Össur og vandræði hans

Ég skil eiginlega ekki hvað manninum gengur til með skrifum sínum um Gísla Martein. Það er örugglega margt hægt að setja út á hann eins og ýmsa aðra en mér hefur aldrei þótt það góður leikur að drulla á ómálefnalegan hátt yfir fólk eins og hann gerir í grein sinni. Mér finnst það vera fólki til vansæmdar að vera með hálfkveðnar vísur og leiðindi út í fólk án þess að hægt sé að svara dónaskapnum af einhverju viti. Hvernig á Gísli Marteinn að geta svarað svona sandkassavitleysu án þess að detta ofan í sama far og Össur. Ef ég væri hann myndi ég segja að þetta væri einfaldlega ekki svara vert og ef Össur ætti eitthvað vantalað við mig gæti hann komið og rætt við undir fjögur augu.


Laun kennara

Ég gat ekki á mér setið um daginn og svaraði bloggi sem kom til út af því að bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi hafði farið að ræða það að hækka þyrfti laun kennara. Þessu svarar síðan kona ein sem ekki virtist vita mikið um störf eða kjör kennara og í kjölfarið mátti sjá fólk tjá sig ýmist með eða á móti þessari konu. Það sem mér fannst verst að sjá var heiftin sem sumir bjuggu yfir, vanþekkingin og fordómarnir ásamt þeirri staðreynd að því miður virðumst við kennarar alltaf þurfa að réttlæta vinnutíma okkar. Það er árið 2008 og ennþá er fólk sem heldur að kennarar séu farnir heim um hádegi og liggi síðan í sólbaði hálft árið á borgarstjóralaunum!!!! Staðreyndin í málinu er sú að kennarar eru með lægri laun en sambærilegar stéttir (þegar við berum saman menntun og ábyrgð) og hafa verið lengi. Þetta ástand hefur farið versnandi síðustu ár svo nú er komið þannig í mörgum grunnskólum að fella verður niður kennslu eða pína kennara í miklu meiri kennslu (sem sagt aukavinnu fram yfir fulla vinnu) en þeir eru jafnvel tilbúnir til að taka. Vandræðaástand hefur skapast í nokkrum skólum á höfuðborgarsvæðinu í vetur og sjá skólastjórar fram á að ef ekki verði hækkuð launin verulega muni margir hætta í kennslu og fara í önnur störf þar sem vinnu líkur klukkan 16 (en ekki þarf að taka með sér búnkann af verkefnum heim) og betri laun fást auk þess sem álagið er minna. Kennsla er mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf en vinnudagurinn er oft langur og maður kemur bæði andlega og líkamlega þreyttur heim.  Álagið sem fellst í kennslu er erfitt að útskýra fyrir þeim sem ekki hafa reynt það. Það má segja að fyrir þá sem ekki hafa neina hugmynd væri hægt að líka þessu við barnaafmæli. Maður er með stóran hóp af börnum sem eiga að gera ákveðna hluti og maður þarf að hafa stjórn á því að það sé gert og allir séu glaðir. Það þarf að undirbúa afmælið og ganga frá eftir veisluna því afmælið gerir sig ekki sjálf. Þetta er það sem sumir halda við kennslu.... að við vinnum bara á meðan við erum að kenna börnunum en það er ekki nema um helmingur tímans. Það þarf auk þess að skipuleggja fyrir hvern tíma hvaða efni á að kenna í þessum tíma, lesa það yfir (stundum ryfja það upp sjálfur og æfa sig ef maður er farin að ryðgja í viðkomandi efni), nú svo þarf að fara yfir vinnubækur og verkefni, ritgerðir og próf að ógleymdum samráðstímum við aðra kennara. Venjan er sú að kennarar hittast vikulega sem kenna sama árgangi sama námsefni svo flestir kennarar eru með nokkra samráðstíma á stundatöflu. Fyrir utan þetta er svo samstarf við foreldra, skráning í tölvukerfi og umsýsla við umsjón, samráð við skólastjórnendur, fundir, námskeið, teymisfundir og fleira. Þegar klukkan er orðin 16 hefur dagurinn oft ekki farið í annað en kennslu og fundi og þá á eftir að fara yfir verkefni eða undirbúa kennslu. Það þarf því að gerast eftir vinnu og lengir vinnudag kennara ennþá frekar. Þess vegna sárnar kennurum þegar fólk heldur að við vinnum ekki vinnuna okkar því oft erum við að vinna meira en þeir sem vinna frá 8 - 16.

Það dettur engum í hug að fréttamenn vinni bara hálftíma á dag á meðan á útsendingu stendur eða að prestar vinni bara á meðan á messu á sunnudögum stendur. Af hverju eru það bara kennarar sem þurfa stöðugt að segja fólki að það sé líka vinna utan kennslu? Heldur fólk bara að við göngum inn í kennslustund og vitum alla hluti? Munum þá síðan í grunnskóla? Þurfum ekkert að spá í hvað á að kenna í hverjum árgangi eða í hverri kennslustund? Heldur fólk að ritgerðir, verkefni og vinnubækur fari yfir sig sjálfar? Flestir skólar nota Mentor til að halda utan um skólastarfið. Heldur fólk að upplýsingarnar þar skrái sig sjálfar? Hvað með þegar fólk er að hringja í kennarann eða hann í foreldra? Þetta tekur allt tíma og er hluti af vinnunni okkar.

Æi ég þurfti bara að fá smá útrás


Ný bloggsíða

Ég hef verið með nokkrar bloggsíður og þær hafa verið misgóðar. Núna ætla ég að prufa moggabloggið og hef lofað að skrifa reglulega svo vinir mínir og ættingjar sem eru ekki hér fyrir norðan geti fylgst með því sem ég er að gera og kíkt á myndir af okkur. Núna sit ég bara í náttfötunum og nenni ekki að drífa mig í sturtu en það er engin miskunn með það því bráðum byrjar sunnudagaskólinn og Alma hefur gaman af að fara þangað. Hún mun því reka mig út sturtaða eða ekki og ég hef ekki gaman af að mæta þar eins og lufsa svo ég hef þetta ekki lengra í bili heldur fer og sjæna mig aðeins til. Skrifa meira seinna í dag og bið að heilsa öllum.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband