Alma týndist!!!!

Það eru komnir nokkrir dagar síðan ég skrifaði hérna en það sem er helst að frétta er að síðasta laugardag fórum við Alma og Marianna á vorhátíð Furukots (leikskólans). Þar voru hestateymingar, pylsupartý og auðvitað allir krakkarnir til að leika við. Þetta var ágætt nema í restina var mér farið að vera aðeins kalt því ég lét "lúkkið" ráða ferðinni en ekki skynsemina Woundering. Gott á mig. Ég kom svo heim og ákvað að skella súkkulaðiköku í ofninn og þið sem hafið smakkað súkkulaðikökuna sem Kristín amma gerði getið byrjað að slefa núna.... he he he he!!! Þetta var um eittleytið og Alma fór að leika við vinkonu sína. Allt gott um það að segja nema um fjögurleytið kemst ég að því að þær hættu að leika saman um hálf þrjú og þá var Alma á leiðinni heim. Mér stóð nú ekki á sama fyrst hún hafði ætlað heim svo ég fór í rúmlega klukkutíma bíltúr að leyta að henni eða hjólinu hennar en hvorugt fannst. Ég fór því heim að hringja í alla vinina og aðra sem mér datt í hug. Siggi var í útreiðartúr þegar þetta var og ég að byrja að hafa áhyggjur. Ekki fannst daman við það og klukkan að nálgast sex. Ég ákvað því að hinkra aðeins og sjá hvort hún væri ekki að leika heima hjá einhverjum nýjum þar sem hún yrði send heim þegar kvöldmaturinn nálgaðist. Klukkan varð rúmlega hálf sjö og ég gat ekki beðið meira heldur  hélt aftur af stað að leyta. Fyrst fór ég þó til nágranna okkar og bað þá að kyrrsetja hana ef hún sæist. Þá frétti ég af henni í Háuhlíðinni og hafði hún verið með dökkri stelpu. Ég fer þangað og finn hana ekki en þá hringir Siggi og ég sæki  hann í hesthúsin. Við förum aftur í Háuhlíðina og þræðum einnig botnlangana í næstu götum en engin Alma. Þá var klukkan orðin hálf átta og við ákváðum að hringja í lögguna sem setti strax mann í að ganga meðfram Sauðánni en hinn rúntaði um. Mér datt í hug að banka uppá hjá konu sem ég þekki í Háuhlíðinni og athuga hvort þau könnuðust eitthvað við þessa dökku stelpu og vegna upplýsinga frá þeim bankaði ég upp á hjá þremur öðrum þar sem hugsanlega gat verið dökkt barn en ennþá engin Alma. Þá hringir Dóra vinkona og segir mér að Alma hafi komið til hennar því enginn hafði verið heima hjá henni. Við höfðum samt farið á nokkurra mínúta fresti en hún farið á mis við okkur. Það kom í ljós að hún hafði verið að leika við dökka stelpu sem var barnabarn konu í Raftahlíðinni. Hjólið hafði hún teymt inní garð, bakvið girðingu svo við sáum það ekki. Hún hafði farið víða með nýju vinkonunni og m.a. annars farið að leika sér í Litla Skógi en þið sem hafið komið þangað vitið að þar rennur á sem enginn móðir vill að 6 ára barn sé að leika sér nálægt eftirlitslaust. Hún skildi ekkert í öllu þessu veseni, hún var jú ekkert týnd.... fannst henni!!! Halo en lofar að gera þetta ekki aftur. Klukkan var farin að ganga níu þegar hún fannst og maður var orðin verulega órólegur.

Á sunnudaginn fórum við í afmæli til Sigga Lalla þeirra Ingu Láru og Stebba. Þar spjölluðum við og borðuðum góðar kökur í góðu yfirlæti. Alma ætlaði fyrst ekki að vilja fara í svona strákaafmæli en að lokum var svo gaman að hún gleymdi að fara á klósettið og ......... já ....

Í þessari viku er Alma búin að vera á reiðnámskeiði með 6 - 8 ára krökkum. Þau fá að fara ein á bak og fara í útreiðartúra. Hún var svolítið stressuð fyrst en svo var bara rosalega gaman. Hún fer líka í skólagarða og kofabyggð og mætir svo í hádeginu á leikskólann. Þegar hún kemur heim fer hún út að leika og er svo orðin úrvinda á kvöldin enda ekki skrýtið. Við Dóra ákváðum í gær að gista saman og tókum spólur fyrir okkur og krakkana, keyptum namm, snakk og gos og höfðum það ferlega næs. Krakkarnir skemmtu sér ekki síður og voru fljótir að sofna vegna þreytu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannast nú alveg við það að það hafi verið leitað að okkur og ekki gátum við skilið það að við værum týndar, við vissum allan tímann hvar við vorum. 

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Nákvæmlega....!!!! það er náttúrlega verst þegar þessir gríslingar taka upp á því að vera eitthvað líkir manni sjálfum... he he he

Kristín Guðbjörg Snæland, 12.6.2008 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband