18.1.2009 | 14:23
Ég skrifa og skrifa og svo er að pakka á eftir
Ég er búin að vera dugleg um helgina, hef skrifað og leiðrétt og lagað í bókinni enda þarf ég að skila af mér því sem ég er búin með í kvöld :)
Þarf svo að pakka á eftir svo allt draslið sem fer á Reyki verði tilbúið. Ég er viss um að þetta verður miklu meira dót en ég á von á þegar allt er komið í töskuna. Mér finnst nefnilega betra að hafa of mikið með mér en of lítið svo ég á von á að fylla a.m.k. heila ferðatösku... he he he
Ég ætla að taka með mér bunka af verkefnum til að fara yfir því það styttist í annarskil og ég var að fá verkefni hjá 9. bekk sem er mjög seinlegt að fara yfir. Það tekur mig óratíma að fara yfir þetta en svona er það bara,... partur af programmet!!
Þegar ég kem heim frá Reykjum býst ég við að við skreppum í sveitina til að sækja Ölmu þar sem hún verður þar mestalla næstu viku. Það er svo erfitt að hafa hana heima því Siggi er að vinna svo óreglulega og stelpurnar eru oft í skólanum langt fram á dag og lengur heldur en hún er í gæslu. Ætli við gistum ekki eina nótt eða jafnvel tvær í sveitinni og slöppum af. Ég hugsa að ég þurfi að sofa og sofa og sofa og sofa :) he heh e
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
alltaf gott að komast í sveita sælu ..ekki satt
Margrét M, 18.1.2009 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.