10.12.2008 | 20:39
Lúsíuhátíðin á morgun
Núna snýst allt um Lúsíuhátíðina á morgun. Krakkarnir í 7. bekk eru búnir að æfa sig síðan í byrjun nóvember og á morgun er stóri dagurinn. Í dag æfðum við í íþróttahúsinu og í gær voru allir látnir fara í öll fötin og svo var gengið um skólann syngjandi. Á morgun förum við um allan bæinn, heimsækjum leikskólana, stærstu fyrirtækin, Skagfirðingabúð og svo endar dagurinn í íþróttahúsinu klukkan fimm. Þetta er mjög hátíðlegt og bærinn kemst í sannkallað jólaskap. Ég verð samt að viðurkenna að ég hlakka til þegar helgin rennur í hlað. Það er nauðsynlegt að slaka á og hlaða batteríin. Við ætlum samt að pakka inn gjöfum, baka (ja Siggi ætlar að baka mömmukökur en ég veit ekki hvort ég baka eitthvað) og hengja upp fleiri seríur. Nóg að gera en við æltum samt líka að hafa tækifæri til afslöppunar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.