Nýja árið byrjar vel

Ég er nokkuð ánægð með það sem liðið er af nýja árinu. Veðrið er búið að vera ágætt og ég er búin að vera dugleg að hreyfa mig, hitta fólk og hafa það gott. Hafði hugsað mér að láta restina af árinu einnig ganga vel.

Eftir tvær vikur fer ég með nemendur mína á Reyki í 5 daga. Ég átti að fara fyrir tæpum 7 árum en þá var ég kasólétt af Ölmu, greindist með meðgöngusykursýki viku áður en ég átti að fara og var kyrrsett... he he. Núna stefnir þó allt í að ég muni komast þangað og verður það örugglega gaman. Ég verð samt að viðurkenna að mig langar minna að fara núna en mig langaði fyrir 7 árum en það er bara vegna þess að nú á ég barn sem ég þarf að skilja eftir í 5 daga. Við mæðgurnar erum dálítið háðar hvor annarri svo ég kvíði aðeins fyrir. Það verður samt nóg um að vera svo ég veit alveg að ég fæ ekki mörg tækifæri til að sakna hennar.

Ég vaknaði í morgun með klýju dauðans en ákvað að hundsa hana og skellti mér í sturtu. Var nýkomin úr henni þegar ég þurfti að æla og í kjölfarið fór ég að finna fyrir magaverkjum. Ákvað því að sleppa því að mæta í vinnuna í dag enda óþarfi að smita alla og vera sjálfur að drepast. Engum er greiði gerður með því. Ætla samt að reyna að nota daginn eitthvað ef heilsan leyfir. Sit við tölvuna núna og ætla að kíkja á bókarskrudduna sem ég er að skrifa. Sé svo til hvað ég hangi í uppréttri stöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár;) haha já það kemur mér ekki á óvart að afi hafi gert þetta:D bið að heilsa;)

viktoría (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband