel að flatmaga þarna og hlusta á Bylgjunna á milli þess sem ég vaknaði við eigin hrotur..... he he he
Kristín Guðbjörg Snæland, 16.6.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.