24.1.2009 | 18:50
Helgarfrí
Ég kom heim í gær frá Reykjum eftir vel heppnaða ferð. Krakkarnir höguðu sér vel og skemmtu sér frábærlega. Þessi reynsla á örugglega eftir að fylgja þeim lengi og minningarnar ylja þeim þegar þau hella sér út í að fjölga vinunum á msn :)
Ég var veik allan tímann á Reykjum en hélt því þokkalega niður með Paratabs.... takk þeim sem fann það upp :) Skellti einnig í mig hóstamixtúru og hálstöflum eftir þörfum. Í dag er ég búin að vera hálf slöpp og því gert lítið af viti. Skellti mér þó í Skaffó að skoða myndavélar því ég fékk nóg af minni á Reykjum. Hún er bara einfaldlega orðin frekar slöpp greyið. Ég ætti að eiga fyrir nýrri um næstu mánaðarmót en annars um þarnæstu svo mér datt í hug að skreppa og kíkja svo ég vissi hvað ég þyrfti mikinn pening. Væri svo sem alveg til í að eiga rándýra "professional" vél en tími því örugglega ekki í þessu lífi :) he he
Er búin að vera að prjóna Baby Born peysur fyrir Ölmu til að gefa í afmælisgjafir. Hún á eftir að fara í slatta af stelpuafmælum í bekknum sínum og það má bara kaupa afmælisgjöf fyrir 500 kall. Það er mjög erfitt að finna eitthvað fyrir þann pening svo mér datt í hug að búa til svona gjafir fyrir hana. Ég er þegar búin að búa til peysu og buxur fyrir hana og Örnu dúllu (vinkonu hennar) og svo eru komnar 7 peysur aukalega.
Jæja þá er bóndinn kominn heim og vinur hans á leið í mat... já Dóra.. Hallgrímur ætlar að borða með okkur lambabóg og kindahrygg... nammi nammi namm.... bráðum getur þú líka borðað með okkur :) he he he
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.