Rithöfundur og 25 ára fermingarafmæli

 

Vá mar þá er helgin búin og daglega lífið tekið við. Það hefur margt gerst síðan ég skrifaði síðast. Svo ég byrji á byrjuninni þá fórum við Alma suður á fimmtudaginn og ég skutlaði henni til Guðrúnar stóru systur þar sem hún gisti og fór svo með henni í vinnuna í leikskólanum þar sem hún er að vinna. Ég fór í Keflavík og kíkti á Sigrúnu og Sif áður en ég fór til pabba. Á föstudeginum fór ég í Námsgagnastofnun og skrifaði undir ráðningarsamning vegna þess að ég er að fara að skrifa námsbók í landafræði fyrir 6. bekk sem á að fjalla um Norðurlöndin. Þegar ég var í Kennó bjó ég til námsefni sem lokaverkefni úr skólanum og síðan hefur mig dreymt um þetta. Ég er rosalega spennt fyrir þessu en ég veit að þetta verður mjög erfitt og mikil vinna. Það er einnig töluverð pressa þegar maður veit að allir starfsfélagar manns eiga eftir að meta bókina. Nú ég fór svo og sótti Ölmu og við fórum í Toys´r us. Við röltum á milli rekka og gáfum okkur mikinn tíma til að skoða. Þá segir litla dúllan allt í einu...... mamma ég get ekki valið, það er svo mikið af dóti hérna!!!!!! He hehe he bara sætt!!  Ég hjálpaði henni því aðeins og hún kom út með Barbíe tjald sem má nota inni og úti og matarstól fyrir Baby born dúkkuna sína. Ég keypti líka nokkrar afmælis og jólagjafir þarna... Grin he he Um kvöldið kíktum við aðeins til Friðriks bróðir og fjölskyldu. Sibbi kom líka og við spjölluðum saman. Alma lék við litla kettlinginn sem þau voru með en var samt pínu hrædd því klærnar á honum voru ansi beittar...!  Við gistum svo hjá Köllu og Jonna. Siggi var að vinna og Kalla líka svo við Jonni, bjór og hnetur höfðum það gott þar til þau komu. Það var gott að við fórum ekki snemma að sofa því við enduðum á að þurfa að keyra í Reykjavík að sækja Sigga og fórum ekki að sofa fyrr en rúmlega 3 um nóttina!!!! Á laugardeginum skelltum við okkur í sund í Keflavík og ég skrópaði í íþróttahúsinu á hittinginn hjá okkur fermingarkrökkunum! Well ég fékk líka að heyra það um kvöldið... he he Við Kalla mættum saman og það var alveg hrikalega gaman. Það var mikið spjallað, á trúnó og ekki, góður matur og mikið hlegið og að sjálfsögðu síðan dansað fram eftir morgni. Ég held að Óskar eigi metið í mætingu því hann kom alla leið frá Arizona í Bandaríkjunum. Mér sem fannst Þröstur koma langt að en hann kom að vestan... he he. Sumt af þessu fólki hef ég ekki séð í svo mörg ár að það er eiginlega ekki fyndið.  Siggi og Jonni mættu á svæðið um hálf eitt og klukkan var um 3 þegar við komum heim. Maður er enn með aulaglott eftir helgina. Við ykkur sem voruð þarna og lesið þetta.... kærar þakkir fyrir frábæra skemmtun. Er farin að hlakka til að mæta í 30 ára fermingarafmælið!!!!! Á sunnudaginn ætlaði ég að leggja af stað heim um hádegi en heilsan leyfði ekki brottför fyrr en seinnipartinn. Ég var svo á Akureyri í dag í skólaferðalagi með nemendum mínum og við fórum í Kjarnaskóg, keilu, kajaka og svo í sund. Ég var ansi syfjuð og þreytt eftir helgina en þetta bjargaðist allt. Við fengum meira að segja ágætt veður. Þá er bara að takast á við þvottinn.. he he og sofa eftir helgina LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jac Norðquist

Frábært Stína og til lukku aftur með bókina. Þú átt eftir að standa þig frábærlega. Það verður eflaust gaman að reyna svo að rata um norðurlöndin eftir bókinni þinni, því ef ég man rétt þá átt þú til að villast frá svefnherberginu þínu og framm á klósett !!? Hvað þá að skrifa heila bók um framandi landsvæði !!1 Hahahahahaha

Nei, þetta er auðvitað grín og ég myndi treysta fáum betur en þér að standa undir þessu verkefni.

Jac

Jac Norðquist, 20.5.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Heyrðu gamli..... ég er mjög ratvís og alls ekki áttavillt. Spurðu bara Hörpu sem margoft sá hvað áttviss ég er þegar við vorum í eldhúsbílaferðunum hérna í "gamla daga"... he he  Svo er nú annað... hver segir að Norðurlöndin séu framandi landsvæði... ég hef nú dálítið ferðast um þau og hver segir að ég verði ekki að skreppa næstu mánuði út til að kynna mér þau betur.... he he he. Ætli það sé frádráttarbært frá skatti sem útlagður kostnaður???? Verð að kynna mér það og skella mér í heimsókn í leiðinni ef það gengi upp

Kristín Guðbjörg Snæland, 20.5.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband