Brjálað að gera

Ég hef varla sést heima hjá mér síðustu daga vegna anna. Skólablað 7. bekkinga er að koma út og við Inga Lára erum búnar að sitja sveittar við alla síðustu viku. Á kvöldin sem ég síðan próf og fer yfir. Næstu viku verður líka klikkað að gera með vinnu framundir og yfir miðnætti 2 daga. Mikið á ég eftir að hlakka til að fá sumarfrí eftir svona törn. Til að kóróna þetta síðan enn frekar er ég ekki búin að klára kennsluleiðbeiningarnar með Norðurlandabókinni en ég á 4 daga helgarfrí frá 21. - 24.  maí og þá ætla ég að loka mig undir feldi og reyna að klára þær. Segi bara... gjörðu svo vel elskan... hérna er dóttir okkar og við sjáumst svo á sunnudagskvöldið :) he he he ekki að mér finnist það sjálfri mjög spennandi en þó betra en að eiga þetta eftir þegar sumarfríið byrjar. Við grilluðum á föstudagskvöldið í frábæru veðri. Það var næstum logn svo við kveiktum á gashitaranum og sátum úti að borða í fyrsta skipti í "sumar".... algerlega geggjað. Maður fékk þvílíkan sumarfíling. Í gær fór ég svo í smá dekur seinnipartinn... leit upp úr prófyfirferð og skellti mér í sauna og heitan pott með Þorgerði og Elínu. Mhhhhh frábært. Í dag er ég að vinna fram að hádegi en tek mér svo pásu fram til c.a. 17 og byrja þá aftur. Á þessum tíma ætla ég í sund með Ölmu og svo í barnabíó. Maður verður líka að lifa svolítið þó setið sé með prófabunka á lærunum fram eftir kvöldi :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sé að það er bara gjeggað að gera hjá þér skvísa :)   Og alltaf hjá manni þegar maður vill stiðja börnin sín líka :)

Hlakka til unglingalandsmótsins á Króknum :)   Þú verður þar er það ekki ?? :)

Erna Friðriksdóttir, 6.5.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband