Jólastúss

Þá eru bara eftir tveir dagar í jólafrí og þar af bara einn með kennslu. Það er alltaf svo ljúft að mæta á stofujól og eiga notalega stund með krökkunum. Í þetta sinn vona ég að ég hafi tíma til að skreppa á jólaballið hjá Ölmu og ganga í kringum jólatréð með henni í smá stund. Það ætti að ganga ef stofujólin hjá mér dragast ekki of lengi. Ég fór í saumaklúbb í gær eftir að hafa staðið á haus seinnipartinn að baka. Það er oftast gefið frí síðasta þriðjudag fyrir jólafrí frá klukkan tvö til að fólk geti farið heim að  baka og mér hefur heyrst í morgun að stór hluti starfsfólksins hafi notað tímann í það. Ég ætla að nota tímann næstu daga og vinna í bókinni minni svo ég þurfi ekki að nota mikið af jólafríinu í það. Það er samt ljóst að eitthvað þarf ég að vinna í jólafríinu en það er svo sem allt í lagi. Eftir vinnu á föstudag ætlum við Alma að setja upp jólatréð og þá verða spiluð jólalög og borðaðar smákökur. Það er alltaf skemmtileg stemming og ég hlakka til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband