14.12.2008 | 09:32
Jólabakstur og dekur
Í gær bakaði ég tvær smákökusortir og Siggi bakaði mömmukökur. Þær eru reyndar kallaðar pabbakökur á mínu heimili því það er alltaf hann sem bakar þær. Svo hringdi hann bæði í Guðrúnu og Walesku til að segja þeim að hann væri að baka og gera þær vitlausar af löngun í pabbakökur.... he he Ég skrifaði líka öll jólakort nema þau sem fara á Krókinn því mig vantaði fleiri kort. Ég byrjaði samt daginn á dekri og skellti mér í nudd til Þorgerðar. Það var alger snilld og ákaflega þægilegt. Ég mæli með því í jólaösinni að gera eitthvað svona. Takk kærlega Þorgerður!!!! Ég skellti líka einum rennilás í lopapeysu sem ég er að prjóna í jólagjöf..... Í dag á að baka meira, skreyta húsið og setja upp fleiri seríur. Svo þarf að pakka inn því sem fer suður svo ég mun líklega ekki hafa mikinn tíma til slökunar fyrr en í kvöld. Ég verð greinilega búin að öllu löngu fyrir jól en það er líka fínt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Dugleg, dugleg, nú þá er bara að breggða sér yfir fjallið ef þú verður búin að öllu, ég hef næg verkefni he heheh e. Annars fara skvísurnar stóru að koma heim í vikunni og þá bara setur maður allt í gang, ég er þó það formföst að ég vil setjast niður kl 18:00 á aðfangadag og heyra klukkurnar hringja inn jólin :) ( það er eitthvað gamallt í mér síðan ég var barn og er enn:)
Erna Friðriksdóttir, 14.12.2008 kl. 21:39
Ég held ég hafi ekki skreytt svona lítið áður, finnst allir skreyta minna núna en áður, af hverju veit ég ekki.... Er hálfnuð að baka, ætla að finna tíma til að klára í vikunni,,, eitthvað svo mikið að gera hjá minni þessa daga, milli þess að vinna vinnuna mína og vinnuna sem ég er með heima þá er ég að vinna í kirkjugarðinum með pabba.... :) knús á gengið úr kef
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.