Skanna myndir á milljón!

Ég sit hér aftur við tölvuna og skanna myndir. Þarf að klára það áður en ég fer á fund klukkan 14 svo ég hef ekki mikinn tíma. Myndirnar voru teknar þegar við áttum 10 ára fermingarafmæli svo þær eru 15 ára gamlar. Það er svo gaman að sjá þessar gömlu myndir en ég verð að viðurkenna það mér til skammar að þó ég muni eftir öllum andlitunum þá man ég ekki nöfnin nema á kannski 60 - 70 % fólksins. Þetta er hálf skammarlegt, ég veit það en mér til vorkunnar þá var nú ekki eins og maður væri besti vinur alls þessa fjölda. Við vorum 5 bekkir og rúmlega 20 í hverjum bekk svo þetta hafa verið um 110 -115 manns. Það eru örugglega líka einhverjir sem eru búnir að gleyma hvað ég heiti Kissing  svo vonandi móðgast nú enginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitt kvitt, rosa dugleg að skanna  kv sigurbjörg

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Takk elskan

Kristín Guðbjörg Snæland, 11.4.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband