Leyndarmálið mikla

Ég er búin að lesa bókina The Secret eða Leyndarmálið eins og hún heitir á íslensku og í kvöld horfði ég á myndina. Boðskapurinn á erindi til allra þar sem í einfaldri mynd má segja að með hugsunum okkar löðum við hluti að okkur. Oft hugsaði ég þegar ég las bókina að ég hefði oft notað þetta ómeðvitað, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Ég hef lagt alla mína orku í að fá eitthvað, hvort sem það er húsnæði, bíll, vinna eða eitthvað annað, séð það fyrir mér hvernig ég ætti þessa hluti og það hefur ekki brugðist að ef ég óskaði þess nógu heitt af einlægni og án nokkurs efa veittust mér þessir hlutir. Ég hef einnig sóst eftir hlutum í lífinu af minni ástríðu og það hefur aldrei brugðist að það hefur ekki gengið upp. Sem dæmi má nefna að ég hef fengið allar þær vinnur sem ég hef sótt um og verið fullviss um að vilja í rauninni og ekki haft neinar efasemdir um. Ég hef samt sótt um vinnur sem ég hef ekki fengið en eftir á að hyggja var þá til staðar einhver efi um að ég vildi vinnuna, hefði hæfni til starfsins eða eitthvað slíkt.

Ég er ákveðin í að nota þessa leið á næstunni til að fá ákveðna hluti sem mig langar til að njóta í lífinu. Málið er að bera fram óskina, sjá hana rætast í huganum og fyllast þakklæti fyrir það. Svo er bara að bíða!!!....... 

Núna er bara að leggja inn pöntunarlista til alheimsins og bráðum munu allar mínar óskir rætast!!!!!!

Eitthvað sem ykkur langar í ??????   he he fliss.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Kristín. Þetta er mögnuð bók og frábær boðskapur. Ég gaf mér hana í jólagjöf 2007 og það var góð ráðstöfun peninga. Frábært að finna einhvern með svona jákvæða hugsun.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2009 kl. 06:20

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mig langar ííiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.

Hef oft ætlad ad fá mér tessa bók .Ætti kannski bara ad láta verd af tví núna.

Knús

Gudrún Hauksdótttir, 2.2.2009 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband