Reykjaskóli í Hrútafirði

Þá er ég stödd á Reykjum og það er dagur 2 !!! Fyrsti dagurinn gekk alveg bráðvel þó fyrirsjánlegir hlutir eins og einhver veikindi og heimþrá hafi örlítið gert vart við sig. Krakkarnir hafa verið að  blandast hinum skólunum sem eru jú alltaf eitt aðalmarkmiðið og þau eru stillt og hegða sér vel. Við vorum ægilega ánægð í morgun þegar okkar skóli var sá eini sem mætti stundvíslega í morgunmat!!!! Það þurfti að bíða í 10 mínútur eftir nokkrum syfjuðum úr hinum skólunum :) he he he svo sem ekki skrýtið eftir fyrstu nóttina... þá er spennandi að pískra fram eftir nóttu :)

Við erum líka búin að vera ótrúlega heppin með veður. Það er milt, stillt og bjart!!!!! Gerist ekki betra í janúar og við vonum bara að það haldist svona. Meira seinna, það er að koma hádegismatur og það er eins gott að sýna gott fordæmi og mæta á réttum tíma... he he


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ja ég efast ekki um að það sé vel séð um ykkur á Reykjaskóla   Kalli og Dóra eru alveg frábær,  svo Kjartan eldhúskokkur og Valdi        Verst hvað það er mikið rok í dag  :(    Gangi ykkur vel heim á morgun  

Erna Friðriksdóttir, 22.1.2009 kl. 15:15

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég man tegar börnin mín fóru í svona ferd ad Reykjum.Allt var svo spennandi ,svo kinntust tau nýjum vinum voda gaman.Vona ad allt hafi gengid vel hjá ykkur.

Kvedja frá Jyerup

Gudrún Hauksdótttir, 23.1.2009 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband