26.6.2009 | 07:57
Betra seint en aldrei
Það er búið að vera nóg að gera undanfarið en ég komst loks í sumarfrí 14. júní. Það var ákaflega ljúft og síðan erum við búin að fara í 3ja daga útilegu á Akureyri með Elínu. Við vildum endilega sýna henni aðeins um landið áður en hún fer heim á morgun. Núna erum við fyrir sunnan stelpurnar og erum búnar að fara nokkrum sinnum í sund, fullt af heimsóknum, kíkt í búðir og skoðað náttúru. Í dag á að fara á Þingvelli, Gullfoss og Geysi með pabba og örugglega líka í sund :) he he
Á morgun förum við í Heiðmörk með Elinu og gróðursetjum með AFS og kveðjum hana svo eftir viðburðarríkt og skemmtilegt ár.
Framundan er síðan sumarbústaðaferð, ættarmót, brúðkaup og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Sumarkveðja til ykkar allra.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.