Öskudagur nálgast óðfluga

Ég fór í Skaffó í dag til að versla sem væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að við Alma fórum að skoða þá grímubúninga sem voru komnir í búðina. Hún sá dýrabúning sem hana er búið að langa í lengi og hætti snarlega við prinsessukjólinn sem ég hafði séð á www.hokuspokus.is og var búin að ákveða að kaupa handa henni. Við keyptum apabúninginn og hún var í honum heima það sem eftir lifði dags!!!! Það sem þessir krakkar hafa gaman af að fara í búninga og leika sér. Alma var með vinkonu sinni hérna heima í dag og þær voru búnar að máta allt svona dót sem hún á mörgum sinnum, búa til leikrit og láta mig taka upp. Rosa stuð!!! Ég er sjálf búin að panta mér búning fyrir öskudag.... keypti indíánabúning fyrir mig :) því mér finnst líka gaman að klæða mig uppá á öskudaginn. Ég ætla með Ölmu að syngja í búðum.... ætli ég fái líka nammi..... he he he :)

Síðustu helgi missti ég af þorrablótinu því ég var veik heima. Við stelpurnar héldum því nútímaþorrablót með pizzu, flögum, gosi og nammi...... he he he ekkert leiðinlegt!!! Siggi greyið fór svo um nóttina beint vestur á Hnífsdal með Hallgrími að sækja Dóru sína og liðið. Þau voru ekki komin hingað fyrr en um hálf 2 en þá opnuðum við Dóra rósavínsflösku og fengum okkur aðeins í tánni.... he he Það var mikið sem þurfti að spjalla og var mjög gaman hjá okkur þangað til rúmlega 6 um morguninn..... he he kallarnir okkar voru frekar hneykslaðir á okkur en við vildum nú bara meina að þetta hafi verið drykkjuöfund í þeim því þeim var ekki boðið í teitið!!!

Það er búið að vera nóg að gera í vinnunni eftir helgi en ég hef samt þurft að taka það rólega því ég er búin að vera frekar slöpp eftir veikindin. Er enganvegin komin með fulla orku og var bara til eitt í vinnunni í gær og til 2 í dag. Verð allan daginn á morgun og á föstudag er nú bara fjör því ég er að fara á Siglufjörð í námsferð með 9. bekk. Það verður örugglega mjög skemmtilegt því þetta eru skemmtilegir krakkar og það spáir góðu veðri. Ég ætla að taka Elinu með mér svo hún geti sagt að hún hafi komið á Sigló. Ekkert víst að maður eigi aftur ferð þangað áður en hún fer heim í júní.

Ég er farin að hlakka svo til páskafrísins því næstu vikur verður brjálað að gera hjá mér. Fyrst er námsmat í gangi núna, við erum að æfa fyrir Stóru upplestrarkeppnina, það eru leikæfinga fyrir árshátíðina (þá koma allir krakkarnir fram og leika í heimatilbúnum leikritum fyrir foreldra og aðra sem vilja mæta), svo er að nálgast skiladagur á Norðurlandabókinni þannig að það er ljóst að það verður lítið um frí hjá mér fram að páskum. Ég ætla þó suður um pálmasunnudagshelgina því þann dag er ferming á Akranesi hjá bróðir hans Sigga og við ætlum annaðhvort að vera þann dag á leiðinni aftur norður eða á leið suður til að stoppa í nokkra daga. Fram að þeim tíma mun ég gera eins og Þorgeir ljósvetningagoði og fela mig undir feldi ..... .... he he


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vona að þú hressist hið fyrsta svona slen og ekki almennileg heilsa er  ...grrrrr    Hva er að skella á Öakudagur ?? Strax??????   Ég á ógeðslega flottan búning :)  sem ég keypti á Kanarí fyrir 2 árum :) Þá var Carnival þar           en nú á ég orðin það stór börn að ég þarf ekki að hugsa um búninga lengur....... Man eitt árið var dóttir mín 3 ára, hún var Rauðhetta og við fórum á grímuball saman og ég var Amma Rauðhettu he he he.   Æji þetta er yndislegt......  Það er alltaf yndislegt að fá góðar vinkonur alltaf í nágrennið við sig aftur .  Kveðja á þig       

Erna Friðriksdóttir, 5.2.2009 kl. 17:06

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Búningar heilla börn. Þegar yngir dóttir okkar var 6 ára var ég komin á steypirinn af yngsta barninu. Átti stórann pappakassa með alls kyns fötum. Hann var bara settur á mitt stofugólfið og svo hófst sjóið. Leikverkin komu á færibandi og áhorfendur skemmtu sér vel. Allir skiptust á og tóku þátt. Pottar og skálar urðu að höttum o. s. frv. Myndir úr þessu afmæli fyrir 33 árum eru óborganlega

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.2.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband