11.1.2009 | 12:12
Einhverfa og einhverfa
Mér hefur þótt sjónvarpið gera góða hluti undanfarið með umfjöllun sinni um einhverfu því margir vita lítið um hana. Ég held að það sem flestir átti sig ekki á er að einhverfan er mjög misjafnlega alvarleg hjá fólki og því hefur hún mismikil áhrif á líf fólks. Á síðasta ári greindist einstaklingur í minni fjölskyldu með einhverfu og þá fór ég á netið og fleiri staði til að afla mér upplýsinga um einhverfu. Ég vissi svo sem eitt og annað því sem kennari hafði ég kennt einhverfum einstaklingum en ég vissi að þeir voru mjög ólíkir. Það sem kom mér mest á óvart þegar ég fór að kynna mér málið var að um helmingur einhverfra einstaklinga nær ekki góðum tökum á málinu og verður það að teljast ansi mikil fötlun ein og sér. Það að gera sig skiljanlegan er svo stór hluti af lífi okkar að maður á bágt með að setja sig í þau spor að geta lítið átt samskipti við aðra eða kannski bara einhverja sem eru sérþjálfaðir eða vanir samskiptum við mann. Annað sem kom mér á óvart var að tæpur helmingur einhverfra greinist með einhver þroskafrávik þó ég vilji leyfa mér að setja fram þá tilgátu að kannski eigi tjáningarhamlanirnar einhvern þátt þar. Þannig að burtséð frá endurteknum hreyfingum og erfiðleikum sumra einhverfra að mynda tengsl við aðra þá er ljóst að einhverfan getur haft heilmikil áhrif á líf fólks, mismikil, en alltaf þónokkur. Ég fagna því að fleiri sem hafa beðið greiningar fái hana því það er heilmikið hægt að gera fyrir einhverfa til að gera líf þeirra betra ef fagfólk er með í ráðum. Til þess að svo sé þarf hinsvegar greininguna.
Einhverf börn greinast loks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bestu kveðjur vina :)
Jac
ps.... já þetta "Leindó" er einmitt það sem ég hef þegar rætt um við þig ;)
Jac Norðquist, 12.1.2009 kl. 22:43
Það virðist nú æði oft þurfa að berjast við greiningar af ýmsym toga þar á meðal einhverfu , sem er sorglegt, langur biðtími osfv.... úrræði misjöfn eftir að maður býr. Það er alltaf mikið áfall ef börnin manns hversu gömul þsu eru greinast einstök börn, þrátt fyrir að foreldrar berjist mikið, þ´s ´s er biðtímin slltof lsngur. Einnig finst manni fólk sína misjafnan skilning . Þekki dæmi og fleiri en eitt..... Mér finst oft ekki verið að taka nógu vel á þessum einstaklingum sem eru sérstök því þau eiga svo mikið betra skilið oft á tíðum en þau fá, því miður :( og það finst mér ansi gremjulegt
Erna Friðriksdóttir, 13.1.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.