30.5.2008 | 10:05
Trampólínið loksins komið
Í gær kom trampólínið sem við vorum að gefa Ölmu og fór Siggi í það í gærkvöldi að setja það upp. Ég skrapp í saumaklúbb og á meðan dunduðu þau sér, hann, Marianna og Alma, við að setja þetta saman. Stelpuskottið fór auðvitað ekki að sofa fyrr en allt var komið upp og búið að hoppa svolítið. Það var bara rétt áður en ég kom heim rúmlega ellefu!!!! Sumar voru því dálítið syfjaðar í morgun. Það kom svo í ljós áðan að Alma er að fá gest í heimsókn um helgina. Sölvi frændi hennar (elsta afabarnið) ætlar að koma með afa sínum norður í kvöld á flutningarbílnum og vera fram á mánudag. Hann var að missa föðurömmu sína og er víst eitthvað lítill í sér. Það var því ákveðið að hjálpa honum með því að skipta um umhverfi. Vonandi fer honum að líða betur. Ég er svo að fara á morgun út í Drangey með Drangeyjarjarlinum sjálfum og svo ætlar organgistinn að sjá um leiðsögn uppi í eynni. Ég hlakka mikið til enda ekki á hverjum degi sem maður fer í svona ferðalag. Á eftir ætlar skólinn að bjóða upp á grill og bað í Grettislaug. Ekki amalegt það.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.