Foreldraviðtöl í dag

Í dag koma foreldrar og nemendur í viðtöl til mín en ég hlakka samt mest til að fara í viðtal hjá litlu snúllunni minni. Alma er í fyrsta bekk og ég er þegar búin að fara inn á Mentor og skoða umsagnirnar hennar. Allir kennararnir gefa henni toppeinkunn svo það gæti ekki verið betra. Hún er líka svo klár og samviskusöm eins og mamman.... he he he....Whistling

Byrjendabækurnar í lestri eru 14 en það eru tvær bækur í hverju númeri því það er alltaf bók 1 og svo kemur 1a og svo framvegis. Mín dama fær bók númer 11 á morgun og á þá bara eftir 8 bækur og búin með 22. Henni finnst gaman að lesa og elskar sögur. Ég er að lesa fyrir hana bækur sem krakkar upp í 7. bekk lesa. Hún elskar t.d. Kaftein Ofurbrók, Skúla skelfi, Fíusól og fleiri.

Núna eru æfingar fyrir árshátíðina hjá 1. bekk. Krakkarnir í 1. bekk á Sauðárkróki hafa mörg undanfarin ár sett upp Ávaxtakörfuna og hún á að leika Mæju jarðaber. Það eru allir á sviðinu allan tímann, allir segja eitthvað og syngja eitthvað en svo taka allir undir í lögunum hjá hinum. Þetta er sýnt á alvöru sviði fyrir foreldra næsta fimmtudag og hlakka ég mikið til að fara. Það er pottþétt að ég mun taka upp á video hvernig hún stóð sig. Hún hefur verið að æfa sig heima á textanum sínum og núna um helgina æfðum við söngvana. Hún þarf að læra tvö lög vel og er langt komin með það. Ég hef hjálpað henni með textana en hún sýnt mömmu sinni hvernig laglínan er því þeir sem þekkja mig vita hversu litla hæfileika ég hef á því sviði.... he he he

Í síðustu viku kom pabbi og elsti bróðir hans, Hafsteinn, í heimsókn. Þeir fóru hringinn og byrjuðu á Suðurlandi og stoppuðu svo hjá mér í tvær nætur. Við pabbi fórum á föstudaginn í göngutúr með Ölmu og það var í fyrsta sinn sem ég fór út í 4 vikur vegna veikinda og kulda.... ... auðvitað sló mér síðan niður og hef verið verri síðan.... arg... garg.... óp og öskur :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband